Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 4
82 VALGERÐUR N. Kv. andi andlit sást í gættinni: „Góða nótt, og þakka þér fyrir að þú komst svona snemma!" Og koss flaug af vísifingrinum litla inn í stofuna. Skúli læddist fram að dyrunum og gægð- ist fram fyrir, en þar var enginn, og í nætur- kyrrðinni gat hann greint létt fótatak upp stigann. Hann lokaði hurðinni hljóðlega. „Alltaf er nú Ella litla sæt, skinnið að tarna, og marga gleðistund höfum við átt saman. En hana vantar þetta dásamlega seiðmagn og tignarbrag. Ó, hún er svo töfrandi!" Hann fleygði sér í legubekkinn og stundi þungt. ,,Ég er bráðlátur. Þolinmæðin þrautir vinnur allar. Við eigum bæði langt líf fyrir höndum, og það skal takast!“ Hann sat nokkra stund og studdi hönd undir kinn, en greip síðan bókina, sem Ella hafði fleygt frá sér, og las langt fram á nótt. Tveimur dögum síðar voru fiskþvotta- konurnar byrjaðar á verki sínu að vanda. Guðlaug gamla var þar ásamt öðrum, og var eitthvað að spjalla, er hún þagnaði allt í einu í miðri setningu, rak upp hljóð og ná- fölnaði. „Hvað er þetta?“ spurðu margar hinna í einu. Guðlaug reif af sér vettlinginn og kveinkaði við. Blóð rann úr vinstri liandar vöðvanum. „Það er ekkert,“ sagði hún hressilega, strauk blóðið af hendinni, en kveinkaði þó enn. „Verst að ólukkans fiskbeinið hefur brotnað inni í, ég finn vel til þess.“ „Farðu til hjúkrunarkonunnar, það er ljezt sem fyrst,“ sagði Sólveig. „Það er víst ekki annars kostur, þótt illt sé að missa nú vinnu og þurfa svo að borga henni þar að auki. — Ég held ég sé feig! Aldrei lief ég skaðað mig fyrr.“ Guðlaug gamla staulaðist heim á leið, eins og hefði hún skyndilega orðið tíu ár- um eldri og að litlum tírna liðnum drap hún að dyrum hjá A'algerði. Valgerður opn- aði sjálf og bauð gestinum tafarlaust inn, og Guðlaug tók óðar til máis: „Það er mesta skömm að vera að gera yð- ur ónæði, en ég rak fiskbein í hendina á mér og er lirædd um, að eitthvað sitji eftir af því.“ Valgerður rakti óhreina tuskuna utan af sárinu, þvoði síðan höndina og tók beinið burt; svo þvoði hún höndina enn á ný og batt um hana. Á meðan lét Guðlaug dæluna ganga þrotlaust, hvernig hún kynni við sig, hve „pent“ væri herbergið hennar, hvort hún liefði nokkurn stundar frið fyrir kvabbi í fólki, það væri nú kannske munur að hafa einhvern að leita til o. s. frv. Valgerður svaraði með fáum orðum, en alltaf vingjarnlega, þótt hana furðaði á mælgi Guðlaugar. Að þessu loknu færði hún henni kaffi, en drakk sjál bolla af soðnu vatni. „Drekkið þér aldrei kaffi, blessuð mín?“ „Jú, en ég var nýbúin að borða og hef þá ekki lyst á því.“ „En ég hef alltaf lyst á kaffi,“ og Guðlaug smá dreypti á sínum bolla. „Þér búið líka til svo ilmandi gott kaffi, þau eru ekki ama- leg, fyrstu kynnin mín af yður, því að ég tel ekki, að við séum kunnugar, þó að ég liafi olt séð yður; en vitið þér, hvenær mér hefur þótt vænst um yður, síðan við sá- urnst fyrst?“ Guðlaug drakk vænan teyg og leit svo á Valgerði og brosti yfir allt and- litið. „Var það, þegar ég náði beininu áðan?“ „Nei, ó nei, ekki var nú það, og var það þó snilldarlega gert. — Nei, það var, þegar þér vilduð ekki dansa við hann Gúla Ktila hérna um kvöldið,“ og hláturinn ískraði í Guðlaugu gömlu. „Við hvað eigið þér, kona góð?“ sagði Valgerður og leit á hana spurnaraugum. „Ja, það er nú varla von, að þér skiljið bullið úr mér, ég kalla hann Skúla Jenssen þetta að gamni mínu.“ „Hvers vegna gerið þér það?“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.