Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Page 9

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Page 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 30 mjer. En nú tek jeg ekki þátt í neinu gamni. Hvar eru peningarnir? Pú veist að við erum framandi hjer og hvernig vog- ar þú að fela hverjum sem er svona stóra upphæð ?« Pegar Drómió heyrði húsbónda sinn, sem hann hjelt að væri, ta!a um, að þeir væru framandi, þóttist hann viss um, að Antipóius væri að gera að gamni sínu og svaraði því fjörlega: »Ó, herra minn! Geymið nú þetia gam- an, þar til þjer eruð sestur að miðdegisverði. Jeg hafði engar aðrar fyrirskipanir en að sækja yður til þess að borða með húsmóð- ur minni og systur hennar.« Nú misti Antipólus þolinmæðina og Iú- barði Drómió, sem hljóp heim og sagði húsmóður sinni, að húsbóndinn neitaði að koma heim til miðdegisverðar og segðist ekki eiga neina konu. Pegar Adriana, kona Antipólusar frá Efa- sus, heyrði það, að maður hennar þættist enga konu eiga, varð hún bálreið, því að hún var í eðli sínu afbrýðissöm. Sagði hún, að maðurinn sinn ætti við það, að hann elskaði aðra konu meira en sig. Hún fór að suða um það, hvað maður hennar væri lauslátur og ásakaði hann harðlega, hvernig sem systir hennar, Lúci- ana, sem átti heima hjá henni, reyndi að fá hana ofan af þessum óhæfu getsökum. Antipólus frá Sýrakúsa hjelt nú til veit- ingahússins og fann Drómió þar með peningana í góðu gengi. Hugsaði hann sjer nú að taka duglega ofan í við hann fyrir gabbið, en rjett í þessu kemur Adri- ana og ávarpar Antipólus, sem hún hjelt að væri bóndi sinn. En er hún sá undr- unarsvipinn á honum, sem í rauninni var ekkerí tiltökumál, þar sem hann hafði aldrei fyr sjeð þessa fokreiðu frú, þá byrjaði hún strax að ávíta hann fyrir það, að lrorfa svona ókunnuglega á sig. Hún kvað hann þó ekki getað neitað því, að hann hefði elskað sig ofurheitt áður en þau giftust, en hann hlyti nú að hafa fengið meiri ást á einhverri annari. »Ó, hvernig stendur á þessu?« hrópaði hún. »Hvernig stendur á því, að jeg hefi tapað ást þinni ?« »í guðanna bænum, göfuga frú!« sagði Antipólus alveg ráðalaus. En það var þýð- ingarlaust, þótt hann segðist ekki vera mað- urinn hennar og hafa aðeins verið tvo tíma í Efasus. Hún krafðist þess, að hann færi heim með sjer, og þar eð hann sá engin ráð til að sleppa frá henni, fór hann að lokum heim með henni í hús bróður síns og borðaði miðdegisverð með Adri- önu og systur hennar. Kallaði önnur hann bónda sinn, en hin bróður. En Antipólus vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Var hann helst á þeirri skoðun, að hann hefði verið giftur henni steinsofandi, eða þá að hann væri að dreyma. Og ekki varð Drómió, sem fylgdist með Antipólusi, minna uin, því að eldabuskan, sem gift var bróður hans, kallaði hann tíka bónda sinn og krafðist blíðu hans. Á meðan Antipólus frá Sýrakúsa sat að borðum með konu bróður síns, kom hinn rjetti eiginmaður hennar heim lil miðdegis- verðar ásamt þræli sínum, Drómió. En þjón- arnir vildu ekki opna útidyrnar, því að hús- móðir þeirra hafði skipað svo fyrir, að ekki skyldi taka á móti neinum gestum. Pegar þeir hjeldu áfram að berja að dyrum og sögðu að þeir væru Antipólus og Drómió, þá gerðu þjónustustúlkurnar ekki annað en hlægja og sögðu, að Antipólus sæli nú ein- mitt að miðdegisverði með konu sinni, en Drómió væri í eldhúsinu. Hvernig sem þeir hömuðust á hurðinni, var þeim ekki hleypt inn, svo að Iokum fór Antipólus í burtu fokreiður, og undraðist yfir því að heyra, að ókunnur maður sæti að miðdeg- isverði með konu sinni. En nú hafði Antipólus frá Sýrakúsa lok- ið miðdegisverðinum. Hann var svo eyði- lagður yfir því, að þessi kona skyldi halda áfram að kalla hann bónda sinn og að elda-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.