Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 32
62 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Hólaskóli hinn forni. (Framh.) Oss er ekki fullkunnugt um, hverjar náms- greinir voru kendar framan af í Hólaskóla hinum forna. Latína og versagjörð eða latínuskáldskapur, tónfræði eða messusöng- ur og guðfræði að sjálfsögðu eða trúfræði og biblíuskýring hafa verið aðalnámsgreinir skólans, svo og lestur og rit eða skrift. Er líklegt, að Jón biskup hafi sjálfur kent guð- fræði. Þess er getið, að biskup kom einu- sinni að Klængi Þorsteinssyni, er var skóla- piltur í þann tíma, en síðar biskup í Skál- holti, og var hann þá að lesa latnesk ijóð eftir Ovidius skáld, Ars amandi eða um það, hvernig menn skuli vinna ástir lcvenna. Bannaði biskup honum að lesa þá bók. En þetta sýnir, að rit hinna latnesku eða róm- versku skálda voru þá til á staðnum. Biblían var í þenna tíma venjulega skýrð á þrennan hátt, sögulega, siðferðilega og dulspekilega. Hún var auðvitað bók bók- anna. Og allar fræðigreinir voru þernur guðfræðinnar. Jeg hefi skýrt svo rækilega frá Hólaskóla á dögum Jóns Ögmundarsonar og kenslu- greinumj dómskólunum á þessum tíma, af því að jeg tel í fyrsta lagi byrjunina miklu varða og í öðru lagi af því að líklegt er, að námsgreinir þær, er nú taldi jeg, hafi verið aðalkenslugreinir skólans fram að siðskiftum. Meðal þeirra manna, er stunduðu nám í skólanum á Hólum á dögum Jóns biskups, ber að nefna auk þeirra, er fyr getur, ís- leif Hallsson prest, er Jón biskup hafði ósk- að, að yrði eftirmaður sinn, en andaðist á undan biskupi, Bjarna Bergþórsson, Ísleíf Grímsson, frænda biskups, og Jón svarta; voru allir þessir merkir kennimenn. Kona ein^var líka að námi í skólanum, sú er Ing- unn hjet Guðrúnardóttir, skagfirzk að ætt. ___ V Kendi hún mörgum latfnu, og urðu þeir vel mentir undir hennar hendi. Ljet hún lesa fyrir sjer, er hún sjálf saumaði, tefldi eða vann aðrar hannyrðir, stendur í Biskupa- sögum. Jón biskup veitti straumum menningar- innar yfir hið afskekta Norðurland, og hefir skólinn vafalaust lengi búið að áhrifum hans. Hver ágætismaðurinn af öðrum út- skrifaðist úr skólanum um hans daga. Norð- urland var nú komið í lífrænt samband við Róm, París og aðrar miðstöðvar guðs kristni og menningar í Evrópu. Það er lítill efi á því, að fyrstu bókina, sem rituð var á íslenzku, svo að kunnugt sje, hafi einhver lærisveina Hólaskóla skrif- að. Þessi bók var lagaþáttur, er ritaður var veturinn 1117—1118 í Hólabiskupsdæmi, að Hafliða Mássonar á Breiðabólstað í Vestur- hópi. Þau lög, er þarna voru skrifuð, voru »sögð upp af kennimönnum í lögrjettu sum- arið eftir«. Lögsögumaðurinn gerði það ekki, og var hann þó skyldur til þess að lögum. Auðvitað hafa klerkar verið fengnir til þess að skrifa lögin. Þeir kunnu bæði að lesa og skrifa, en lögsögumaður sjálf- sagt ekki, en hann hefir vafalaust lært það von bráðar. Hólaskóli ruddi ritlistinni braut hjer nyrðra, guðs kristni og lestrarkunnáttu og veitti nauðsynlegan undirbúning þeim, er gerast vildu prestar. Á dögum þeirra biskupanna Ketils Þor- steinssonar, Bjarnar Gilssonar og Brands Sæmundssonar, er talið líklegt að hafi verið skóli á Hólum, eða nokkurnveginn sam- fleytt frá því um 1107 og þangað til um 1200, en því miður er ekkert kunnugt um hann. Allir voru þessir biskupar merkir menn og dugandi, Ketil vafalítið lærisveinn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.