Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 19
NYJÁR KYOLDVOKDR ÚTQEFAND!: I’ORSTEINN M. JÓNSSON, AKUREYRI. XXI. árg. Akureyri, 15. maí 1928. 4. hefti. L A MAFIA. Saga eftir REX BEAC H. »Þú sjerð aðeins yfirborðið. Sikiley er hjer um bii eins og hún var á dögum afa míns. Pú spurðir áðan um La Mafia. Já, hún er til. Hún drap föður minn og neyddi niig til að yfirgefa heimili mitt og lifa land- flótfa. — Pað er löng saga þess máls, sem þú varla munt geta skilið nema því aðeins, að þú hefðir þekt eðli föður míns og Sikil- eyinga yfirleitt. La Mafia er enginn trúar- bragðaflokkur, ekkert fjelag morðingja og ræningja, þannig eins og þið útlendingar hugsið ykkur; það er þjóðarhatur til alirar yfirdrotnunar og einstaklings yfirlýsing um, að hann sje hafinn yfir lög og rjett.« »Já, en jeg skil þetta ekki almennilega! Þú segir, að það sje samband og þó er það ekkert fjelag. Það ræður yfir eyjunni og þó segir þú, að það sje aðeins þjóðar-inn- rætið. La Mafia verður að hafa höfuð og hendur!« »Hún er höfuðlaus, eða rjettara sagt, hún hefir mörg höfuð. Það er ekki flokkur glæpamanna. Pað er hin sikileyiska mót- staða gegn allri yfirdrotnun. Pað er sú bar- átta, sem myndast við sameiginlega baráttu gegn yfirráðum. Það er hugsjón, ekki nein stofnun. Auðvitað vil jeg ekki bera á móti því, að La Mafia á sína ræningja og stiga- menn, sem allir bjargálnamenn og höfðingj- (Framh.). ar greiða skatt. Svo að jeg segi þjer dæmi um aðferð þeirra: Allir þeir, sem eiga ávaxtagarða hjer í nágrenninu eru neyddir til þess að taka eftirlitsmenn, auk vanalegra verkamanna. Annars eru þeir rændir. Þessir eftirlitsmenn eru Mafiosi. Gerum ráð fyrir, að einhver rísi gegn þessum ákvæðum. Hvað skeður? Hann missir uppskeru sína á einni nóttu. Trje hans eru höggvin upp. Leiti hann verndar hjá lögunum, er hann skoðaður sem bjálfi og hugleysingi. Petta er lítið sýnishorn af vinnubrögðum La Mafia. í raun og veru ræður hún öllu stjórnmála- lífi, viðskifta- og fjelagslífi. Par sem menn vita um getuieysi laganna til verndar, verja allir friðsamir borgarar glæpamennina. Peir vilja heldur 'sverja rangan eið til þess að frelsa einn Mafioso en vitna gegn honum og taka með því á sig geipilega hefnd. Ef bóndinn heldur áfram að verja sjálfstæði sitt, er það víst, að hann lifir skamt — eins og t d. faðir minn. — Pað er óþolandi. — Til eru auðvitað Capi Mafia-foringjar, sem skipa fyrir, en þetta er ekki neitt skipulags- bundið samband.« »Nú held jeg, að jeg fari að skilja.« »Faðir minn var ekki nógu sterkur til að varpa af sjer okinu og þess vegna varð það bani hans. Jeg var of ungur til þess að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.