Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 47 Faðir Mary gaf svo skýrslu sína til stöðv- arstjórans og auðvitað sagði Jens ekki eitt einasta orð. En heil! hópur af sóðalegum og óhreinum mönnum þyrptist í kringum hann, klöppuðu á axlir honum og sögðu að hann væri »hetja«. Svo drakk hann öl með þeim í eimreiðarskemmunni og skiftu bróðurlega mat sínum milli sín og hans. Eins og Jens hafði óskað, kom nafn hans í blöðunum og hafði það tilætluð áhrif á Mary. Par að auki misti hann ekkert af spariskildingum sínum, en gat nú keypt handa henni skrautlegan hring. Því að auð- vitað fjekk hann borgun fyrir ferð sína eftir þökunum. »En að maður, sem ekkert vit hefir á eimreiðum, skyldi veita því eftiríekt að alt væri ekki í lagi, er þó mikilfenglegast,« mælli faðir Mary. »Fyrir slíkum manni tek jeg ofan!« HÖFUÐBORGIR. 2. London. Til skamms tíma hefir London verið stærsta borg heimsins og sennilega hefir aldrei áður ver- ið stærri borg til fyr en New-York nú. Hún hefir v'erið stærst bæði að ummáli og fólksfjölda. Frá norði til suðurs er hún 19 kilóm., frá veslri til austurs 26 km, flatarmál hennar er 305’ og við manntal 1921 voru íbúarnir 7,514,614. Ef öll út- hverfi eru talin með, sem i raun og veru er rjett, verða íbúarnir 8—9 milj. Svo stór er borgin, að hún sendir 61 pingmann til neðri deildar parla- mentisins og er það hjer um bil ’/io partur af þingmannafjöldanum. í London situr stjórnin, þar er parlamentið, stærstu bankar og rikustu kaup- hallir Evrópu, en ekki er hægt að segja, að Lon- don sje miðstöð fyrir enska mentun og menningu. Hinar öflugustu mentastofnanir eru í hjeruðum úti á iandinu, eins og háskólarnir í Oxford og Cam- bridge. Andleg vinna getur ekki sætt sig við allan þann hávaða og gauragang, sem er i London, par sem aðaláhrifamálin snúast um verslun, peninga og kauphallargróða Umboðsstjórn j^essarar risa- borgar er að nokkru leyti í hönduin bæjarráðs (London County Council) og að nokkru Ieyli í höndum 28 „Boroughs", sem hver stjórnar sinum bæjarhluta og loks stjórnað að nokkru leyti af innanríkisráðuneytinu, sem t. d. ræður yfir lög- reglunni. Sjálf borgin (,,City“), sem einu sinni var hin eiginlega London, en sem nú er orðin aðeins innskotssvæði i risaborgitmi, hefir sitt sjerstaka ráð með borgarstjóra og 26 öldungum í broddi fylkingar. Vopnuðum hermönnum er bönnuð um- ferð um „City“ og sjálfur konungufinn verður að fá leyfi til að koma þangað. Það er ein af hinum gömlu erfðavenjum Englands. Yfirleitt má segja, að borginni sje vel stjórnað, þótt nokkur kritur kunni að vera milli hinna ýmsu umdæma. Inni I borginni eru ótal skrautbyggingar, en hin þjett- bygðu hverfi hafa einhvern þunglyndisblæ yfir sjer og stafar það mikið af því, að byggingastíllinn er svo líkur og hinu raka, þokukenda Ioftslagi. Oft er þokan í London svo þjetí, að ekki sjást handa- skil. Stórir skemtigarðar, eins og Hyde Park o. fl., draga nokkuð úr fábreytninni. Ríkidæmi sitt, verslun og stærð á London eink- um að þakka legu sinni að Themsánni, sem mynd- ar höfnina. Þar eru skipakvíarnar. í „City“ eru kauphallirnar og aðalbankarnir, í Westminster er Westminster Abbey, ineð gröfum allra helstu stór- menna Englands, og þinghúsið (parlamentið). St. Pálskirkjan er stærsta mótmælenda-kirkjan I heimi,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.