Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 40
] 18
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
lengið að halda áfram, þótt ekki væri nema
eitt misseri enn. Og það get ég svarið við
Maríu mey, og livað þeir nú heita allir þess-
ir dýrlingar, sem hjálpa hraustum her-
manni, að aldrei hef ég fyrirhitt betra fólk
og heiðarlegra en liér í Danmörku. Berðist
ég á Spáni, þá vörðust þeir eins og brjálaðir
menn, börðust við okkur á daginn og myrtu
okkur á nóttunum. Og í Ítalíu drukkum við
dauðann í eitruðum vínum þeirra. Og væri
barizt í fátækunr löndum og vistasnauðum,
áttum við hungur og alls kyns eymd við að
stríða, unz helmingur okkar manna var
dauður úr hungri.“
„Æ!“ sagði Ib, „hvers vegna dó þá ekki
hinn helmingurinn líka úr sulti?"
„Þeir dóu úr Jrorsta, lagsmaður góður! En
í þessu landi líður manni eins og í himna-
ríki, meðal eintómra góðra og guðhræddra
sálna. Hér berjast þeir ekki og verja sig
ekki heldur, leggja aðeins á flótta, óðar er
við komurn, en eru alltaf svo hugulsamir að
skilja eftir handa okkur fullar kistur og
handraða af margvíslegu verðmæti.“
„Hvar hafið þér lierjað í dag?“ spurði
Sveinn.
„Æ já, þessum degi gleymi ég aldrei,“
sagði riddarinn. „Þegar ég kem einhvern
tíma lieim aftur, ætla ég að skera svo djúpt
nterki í bitann í stofunni minni, að það sjá-
ist Jrvert í gegnum hann! Við fórum með
hestana okkar inn í baðstofugöng bóndans,
drógum rit kommóðuskúffurnar og gáfum
hestunum hafra í þær, og síðan völdurn við
okkur beztu kindina, drukkum mjöðinn og
helltum niður því, sem við gátum ekki torg-
að. Og er bóndinn tók að lokum að kvaka
eitthvað, bundum við hann við stofuofninn,
afklæddum liann, og einn okkar lumbraði á
lionum með sverðslsíðrunum, og hinir
neyddu liann til að syngja, meðan á hýðing-
unni stóð:
Gebe Gott, dass es immer,
es immer so vare!
Maðurinn grét og scing í einu, og á meðan
tók hver okkar Jrað, sem hann lysti. Já, ham-
ingjan góða! Ég segi bara það, grátklökkur
af gleði, að annan eins gleðidag hef ég aldrei
upplifað á allri minni ævi. Og verndarengill
minn má gjarnan breyta mér í stórhveli, ef
honum svo sýnist, sé þetta ekki satt.“
„Hvers vegna einmitt í stórhveli?" spurði
Ib.
„Jú, því að þá tæki ég ungfrúna litlu
Jrarna á bak mér og synti burt nteð liana,“
sagði riddarinn og kinkaði kolli til Karenar.
„En þér hafið rétt að mæla, Jress vegna þarf
ég ekki endilega að verða stórhveli. Þið,
sómafólkið, lofið mér væntanlega að taka
hana með mér með góðu. Hún á líka að vera
herfang mitt.“
Sveinn leit til Karenar. Hún var orðin föl
í andliti og ótti í svip hennar, en Jrað glaðn-
aði óðar yfir Iienní, er hún horfðist í augu
\ið Svein. Það var auðséð, að luin treysti
honum fyllilega.
„Hrin má jafnvel búast við að fá að fara
heim með mér og verða sarna sem konan
mín, þegar við höldum á brott héðan.“
„Jæja, það er nú undir atvikum komið,“
sagði Sveinn.
„Hvaða atvikum?“
„Hvort Jrér fáið leyfi til að fara burt með
hana.“
„Hvað áttu við, lagsmaður!" sagði ridd-
arinn steinhissa. „Hver svo sem ætti að
banna Jrað? Eruð þér kannske bróðir litlu
stúlkunnar?"
„Hún er dóttir mín!“ sagði Elsebeth í
borginmannlegum yfirlætistón, er að henn-
ar hyggju átti að birta greinilega, hvílíkt
feikna djúp væri staðfest þess á milli að vera
systir Sveins og dóttir hennar.
„Æ, ég Jrykist skilja, gamla frú! Hann er
þá maðurinn yðar.“
Erú Elsebeth var eldrauð í framan af
móðguri og bræði, er hún svaraði:
„Ég er frú Elsebeth Buchwald á Höf-
dingsgaard, hefðarkona af æðsta aðli, en
þessi maður er ánauðugur."