Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 33
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
63
Gizurar biskups og Björn Gilsson lærisveinn
Jóns helga.
Á dögum Guðmundar biskups Arasonar
var lítið um skólahaid, enda var biskup
lengstum á hrakningi og því að heiman.
Getið er þó skóla á staðnum um hans daga,
en skólameistari sá, sem minst er á, Pórður
ufsi, sem líklega hefir verið maður norrænn,
varð bráðlega á brottu og kendi sveinum
sínum það sem eftir var vetrar á Völlum í
Svarfaðardal. Á dögum norrænu biskup-
anna (1238—1260), Bótólfs og Heinreks
Kárssonar, var enginn skóli haldinn. Þeir
voru heldur ekki alla sína biskupstíð hjer á
landi. — Brandur Jónsson var aðeins eitt
ár biskup. Hann var fræðimaður mikill, en
ekki er þá getið skólahalds á Hólum.
Kensla hefir vafalaust farið fram á þess-
um tíma í klaustrunum, t. d. á Þingeyrum,
þar sem hver fræðimaðurinn var öðrum
meiri.
Jörundur biskup Þorsteinsson (1267 —
1313) endurreisti skólann, og var hann hald-
inn upp frá því fram undir miðja 14. öld
(eða til 1341). Meðal lærisveina í þetta
mund var Lárentius Kálfsson, er síðar varð
biskup á Hólum, og er skýrt frá því, að
hann hafi orðið fremstur jafnaldra sinna
þar um nám. Var síra Óblauður Hallvarðs-
son, frændi Jörundar biskups, þá skólameist-
ari. Hafði hann verið erlendis og harla kær
erkibiskupi í Niðarósi. Kom hann út til
Islands með Árna biskupi Þorlákssyni í
Skálholti og gerðist þar skólameistari. Hann
sigldi eftir það, kom svo út enn á ný og
rjeðst þá að Hólum. Er þess getið, að Jör-
undur biskup hafi haft hinar mestu mætur
á meistara Óblauði. Hefir kensla verið góð
á Hólum í þann tíma, því að sagt er, að
Lárentius Kálfsson hafi verið svo fljótur »at
dikta og versa«, þá er hann útskrifaðist,
sem maður talar skjótast latínu. Lárentius
var vígður til prests, þá er hann hafði tvo
um tvítugt, og gerðist hann þá skólameist-
ari og gegndi því starfi um þriggja;ára skeið.
Tveggja skólameistara er getið á Hólum
í tíð Auðunar rauða Þorbergssonar biskups
(1313—1322), þeirra Egils Eyjólfssonar og
Jóns Koðranssonar. Var Egill lærisveinn
Lárentiusar Kálfssonar og þótti hinn fram-
asti klerkur og mikið latínuskáld. Lærði
hann marga ágæta menn til presta, t. d. sr.
Einar Hafliðason, er samið hefir sögu Lár-
entiusar biskups.
Lárentius Kálfsson (biskup 1324—1331)
hjelt einnig skóla, og skipaði hann Ólaf
Hjaltason skólameistara að kenna latínu.
Segir svo í Bisk.sögum:
»Tók hann marga klerka til kenslu, ríkra
manna sonu, ok jafnvel marga fátæka, ok
lét kenna þeim, þar til þeir voru vel færir.
Lét hann jafnan, meðan hann var biskup,
skóla halda merkilegan; . . . gengu til skóla
jafnan fimtán eða fleiri. Skyldu þeir, er lesa
áttu, hafa yfir um kvöldit áðr fyrir skóla-
meistara, ok taka hirting af honum, ef þeir
læsi eigi rétt eðr syngi. Síra Valþjóf skip-
aði hann rectorem chori (kennara í söng);
skyldi hann skipa hvat hverr skyldi syngja.«
Bróðir Árni, sonur Lárentiusar biskups,
kendi og í skólanum. Var hann hinn lærð-
asti maður.
Ber þetta vott um, að skólinn hafi verið
hinn prýðilegasti um þessar mundir. Var
biskup líka hinn mesti lærdómsmaður og
sannur guðs þjónn. Fóru skólarnir altaf
eftir biskupunum. Því lærðari og ágætari
sem biskuparnir voru, því betri voru skól-
arnir.
Egill Eyjólfsson var eftirmaður Lárentius-
ar á stólnum (biskup 1332—1341), og er
nokkurnveginn áreiðanlegt, að hann hafi
haldið skóla, jafnmikill lærdómsmaður sem
hann var og skólameistari um nokkurt skeið.
Finnur biskup getur þess líka í kirkjusögu
sinni.
Frá því er Egill biskup dó áiið 1341 og
þangað til árið 1520 sátu 10 útlendingar að
stóli á Hólum. Er þess ekki get:ð, að skóli
væri haldinn á þessu tímabili, nema ef til