Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 31

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 31
NYJAR KVÖLDVÖKUR 61 »Hver er þetta?« hrópaði hann og gekk fast að Ameiíkumanninum. sÓkunnugi maðurinn,« mælti einn af varð- mönnum Blakes og bölvaði þá hái mað- urinn. sBíddu við!« hrópaði hinn. »Hann er nú þegar að bana kominn. Hann getur ekki staðið.« »Við skulum stúfa honum strax. Hann hefir sjeð of mikið.« »Nei, nei! Pað er Ameríkumaðurinn. Skil- urðu ekki?« »Mundu eftir skipuninni, Narcone,« mælti hinn þiiðj'. En Narcone hjelt áfram að bölva, eins og liann væri óður af morðlöngun. í miðri samræðunni kvað við rödd úti í myrkrinu: »Hvað hafið þið þarna?« »Ameríkumanninn. Hanngeturekki staðið.« Prekvaxinn maður kom í Ijós á veginum og hinir vjeku frá, svo að hann kæmist að. »Hver gerði það?« spurði hann bálvondur. í fyrstu svaraði enginn, en Ioks mælti flokkstjóri sá, er hjelt Blake: »Jeg er ekki viss um, að hann sje særð- ur. Við drógum hann strax af baki. Ef til vill er hann bara hræddur.« »Það mátti enginn skjóta,« muldraði for- inginn. fjá, en þú vissir sjálfur, að án þess varð ekki komist,« mælti Narcone. »Ricardo barð- ist eins og hetja, drap tvo okkar manna og særði marga.« Þrekvaxni maðurinn, sem Norvin áleit að væri hinn frægi Cardi sjálfur, hrópaði til hans í skipunarróm: »Nú, Signore, talið þjer! Eruð þjer sár?« Fanginn hristi höfuðið, enda þóít hann vissi eigi, hvort svo væri, Neitun hans virt- ist gleðja foringjann, sem mælti glaðlega: »Það var gott. Við vildum eigi skerða hár á höfði yðar. Það gæti haft óþægilegar afleiðingar. Skiljið þjer? Og nú — eld- spýtu — einhver ykkar.« »Þess þarf ekki,« mælti Naicone og hló við. »Hvaða gaman er að kunna iðn sem mína, ef ekki er hægt að leggja lýting svo að gagni komi? Rýtingurinn hitti tvisvar — einu sinni fyrir sár okkar sjálfra og einu sinrii vegna veslings Gall', sem var myrtur. Það var eins og að drepa sauðkindur.« Hann sleit að nýju upp gras og hjelt áfram að þurka sjer um hendurnar. Örlítill eldslogi lýsti upp myrkrið. Hann var borinn að ásjónu Ricardo Ferara. Svo dó hann, en sást aftur, þegar maðurinn beygði sig niður til þess að rannsaka Marel. Það var nú fyrst að Ameríkumanninum varð Ijóst, hvaða skelfingaratburður hafði skeð, því að alt hafði orðið í svo skjótri svipan, að hann hafði ruglast. En þegar liann sá líkin, kom hann til sjálfs sín og hann barðist um á hæl og hnakka til þess að losa sig. Einn af morðvörgunum tók byssuna, sem hann hafði gleymt, af honum og skipaði honum að fara. Hann skjögraði niður veg- inn, sem þeir Marfel og Ricardo höfðu komið, eins og veikur maður, því að óttinn lamaði hann. Þegar hann hafði gengið dá- lítinn spöl, fór hann að hlaupa, fyrst þungt og klunnalega, en þegar blóðið komst í hreyfingu — hraðara og Ijettilegar, uns hann hljóp eins og hann ætti lífið að leysa. Og meðan hann hljóp, óx ótti hans. Hann vissi, að hversu hratt sem hann hlypi, gæti hann þó aldrei hlaupið frá því, sem hann hafði nú verið sjónar- og heyrnarvottur að. Það var ekki hin ömurlega sýn af líki vinar hans eða afskræmt andlit Ricardo Ferara, sem fylti hann skelfingu; það var meðvit- undin um hans eigið hræðilega og svívirði- lega hugleysi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.