Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 13
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 43 Adriana vildi gjarnan sannfæra abbadísina um, að hún hefði ekki vanrækt þetta og mælti: »Það var okkar sífelda umtalsefni. Þeg- ar við vorum háttuð, hjelt jeg fyrir honum vöku með þessu. Við máltíðir Ijet jeg hann ekki hafa frið til að borða fyrir því. Þegar við vorum á skemtigöngu tvö ein, talaði jeg ekki um annað við hann, og þegar við vor- um í fjelagsskap með öðrum, gaf jeg hon- um þetta iðulega í skyn. Satt að segja gekk alt mitt tal út á það, að sýna honum fram á, hve andstyggilegt það væri og illa gert af honum, að elska aðra konu meira en mig.« Þegar abbadísin hafði veitt þessa játn- ingu upp úr hinni afbrýðissömu Adriönu, mælti hún: »Og þessu er það að kenna, að bóndi yðar er orðinn óður. Hinn eitraði sónn af- brýðissamrar konu er enn þá skaðlegra eit- ur en tennur blóðhundsins. Það lítur út fyrir, að honum hafi verið varnað svefns vegna lastmæla yðar. Ekki að undra, þótt hann sje orðinn ruglaður í höfðinu. Og máltíðir hans voru kryddaðar með ávítun- um frá yður. Ófriðsamar máltíðir valda slæmri meltingu og hún hefir svo orsakað æðið. Þjer segið, að skemtigöngur hans hafi verið truflaðar með ádeilum yðar. Hafið þjer hindrað hann frá skemtunum og fje- lagsskap, við hverju var þá að búast nema þunglyndi og að Iokum örvæntingu. AÍIeið- ingin verður því sú, að þjer hafið með af- brýðissemi yðar orðið valdar að brjálsemi hans.« Lúciana vildi nú fegin afsaka sysfur sína, og sagði, að hún hefði ætíð ávítað mann sinn með lipurð, og um leið sneri hún sjer að systur sinni og sagði: »En hvers vegna meðtekur þú þessar ávítanir orðaiaust?« En abbadísin hafði leitt Adriönu svo greini- lega fyrir sjónir yfirsjón hennar, að hún gat aðeins sagt: »Hún hefir opnað augu mín fyrir mínum eigin afbrotumu Þótt Adriana blygðaðist sín fyrir fram- ferði sitt, krafðist hún þess sanit sem áður, að maðurinn sinn yrði framseldur sjer, en abbadísin aftók að Iáta nokkurn koma inn í klaustrið eða að framselja þennan ógæfusama mann í hendur hinnar afbrýðissömu konu. Hún ákvað hinsvegar, að reyna að lækna hann með lípurð og lægni. Að svo búnu sneri hún inn í klaustrið og skipaði að loka útidyrunum. Meðan dagurinn leið og öll þessi mis- grip áttu sjer stað, sem sföfuðu af því, hve líkir tvíburarnir voru, sat Ægeon í fangelsi og beið sólseturs, en þá skyldi hann líflát- inn, ef hann gæti ekki áður greitt Iausnar- gjaldið. Aftökustaðurinn var nærri klaustr- inu og nú var farið með Ægeon þar fram hjá rjett í því, er abbadísin sneri inn í klaustrið. í fylgd með honum var dómar- inn til þess að vera til staðar að gefa náð- að hann, ef einhver skyldi bjóðast til að greiða iausnargjaldið fyrir hann. Adriana sfansaði nú þessa dapurlegu fylgd og bað dómarann að veita sjer lið- sinni, og sagði honum, að abbadísin neitaði að framselja hinn geðveika bónda sinn. Meðan á þessu stóð, bar nú að hinn rjetta Antipóius og Drómió. Höfðu þeir sloppið úr varðhaldinu og krafðist nú Antipólus rjettlætis af dómaranum. Kvartaði hann yfir því, að kona sín hefði lokað sig inni og borið fram, að hann væri geðveikur. Skýrði hann ennfremur frá því, hvernig hann hefði slitið af sjer böndin og komist undan eftir- litsmönnum sínum. En er Adriana heyrði þetta, varð hún mjög undrandi, því að hún hjelt bónda sinn vera inni í klaustrinu. Þegar Ægeon sá son sinn, sem hann hjelt að væri sá hinn sami, sem fór frá honum til þess að leita að móður sinni og bróður, þóttist hann þess fullviss, að hinn ástkæri sonur sinn mundi nú glaður borga lausnargjald sitt. Hann ávarpaði nú Anti- pólus með föðurlegum orðum, í þeirri von, að hann væri laus við hina ægilegu hegn- 6*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.