Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 8

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 8
38 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ert um föður siriri, því að hann var svo ungur, þegar hann varð viðskila við hann í sjávarháskanum forðum og fiskimennirnir björguðu honum ásamt móður hans. Pað eina sem hann mundi, var það, hvernig honum hefði verið bjargað. En föður og móður mundi hann ekkert eflir. Fiskimennirnir, sem björguðu Antipólusi, móður hans og hinum unga þræl, Drómió, fóru burfu með börnin, til hins mesta hug- arangurs fyrir hina ógæfusömu konu. Þeir seldu hertoganum Menaphon, sem var fræg- ur. hermaður, Antipólus og Drómió. Her- toginn Menaphon, er var föðurbróðir her- togans af Efasus, var vanur að hafa dreng- ina með sjer, er hann heimsótti bróðurson sinn, hertogann af Efasus. Eftir því sem Antipólus þroskaðist, fjell hertoganum af Efasus hann betur og betur í geð, og er hann gerðist fulltíða maður, gerði hann Antipólus að herforingja í liði sínu. Vann hann sjer brátt mikinn orðstír fyrir hugrekki, og bjargaði að Iokum lífi hertogans, velgerðamanns síns, sem galt honum verðleika sinn með því, að gifta honum Adriönu, auðuga konu í Efasus. Með þessari konu bjó hann nú og hafði enn þá þjón sinn, Drómió, með sjer, er faðir hans kom þangað. Þegar Antipólus frá Sýrakúsa skildi við vin sinn, sem ráðlagði honum að segja að hann kæmi frá Epidamnum, afhenti hann þræli sínum, Drómió, fjársjóð nokkurn og sagði honum að fara með hann til veitinga- hússins, sem hann ætlaði að dvelja á, en á meðan kvaðst hann ætla að skoða borg- ina og kynna sjer siðu og háttu fólksins. Drómió var fjörugur að eðlisfari. Þegar illa lá á Antipólusi og þunglyndi ásótti hann, var hann vanur að skemta sjer við fjör og gamanyrði þrælsins. Þannig var miklu nán- ara samband og frjálsari viðræður á milli þeirra Drómiós en vanalega átti sjer stað milli þræls og húsbónda. Þegar Antpólus frá Sýrakúsa haíði sent Drómió í burtu, stóð hann kyr um stund og hugsaði um sín einmanalegu ferðalög í leit að móður og bróður, og að ekki var nokkurslaðar, þar sem hann kom, hægt að fá hinar minstu frjettir af þeim. Sagði hann því sorgmæddur við sjálfan sig: »Jeg er sem einn dropi úthafsins. Leitandi fjelaga sinna rennur hann saman við heildina. Þannig er það með sjálfan mig. Mishepnuð leit veldur því, að jeg kann að týna sjálfum mjer.« Meðan hann var þannig niðursokkinn í að hugsa um hin gagnslausu og þreytandi ferðalög sín, kemur Drómió til baka, (að því er hann hjelt). Antipólus skildi ekkert í því, hve fljótur hann hefði verið og spurði hvað hann hefði gert við peningana. En nú var þetta ekki hans eigin Drómió, sem hann talaði við, heldur bróðir hans, sem var hjá Antipólusi frá Efasus. Báðir Drómióarnir og Antipólusarnir voru ennþá alveg eins líkir og Ægeon hafði sagt þá vera, þegar þeir voru börn. Þess vegna var það ekkert undarlegt, þótt Antipólus hjeldi hann sinn eigin þræl og spyrði hann, hvers vegna hann kæmi svo fijótt til baka. Drómió svaraði: »Húsmóðir mín sendi mig til þess að biðja þig að koma heim og borða miðdegisverð. Gelti haninu brenn- ur, svínið dettur af steikarateininum og hinn maturinn verður allur kaldur, ef þú kemur ekki heim.« »Það er hvorki staður nje stund fyrir svona spaug,« mælti Antipólus. »Hvað gerðir þú við peningana?« En Drómió sat fastur við sinn keip, að húsmóðir sín hefði sent sig að sækja hann til þess að borða. »Hvaða húsmóðir?« spurði Antipólus. »Nú, auðvitað konan yðar, herra minn,« svaraði Drómió.« Antipólus, sem átti enga konu, varð nú fokreiður við Drómió og sagði: »Af því að jeg masa stundum kumpánlega við þig, leyfir þú þjer að gera svona ósvífið gys að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.