Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 6
36 NÝJAR KVÖLDVÖKUR systkinin þá sainstundis á geðveikrahæli í nágrenninu. Var Mary geymd þar þangað til kastið var um garð gengið. Sjálfur var Charles ekki Iaus við geðveiki, einkum um það leyti, er unnusta hans sveik hann. Lengst af vann Charles á skrifstofum lir tþluvert eftir hann af skáldskap, auk þess, sem Einu sinni var fjandskapur mikill á milli ríkjanna Efasus og Sýrakúsa, og lögleiddu þá Efasusmenn, að hver einasli sýrakískur kaupmaður, sem sæist í Efasus, skyldi líf- látinn, nema hann gæti greitt þegar í stað 1000 marka lausnargjald. Ægeon hjet gamall sýrakískur kaupmað- ur. Var hann tekinn fastur á strætum Efa- sus og færður fyrir dómarann. Var þar ekki nema um tvent að veija: að deyja eða greiða lausnargjaldið. Ægeon átti enga peninga til þess að greiða sektina með, en áður en dómarinn las yfir honum dauða- dóminn, óskaði hann eftir, að fá að heyra æfisögu hans og hver væri orsök þess, að hann hefði hætt sjer til Efasus, þar sem dauðinn biði allra sýrakískra kaupmanna. Ægeon kvaðst ekki óttast dauðann, því að sorgin hefði gert sig saddan Iífdaga, en erf- iðara hlutverk hefði tæplega verið hægt að leggja á sig, en segja frá hinum ógæfusama lífsferli sínum. Pví næst byrjaði hann sögu sína á þessa Ieið: »Jeg fæddist í Sýrakúsa og var alinn upp sem kaupmannsefni. Jeg giftist konu, sem gerði mig mjög hamingjusaman. En svo kom að því, að jeg varð að fara í verslun-^ arerindum til Epidamnum, og er jeg hafði dvalið þar í 6 mánuði og sá fram á, að jeg þurfti að dvelja all lengi enn, þá sendi jeg eftir konunni minni, sem eignaðist tvo drengi rjett eftir að hún var sest að hjá mjer. En þau undur skeðu að þeir voru svo líkir, að ómögulegt var að þekkja þá í sundur. Um sama leyti og konan mín eignaðist þessa tvíbura, átti fátæk kona, í sama veitingahúsinu og konan mín bjó í, tvo drengi, og þessir tvíburar voru jafnlíkir hver öðrum og mínir eigin drengir. En vegna þess, að foreldrarnir voru bláfátækir vesalingar, keypti jeg þessa drengi til þess i London fyrir sultarlaunum, en þrátt fyrir það ligg- minst hefir verið á. J. R.J. að ala þá upp sem þjóna sona minna. Syn- ir mínir voru falleg börn, og konan mín var fjarskalega hreykin af þeim, en hún þráði stöðugt að halda heim, og fjelst jeg á það að Iokum, mót vilja mínum. En ógæfan lá í Ieyni, er við stigum á skipsfjöl. Við höfðum tæplega siglt mílu- vegar frá Epidamnum, er hræðilegt ofviður barst á, og er skipverjar sáu að ekki var hægt að bjarga skipinu, tróðust þeir í skipsbátinn og reyndu að forða sjálfum sjer, en skildu okkur eftir alein á skipinu, sem við gátum búist við að mundi liðast í sundur þá og þegar. Konan mín grjet í sífellu og bless- uð börnin kveinuðu og grjetu. Því að þótt þau bæru ekki skyn á hættuna, þá grjetu þau bara af því, að þau heyrðu móður sína gráta. Þetta gerði mig óttasleginn, þó að jeg óttaðist ekki sjálfur dauðann. Jeg reyndi af alhug að finna upp einhver ráð til þess að bjarga þeim. Jeg batt yngri son minn við annan endann á dálítilli varasiglu, sem sjófarendur eru vanir að hafa meðferðis; við hinn endann batt jeg yngri tvíburann, sem jeg keypti. Um leið leiðbeindi jeg konunni minni, ’hvernig hún skyldi koma [hinum börnunum fyrir á sama hátt á ann- ari siglu. — Að þessu loknu bundum við okkur sitt í hvoru lagi við siglurnar, sem við höfðum fest börnin við. Konan mín tók að sjer eldri drengina, en jeg þá yngri. Þessum útbúnaði var það að þakka, að við komumst Iífs af, því að skipið rakst á klett og brotnaði í spón, en þar sem við vorum bundin föst við siglurnar, gátum við varist druknun. Jeg hafði nú tvö börn að sjá um og gat því ekki neitt hjálpað konunni minni, sem fljótt varð viðskila við mig með eldri drengina, en áður en jeg misti algerlega sjónar á þeim, var þeim bjargað af fiskibát frá Corinth, að því er mjer sýndist. Þegar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.