Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 27
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
57
Hann hneigði höfði. »Og jeg elska enn.«
Hún komst öll á loft og brosti svo hlýtt
til hans að hann kendi til.
»Veit Martel það?«
»Nei. Sjáið þjer til. Pað er vonlaust —
ómögulegt!«
»Pað tekur mig sárt. Pað hlýtur að vera
mesti misskilningur. Jeg get alls ekki
ímyndað mjer neitt svo hryggilegt.«
»Reynið það heldur ekki, í guðs bæn-
um!« hrópaði hann óttasleginn yfir því,
hversu þau voru komin inn á hála braut;
— hjelt hann, að hún mundi giska á sann-
ieikann.
»Jeg hjelt, að aiiar konur mundu geta
elskað yður,« mælti hún efíir dálitla um-
hugsun. »Pjer eruð góður, sannur og hug-
rakkur!«
»Ó, þjer skilningsbesta allra kvenna!«
sagði hann og hneigði sig. »Petta etu að-
eins nokkrir af bestu hæfileikum mínum.«
Honum þótti vænt um, að hún virtist eigi
hafa hugmynd um tilfinningar hans.
Blake var orðheldinn maður og sagði
Martel óskir hennar, en hann ásakaði hann
hlægjandi fyrir að trúa eigi röksemdum sjálfs
sín. Hann sagði honum Ijómandi af fögn-
uði, að farseðlarnir til Messina væru þegar
keyptir og þau skyldu fara strax eftir vígsl-
una, sem átti að framkvæmast í kirkjunni
á Terranova. Hitt hefði sjer aldrei dottið
í hug, að fara á mis við hátíðahöldin á
morgun, jafnvel þótt Belisario Cardi skyldi
koma og reyna að hamla honum frá því.
Það væri í fyrsta, eina og síðasta skiftið,
sem hann ætlaði að giffa sig og hann vildi
njóta þess eftir bestu föngum.
Þorpsbúar voru þegar farnir að safnast
saman, þegar Martel og vinur hans komu
í aðseturshöll Oininieranna aflíðandi miðj-
um degi næsta dag. Frændur Marheritu
höfðu komið með lestinni frá Messina og
biskupinn hafði tilkynt komu sína næsta dag.
Bændurnir voru í fyrstu dálítið feimnir,
en Martel gekk meðal þeirra og heilsaði
þeim gömlu, en bauð þá nýju velkomna,
svo að feimnin hvarf og þeir komust í
besta skap.
Veislan fór hið besta fram. Einungis
eyðslusamur, ungur maður, eins og Martel,
hefði getað komið henni svo fyrir. En
veislufögnuðurinn komst fyrst í algleyming,
þegar kveikt var á öllum marglitu ljósun-
um, sem hjengu niður úr trjágrejnunum. Pá
byrjaði hinn rjetti Sikileyjardans, svo að aug-
un geisluðu, kinnarnar roðnuðu og Terra-
nova endurómaði af hávaða vínglaðra manna.
Pað hafði verið hin besta mafarveisla
innan dyra fyrir heldri menn sveitarinnar,
en Blake varð feginn, þegar hann slapp frá
þeim og út.
Pær sálarkvalir, er hann hafði þolað síð-
usfu viku, voru að verða óbærilegar, og nú,
er hann sá Margheritu Ginini klædda í ný-
tísku Parísarkjól, óx óhamingja hans, svo
að hann varð feginn að geta komist afsíðis.
Hann hitti Ricardo á veggsvölunum og
horfði hann á mannfjöldann tortrygnum
augum.
»Hvers vegna takið þjer eigi þátt í veislu-
höldunum?* spurði Blake.
Ráðsmaðurinn svaraði stuttur í spuna:
»Jeg bíð.«
»Eftir hverju?«
»Hver veit. Hjer eru ókunnugir menn
viðsfaddir.«
»Eigið þjer við —«, framkoma Blakes
breyttist skyndi'ega — »að hjer geti verið
óvinir ?<•<
»Sje Cardi einhverstaðar í fjöllunum hjá
Martinello, því gæti hann þá eigi eins verið
hjer á Terranova? Jeg er að svipast eftir
þreknum, dökkhærðum manni. Aliandro
hefir lýst honum fyrir mjer.«
»Cardi mundi íæplega koma í brúðkaups-
veislu,« mælti Biake og fór um hann hrollur.
»TæpIega,« mælti ráðsmaðurinn.
»Hafið þjer sjeð nokkuð?«
»Ekkert.«
»Hvar er Ippolito?«
P