Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 15.05.1928, Blaðsíða 16
46 NÝJAR KVÖLDVÖKUR áfti að hafa samband við aðra lest, sem kom of seint, og varð því að bíða eftir henni. Frá þvi að Iestin Iagði af stað fór hún því með geysihraða. Meðan lestin þeystist þannig áfram, datt Jens maðurinn í hug, sem dansað hafði á bifreiðarþakinu, og hann skotraði augunum upp til þaksins á járn- brautarvagninum og hugsaði með sjer, að það hlyti þó að vera enn þá meira æsandi, að dansa þar uppi — eða að labba eftir endilangri lestinni og koma í Ijós uppi á kolavagninum, áður en nokkur vissi af. Auðvitað mundi það kosta nokkuð, en stærri sekt en hann gæti borgað rnundi hann varla fá. Jens sveiflaði sjer upp í gluggann og settist þar. Var hann allur fyrir utan, nema fæturnir, sem voru fyrir innan. Paðan var nú í raun og veru ekki svo erfilt að klifra upp á þakið, 'ef maður aðeins hafði það hugfast, að horfa ekki á grjótmölina milli járnbrautarteinanna. Erfiðara var að standa upp, þegar hann var kominn upp á þakið. .Hattur hans fauk út í veður og vind, en upp gat hann þó loks staðið, allur í keng og gleiðfættur. Petta fór nú samt að verða heimskulegt gaman. Pað minti hann talsvert á fyrri daga, þegar hann brunaði á sleða niður bratta brekku og var að reyna að halda jafnvæginu. Jens hló. í sama bili var merkjastaur nærri búinn að feykja honum niður af þakinu, en hann beygði sig og byrjaði svo að ganga fram eftir vagnþök- unum. Pað var aðeins lítið bil milli vagn- anna og honum gekk vel yfir það fyrsta. Hliðvörður nokkur, sem stóð við krossspor eitt, sá til hans og fórnaði höndum til him- ins af skelfingu og hvarf inn í stöðvarhús- ið til að tilkynna næstu stöð, hvað á seyði væri. Áður en svo langt væri komið, var Jens kominn fram á fremsta vagninn. Hann hafði nú nóg að gera að reyna að halda jafn- væginu, því að lestin ruggaði ákaflega og miklu meira en áður. Hann sá ekki stöðv- arstjórann og alla burðarkarlana á slöðvar- stjettinni, sem fórnuðu höndum af skelfingu. Jens lenti að lokum með þungum dynk í kolavagninum og í sama bili kom í Ijós biksvart andlit. Sem jeg er lifandi! Pað var faðir Mary. En Jens fjekk nú annað að hugsa um, því að á slánni yfir inngang- inum í vagninn hjekk hörundsdökkur, ná- fölur maður og leit út fyrir að vera dauður. »Komdu og hjálpaðu mjer!« öskraði faðir Mary. Jens hlýddi. Hann þreif reku þá, sem hinn rjetti honum, og eimreiðarstjórinn var önnum kafinn við ýmsa snerla og hand- föng, sem Jens botnaði ekki Iifandi vitund í. Svo sneri gamli maðurinn sjer við og í sameiningu lögðu þeir veika kyndarann of- an á kolin og ijetu fara eins vel um hánn og unt var. »Pað er hitanum að kenna,« mælti gamli maðurinn. »Hann fær þetta stundum. Hann á sjö börn og þess vegna hefi jeg ekki haft brjóst í mjer til að segja frá þessu. En þetta skal nú samt verða í síðasta sinn, því að jeg ber ábyrgð á fleiri mannslífum en hans. — Pað var gott að þú veittir því eftirtekt, að alt var ekki eins og það átti að vera. Pað hefði ekki hver og einn leikið þetta eftir þjer, að koma hlaupandi eftir þökunum til að hjálpa mjer. Pað var nærri komið að mjer að stansa í Houbro til þess að fá þar annan kyndara, en næsta lest var á hælum okkar og við verðum að ná sam- bandi við hana. — Mokaðu nú ogmokaðu! Nú, þú ert að vísu ekki klæddur eins og hentugast væti, en jeg skal sjá um, að það verði »puntað« upp á þig í skýrslu minni um þetta mál. — Pað er þó gott að enn eru til menn, sem ekki láta sjer alt fyrir brjósti brenna.« Kyndarinn ofan á kolunum Iá enn hreyf- ingarlaus, þegar lestin brunaði inn í Aust- urbæ og þeir urðu að kalla á hjálp til að bera hann burtu.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.