Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 21
NYJAR KVÖLDVÖKUR 51 ættingja, en þeir eru — nú, jeg treysti þeim ekki. Komi það versta fyrir, gætir þú sjeð um hana; jeg er viss um, að þú mundir gera það — er það ekki ?« »Auðvitað!« »Og nú skulum við hugsa um eitthvað skemtilegra. Við tölum ekki meira um þetta Er það?« »Nei, þú veist, að jeg vil gera alt fyrir þig og þína, svo að við þurfum ekki að ræða það mál framar.« »Gott!« Martel stóð á fætur. »Og nú bíður Ricardo efiir því, að við förum af stað til San Sebastiano, svo að þú verður að vera einn í eina eða tvær stundir. Knattborðið hefir verið endurbætt nýlega og nóg er af bókum á lestrarsalnum.« »Knattborð!« hrópaði Ameríkumaðurinn svo hrifinn, að greifinn fór að hlægja. »A riverderci!« Hann tók hattinn sinn og fór út. III. KAFLI. Stúlkan með gnllhárið. Skömmu eftir að mesti hiti dagsins var um garð genginn, lögðu vinirnir af stað tij Terranova. Ricardo fylgdi þeim — það virt- ist svo sem liann fylgdi Martel hvarvetna — og reið dálítið á eftir, svo að þeir gátu talað saman í ró og næði, en hið gætna auga hans skimaði í allar áttir. Pað var mjög skemtilegt ferðalag. Veg- urinn hlykkjaðist hærra og hærra frá sjó; stundum lá liann meðfram fjallahlíðum, gróð- urlitlum og berum, stundum lá hann niður í skuggasæla dali og var loftið þrungið af blómailm. Loks beygðu þeir út af aðalveginum og riðu eftir hliðargötu heim að húsinu og inn í garðinn að húsabaki. Kom þar gamall haltrandi maður á móti jseim og heilsaði þeim rneð brosi. - »Ha! Aliandro!« hrópaði greifinn- »Hvað sje jeg? Loksins er gigtin farin, grazie Dio!« »Illustrissimo, bölvaðar þrautirnar eru enn verri.« »Það er ómögulegt! Hví þá þessar beyg- ingar? Pú komst stökkvandi eins og gemsa!« »Guð er mitt vitni, carino, að jeg get að- eins sofið í sólskini. Petta eru mestu hel- vítis kvalir og það brakar í öllum mínum liðamótum eins og garðshliði.« »Og hvar eru konurnar?« spurði Savigno. Aliandro leit tárvotum augum til himins. »Pær eru úti á svölunum um þetta leyti dags, iIlustrissimo.« Hann gaut hornauga til lítils seðils, sem Martel rjetti honum og spurði svo: »Viljið þjer fá honum skift ?« »Nei, alls ekki. Pað er fyrir kurteisi þína.« »Grazie! Grazie! Púsund þakkir!« Gamli maðurinn fór í burtu með aðdáunarverð- um flýti. »En sú uppgerð í þeim gamla,« mælti greifinn hlægjandi við Norvin, er þeir gengu upp að húsinu, »Hann vill ekki vinna og þó verður unnusta mín að ala önn fyrir honum, þrátt fyrir iðjuleysi hans. Parna sjerðu einn Mafioso! Hann hefir verið bri- gant — ræningi. Hann er það enn, eins og þú sjerð. Margherita hefir margt slíkra manna, sem troða sjer upp á hana. í hvert skifti, sem jeg kem hjer, gef jeg honum þjórfje. í hvert skifti tekur hann við því með sömu orðunum.« Pegar ungu mennirnir komu út á vegg- svalirnar, stóð grannvaxin, gráhærð kona á fætur og gekk á móti þeim. »Ó, Martel, kæri drengurinn minn! Við höfum beðið ykkar!« hrópaði hún og sneri sjer svo að vini greifans og bauð hann vel- kominn til Terranova með framúrskarandi ástúð. Pau voru enn að skiftast á almenn- um kurteisisorðum, sem ætíð fylgja sam- kynningu, er Blake heyrði vin sinn reka upp óp, og er hann Ieit upp, sá hann hann Iúta niður og kyssa á hendi ungrar stúlku. Hún sneri baki að Norvin og þótt hann eigi sæi andlit hennar, varð hann mjög undrandi. 7*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.