Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 12
90
VALGERÐUR
N. Kv.
Fyrst lék hún stutt lag og afar viðkvæmt,
sem enginn þeirra kannaðist við, en síðan
„O, fögur er vor fósturjörð" og mörg önn-
ur algeng ættjarðarlög. Sungu karlmenn-
irnir þau með hljóðfærinu, og Valgerður
tók einnig undir eftir fyrstu lögin. Henni
fannst hún aftur vera liorfin heim til sjúkra-
hussins þar sem liún var síðast, og að þetta
væru sjúklingarnir, sem hún nú væri að
leika og syngja fyrir, eins og svo oft áður.
Hún hrökk því við, er sýslumaður snart við
öxl hennar að enduðu einu laginu og sagði,
um leið og hann lineigði sig:
„Ég þakka yður innilega fyrir, þetta var
ágæt skemmtun. lin nú býður fröken Anna
okkur hressingu, og því verðum við að
sinna.“
Þegar staðið var upp frá kaffiborði, vék
Valgerður sér að Jenssen og bað hann af-
saka, að nú gæti hún ekki notið gestrisni
hans mikið lengur, því að hún vildi vera
komin til svefns ekki seinna en klukkan eitt.
Jenssen ætlaði að svara henni, en sýslu-
mannsfrúin varð fyrri til máls:
„Þá vil ég ráða skemmtuninni, það sem
eftir er, og koma nú í einn snúning, því að
ekki hafði ég gaman að gólinu í ykkur áð-
an, þó að frökenin spilaði reyndar fremur
vel. Það er nóg pláss hérna í stofunni og
sjálfsagt hægt að útvega einhvern músíkant
og einar tvær dömur til.“
„Þetta er ágætt, frú mín góð, tók Jenssen
undir. „Ég held við maðurinn yðar fylgj-
umst enn með, Jregar við viljum það við
hafa, að ég tali nú ekki um unga fólkið,
sem alltaf finnur fjöri sínu bezta framrás í
dansinum."
Hann gekk síðan hratt út úr stofunni.
Ungu mennirnir fóru nú að færa saman hús-
gögnin, en sýslumannshjónin settust í legu-
bekkinn og Valgerður skammt frá þeim.
Sýslumannsfrúin horfði glottandi á mann
sinn: „Ekki veit ég, hvernig þú ferð að því
að þekkja alla eignileika ungra stúlkna, þó
að þú sjáir þær snöggvast. Hvernig vissirðu
til dæmis áðan, að frökenin léki á hljóð-
færi?“
„Eins og þú lýsir því, — með því að sjá
hana snöggvast; en hvernig veizt þú, að
Skúli — sem ég býst við að eigi að verða
ballherrann þinn — kunni að dansa?“
„Það er ég eins viss um, og að dagurinn
rennur yfir mig á morgun. Ég sé það á aug-
unnm, hreyfingunum og göngulaginu.“
„Alveg rétt, og á sama hátt vissi ég, að
fröken Valgerður hefði yndi af hljóðfæra-
slætti og kynni að spila.“
Ungu mennirnir höfðu nú gengið burt,
og voru þau þrjú eftir inni. Valgerður leit
alvarlega til sýslumannsins og mælti:
„Ég bið ykkur að fyrirgefa, að ég trufla
sanxtal ykkar; en ég vildi gjarnan tala við
sýslumanninn unr málefni, sem mér liggur
sérstaklega á hjarta.“
„Og þá á ég víst að ganga búrt á meðan,“
sagði frúin dálítið þóttaleg og stóð upp.
„Þess gerist engin þörf,“ sagði Valgerður,
„því hér er ekki um neitt leyndarmál að
ræða. Ég vildi aðeins bera það undir álit
mannsins yðar, hvort ekki væri sjálfsagt að
fá lækni hingað í þorpið."
„Já, í hamingjubænum, leyfið mér að
\ era laus við að lxlusta á þær umræður,“
sagði frúin og lagði af stað til dyranna.
„Gerðu svo vel,“ sagði sýslumaður bros-
andi, en sneri sér svo að Valgerði og sagði,
að sér Jrætti vænt um, að hún hefði hreyft
þessu máli. Fyrir nokkrum árum hefði hann
sjálfur borið þetta fram við sveitarmenn
hér, en fengið daufar undirtektir. „En síð-
an þér komuð hingað, tel ég miklu minni
þörf á þessu.“ ('Framhald).