Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 12
42 NÝJAR KVÖLDVÖKUR maður hennar væri genginn af göflunum. Hún mundi hvernig hann hafði mólmælt því án afláts við niiðdegisverðinn, að hann væri eiginmaður hennar og hefði ekki komið til Efasus fyr en þann sama dag. Nú ávít- aði hann konu sína fyrir það, að hafa af- tekið að hleypa sjer inn til miðdegisverðar. Petta sannfærði hana um það, að hann hlyti að vera orðinn vitskertur og þess vegna borgaði hún fangaverðinum pening- ana. Er hann var farinn, skipaði hún þjón- unum að hneppa mann sinn í fjötra og Ijet að því búnu flyija hann í koldimman kjall- ara, en síðan sendi hún eftir lækni til þess að reyna að lækna hann. Antipólus mót- mælti harðlega þessari meðferð og barðist gegn henni með hnúum og hnefum. Hann fullyrti, að hann væri með öllu viti, en ákafi hans og reiði gerðu ekki annað en stað- festa æ betur og betur þá trú þeirra, að hann væri ekki með öllu viti. Pegar Drómió staðhæfði sömu söguna og húsbóndi hans, var harin sömuleiðis hneptur í fjötra og lát- inn fylgja honum. Skömmu eftir að Adriana hafði lokað bónda sinn inni, kom þjónn til hennar og sagði, að Antipólus og Drómió hlytu að hafa sloppið, því að þeir væru á gangi í næsta stræti. Þegar Adriana heyrði þetta, hljóp hún út til þess að ná í mann sinn og hafði með sjer nokkra þjóna til að handsama hann. Slóst systir hennar í för með þeim. Um leið og þau fóru fram hjá klaustri’einu þar í nágrenninu, sáu þau strokumennina, Antipólus og Drómió, eða svo hjeldu þau, en í rauninni var þetta blekking ein hjá þeim eins og svo mörgum öðrum vegna þess, hve bræðurnir voru líkir. Antipólus frá Sýrakúsa varð stöðugt fyrir nýjum og nýjum vandræðum, sem öll stöf- uðu af því sama: hve bræðurnir voru líkir. Oullkeðjuna, sem gullsmiðurinn hafði skilið eftir hjá honum, var hann nú búinn að hengja um háls sjer. Hafði gullsmiðurinn rekist á hann rjett í þessu og var að út- húða honum fyrir, að hann hefði aldrei þóst taka á móti keðjunni og hefði því ekki boigað hana. En Antipólus fullyrti, að gull- smiðurinn hefði gefið sjer keðjuna um morguninn af frjálsum og fúsum vilja, en síðan hefðu þeir ekki sjest. Nú kom Adtiana og kvað Antipólus vera eiginmann sinn, sem sloppið hefði úr haldi, og væri hann bilaður á geðsmunum. Mennirnir, sem með henni voru, voru rjett að því komnir að taka þá Antipólus og Drómió með valdi, er þeir tóku til fótanna og hlupu inn í klaustrið. Antipólus bað abbadísina að Ijá þeim hæli í húsi sínu og var það velkomið. Abbadísin gekk nú út til þess að vita, hvað um væri að vera. Hún var alvarleg kona og tíguleg í framgöngu með heilbrigða dómgreind. Vildi hún ógjarnan framselja þann mann skilyrðislaust, sem leitað hafði verndar klaustursins, svo að hún spurði konu hans nákvæmlega út í sögu þá, sem hún hafði að segja af brjálsemi bónda sfns. »Hver er orsök þessa skyndilega sjúk- dóms eiginmanns yðar? Hefir hann orðið fyiir eignamissi eða hefir hann orðið að sjá á bak kærum ástvini ?« Adriana kvað ekkert þessu líkt hafa hent. »Getur verið að hann hafi orðið ástfang- inn í annari konu en yður,« mælti abbadís- in, »og það hafi orðið þess valdandi, að svona er komið?« Adriana sagði, að hún hefði lengi haft grun um, að önnur kona væri orsök í hin- um tíðu fjarverum manns síns að heiman. En í raun og veru var það ekki ást á annari konu, sem kom Antipólusi til þess að dvelja iðulega að heiman, heldur hin þreytandi afbrýðissemi konu hans. Abbadísin, sem grunaði vegna framkomu Adriönu, hvar fiskur lá undir steini, sagði, til þess að komast fyrir sannleikann: »Pú ættir að hafa ávífað hann fyrir þetta.« »Pað er nú einmitt það, sem jeg gerði,« svaraði Adriana. »Jæja,« mælti abbadísin, »en máske ekki nógu oft.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.