Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 25
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 55 góðs eða ills eðlis, eftir því, hvernig þær eru gerðar. Sálarbarátta Norvins fór að hafa áhrif á hann; hann svaf lítið og honum virtist alt öfugt og umsnúið. Hann langaði til að flýja frá öllu saman aftur til Ameríku og hefði verið nokkur tími til þess, hefði hann sjeð til þess, að það yrði gert með því að fá sig kallaðan heim. Móðir hans hafði Iengi verið lasin og hann Iangaði til að nota það sem yfirskinsástæðu til að fara burtu, en hugsunin um það, að Martel þarfnaðist hans, hjelt honum kyrrum. Hótun La Mafia hjekk enn yfir höfði greifans og alvaran rjenaði eigi við það, að hann fjekk enti eitt hótunarbrjef 2 dögum eftir að Blake korn. Cardi skrifaði að nýju og skoraði á greif- ann að hlýðnast skipuninni í fyrra brjefinu. Savigno átti að senda Ricardo Ferara á til- teknum tíma á tilgreindar krossgötur skamf frá San Sebastiano með 10 þúsund lírur- Ef hann gerði það, átti að brenna kertum °g syngja sálumessur yfir hinum myrta Galli. Það var fyrsta brjefið, sem Norvin hafði sjeð þeirrar tegundar og hann hafði mjög gaman af því. »Heldurðu að þetta sje ekki handaverk Narcones?« spurði hann. »Mig minnir að mjer væri sagt, að nann væri mágur Gallis.« »Narcone mundi tæplega voga sjer jafn stórfelda fjárkúgun,« mælti greifinn. »Jeg þekti hann dálítið áður en hann gekk í óaldarflokk þennan. Hann var slátrari — ruddalegur og ráðríkur, en mesta skræfa.« »Það er ekki frá Narcone,« mælti Ricardo ákveðinn — þeir höfðu kvatt ráðsmanninn til skrafs og ráðagerðar — »hann er grosso- lano. Hann kann hvorki að Iesa nje skrifa. Þetta brjef er vel samið og ritvillulaust.« »Svo að þjer haldið þá, að það sje í raun og veru frá Cardi ?« Ricardo ypti öxlum. »Hver veit. Sumir segja, að hann sje ekki til, aðrir að hann hafi farið til Ameríku fyrir mörgum árum.« »Hvað haldið þjer?« »Jeg þekki mann, sem hefir sjeð hann.« »Hver er það?« >'Aliandro.« »Ó! Aliandro er mesti Iygalaupur!« hrópaði greifinn. »Samt sem áður getur vel verið, að hann hafi sjeð ýmislegt um æfina. Hann segir, að Cardi sje ekki eins og alment er haldið — brigant — nema þegar honum sýnist. Það er þess vegna, sem hann á alstaðar heima á Sikiley og að hann nofar menn eins og Narcone, þegar hann þarf á þeim að halda.« »Mjer væri ljúft að geta tekið hann hönd- um,« sagði Martel. »Við skulum reyna,« mælti Norvin og svo fóru þeir að leggja saman ráð sín. Fjórir hermenn voru sendir á undan á ákvörðunarstaðinn og þeim sagt að fela sig og Ferara gerði seinni hluta verksins. En enginn kom. Hann sá enga lifandi hræðu á krossgötunum og kom heim í illu skapi. Ungu mennirnir Ijetu þetta eigi á sig fá og hjeldu uppteknum hætti um ferðir sínar til Terranova, enda þótt þeir af varúð bættu Ippolito við föruneyti sitt. Honum þótti stórlega vænt um þetta nýja starf, því að með því fjekk hann tækifæri til að tala við Lucreziu Ferara. En A'lartel fjekk ástæðu til að iðrast að hafa valið hann í lífvörðinn, því að strax í fyrsta skifti fór Ippolito að grobba af hættu þeirri, sem hann væri í, við ungu stúlkuna. Leyndardómurinn slapp út úr honum og greifinnan fjekk að vita alt eins og var. Hún sárbændi Martel að fara frá San Sebastiano um tíma eða að minsta kosti að halda brúðkaupið í Messina, en auðvit- að neitaði hann þessu og hló að ótta henn- ar, svo að hún hitti Blake að máli og bað hann fulitingis. »Þjer verðið að nota áhrif yðar til að snúa honum,« sagði hún alvarlega. »Hann lýsir yfir því, að hann ætli ekki að mjúk- læta sig íyrir þessum þrjótum. Flann segir,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.