Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 11
NÍYJAR KVÖLDVÖKUR 4i tóku þeir hann í misgripum fyrir bróður hans. Skraddari einn sýndi honum dálítinn silkistranga, sem hann kvaðst hafa keypt fyrir hann eftir beiðni og fór fram á að taka mál af honum. Antipólus fór nú fyrir alvöru að halda, að hann væri ofurseldur göldrum og gern- ingum. Ekki bætti það úr skák, þegar Drómió spurði hann, hvernig hann hefði sloppið úr höndum lögregluþjónsins, sem hafði verið á leiðinni með hann í fangelsið, og fjekk honum um leið fulla pyngju af gulli, sem Adriana sendi til þess að greiða skuldina. Petta skraf Drómió um varðhald, fangelsi og peninga, sem hann kæmi með frá Adriönu, gersamlega ærði Antipólus. Hann mælti: »Pessi náungi, Drómió, er vissulega rugl- aður og við erum báðir beittir sjónhverf- ingum.« Yfirbugaður af ótta og skelfingu hrópaði hann upp: »Góðir andar hjálpi okkur í burfu frá þessum undarlega stað!« Rjett í þessu kom kona til Antipólusar og ávarpaði hann með nafni. Hún kvað hann hafa borðað hjá sjer miðdegisverð. Spurði hún hann eftir gullkeðjunni, sem lrann hefði lofað að gefa sjer. Nú misti Antipólus þolinmæðina og kall- aði hana galdranorn. Hann neitaði að hafa nokkru sinni borðað hjá henni, eða lofað henni gullkeðju, og kvaðst meir að segja aldrei hafa sjeð hana fyr. En konan hjelt engu að síður áfram að staðhæfa, að hann hefði borðað með sjer miðdegisverð og lofað sjer gullkeðju, en Antipólus neitaði því afdráttarlaust. Ennfremur sagðist hún hafa gefið honum mjög verðmætan hring. Ef hann vildi ekki gefa sjer gullkeðjuna, krafðist hún þvf að fá hringinn til baka. Nú varð Antipólus alveg hamstola, og kallaði hana örgustu galdranorn. Kvaðst hann engin deili vita á henni nje hring hennar. Með þetta hljóp hann í burtu og skildi konuna eftir, sem furðaði sig mjög á orðum hans og ofstopa, því að ekkert var hún jafn viss um og það, að hann hefði borðað hjá henni og hún gefið honum firgurgull, þegar hann hafði lofað að gefa henni gullkeðjuna. En kona þessi hafði framið sömu misgripin sem svo margir aðr- ir og tekið hann fyrir bróður hans. Hinn kvænti Antipólus hafði gert alt það, sem hún bar á Antipólus frá Sýrakúsa. Pegar hinum kvænta Antipólusi var neit- að um aðgang að hans eigin húsi og þjón- arnir fullyrtu, að hann sæti til borðs með konu sinni, fór hann burfu fokreiður og hjelt að þetta hlyti að vera eitt af afbrýðis- köstunum, sem kona hans átti vanda til. Hann mundi vel, að kona hans hafði oft borið honum það á brýn að ástæðulausu, að hann hjeldi saman við aðra konu. Til þess að hefna sín á henni fyrir að vera Iokaður úli, ákvað hann nú að fara og heim- sækja þessa konu. Par eð hún tók á móti honum með hinni mestu blíðu og kona hans hafði að ástæðulausu tortrygt hann, þá ákvað hann að gefa henni gullkeðju, sem hann hafði ætlað að gefa konu sinni. Var það sama keðjan og gullsmiðurinn hafði fengið bróður hans í misgripum. Svo vænt þótti konunni um, er henni var lofuð fög- ur gullkeðja, að hún gaf hinum kvænta Antipólusi fingurgull. Pegar hann nú af- tók að hann þekti hana, neitaði að hún hefði nokkru sinni gefið sjer hring og skildi við hana hálf örvinglaða, þá datt henni í hug, að hann mundi vera búinn að missa vitið og ákvað að fara rakleiðis heim til Adriönu og segja henni, að maðurinn henn- ar væri orðinn brjálaður. En meðan hún var áð segja Adriönu þefta, kom hinn rjetti eiginmaður hennar og með honum fanga- vörður. Hafði hann leyft Antipólusi að fara heim til þess að ná í peningana til að borga gullsmiðnum skuldina, því að pyngjuna, sem Adriana hafði sent með Drómió, hafði hann afhent röngum Anti- pólusi. Adriana tók sögu konunnar ttúanlega, að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.