Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 45 MEÐ HRAÐLESTINKI. Eftir Inger Bentzon. Pað var ógæfa Jens Eltings, að honum hafði verið Iúskrað af dreng nokkrum í skól- anum, ekki einu sinni, heldur dag eftir dag. Þessi meðferð hafði gert hann geðillan og huglausan og það fylgdi honum síðar meir. »Þú ert alveg huglaus og þorir ekki nokk- urn skapaðan hlut,« sagði sú útvalda, hún fallega Mary, dóttir eimreiðarstjórans. Hún þekti hann frá því að þau voru í skóla og það gerðu bræður hennar líka, en þeir hlógu og gerðu gys að honum. Jens var duglegur að vinna og röskur . piltur, en hann hafði aldrei skarað fram úr við veitingaborðið eða í áflogum. Hann spurði þess vegna sjálfan sig, hvort það væri helst það, sem ungum stúlkum þætti mest í varið hjá piltunum. Ef svo væri, þá væru þær að minsta kosti fjári fljótar að skifta um skoðun eftir að þær væru giftar. Þá báðu þær forsjónina um mann, sem kæmi heim með vikukaupið á föstudags- kvöldum, sem tæki til í kjallaranum eða eldiviðarskúrnum, þvæði sig vel hreinan á sunnudögum, keyrði barnavagninn upp brekk- ur eða leiddi næst minsta barnið. En Jens sá líka, að ef nokkurn tíma kæmi til þess, að Mary og hann ættu að eignast barnavagn í fjelagi, þá varð hann að láta skríða til skarar og gera eitthvað. Þar sem hann var enginn íþróttamaður, var honum síður Ijóst, hvað það ætti nú eiginlega að vera. Hann velti þessu fyrir sjer fram og aftur, þar til þessi fluga var orðin að nokk- urskonar brjálæði. Dag nokkurn las hann í blaði sínu um mann einn, sem klifrast hafði upp á þak á bifreið og dansað þar tango, en bifreiðin þaut áfram með 60 kílómetra hraða á kl.st. Reyndar hafði hann viðbeinsbrotnað og — fengið háa fjesekt í þokkabót! Jens taldi það, sem til var í aurabaukn- um. Ef Mary vildi heldur láta eyða þess- um aurum í þannig löguð asnastrik, en í gjafir handa sjer, sem hann vildi gefa henni, þá var honum alveg sama. Jens braut heilann um, hverju hann ætti að finna upp á, svo að að hann yxi í aug- um Mary, einhverju nógu vitlausu, sem allir töluðu um og hann yrði nafnfrægur fyrir. En hugsunum eins og þeirri að berja lög- regluþjón sveitaþorpsins til jarðar, varð hann auðvitað að hrinda frá sjer. Lögregluþjónn- inn var nefnilega töluvert stærri og sterkari en Jens og þar að auki voru þeir frændur, og með því að Jens var frændrækinn, gat þetta ekki komið til mála. Og svona gekk það með fleiri áætlanir hans. Þar voru óta! ljón á veginum. Dag einn ákvað hann í örvæntingu sinni að fara til næsta þorps og vekja þar eitt- hvert hneyksli. Hann Ijet peninga sína í vasa innan á vestinu, hjólaði til brautar- stöðvarinnar, sem var þar í námunda, og fjekk sjer farmiða með hraðlestinni. Hann gerði sjer það Ijóst, að Ienti hann í ein- hverju klandri við lögregluna í Austurbæ, mundi það birtast í blöðunum heima og þá kæmi það Mary fyrir augu. En þrátt fyrir það var þetta svo langt frá heimili hans, að mannorð hans beið engan hnekki. Það lokkaði Jens. Það var afskaplega heitt þennan seinni hluta dags. Jens var einn í hinum þrönga klefa, sem Iyktaði af málningu og var svo heitur, að honum sveið í bakhlutann, þar sem hann sat. Varla var Iestin komin af stað, þegar Jens teygði sig svo langt og hann gat út um gluggann til þess að reyna að fá ofurlítinn svala. Lestin var á eftir tímanum, því að hún

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.