Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 23
N. Kv. ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR 101 sig á að jafnhatta járnstöng. Gátu sumir það með báðum höndum, en aðrir ekki. Ég stóð þar hjá og hló að þeim fyrir lydduskapinn, þar til einn þeirra segir: „Jæja, láttu sjá og gerðu þá betur sjálfur! Þú skalt fá tvær krónur, ef þú jafnhattar stöngina með ann- arri liendi." — Ég ræðst þá á stöngina og lyfti henni með beinum hægri handlegg upp yfir höfuð mér og læt hana síðan aftur síga til jarðar, án þess að handleggurinn bogni. Fékk ég þá líka aðrar tvær krónur. Þá var allt sement í trétunnum. Þær voru þö ekki vatnsheldar og máttu því ekki standa úti í regni. Eftir að ég var laus hjá Snorra, byggði ég hús á Vopnafirði. Þar bar svo til eitt sinn, að ég átti eina sements- tunnu, sem stóð úti. Seint um kvöld var ég einn í húsinu eitthvað að dunda eftir að aðrir vorú hættir vinnu og farnir heim. Sé ég þá að rigna muni um nóttina, og varð se- mentstunnnan því að komast í hús. Tók ég þá tunnuna í fangið og bar hana inn í eld- hús og þar ofan í kjallara. Tunnan var 365 pund (1821/^ kg.). XI. Horft um öxl. Þegar ég nú, ár 1945, eða um 50 árum eft- ir að ég hóf nám mitt, lít yfir farinn veg og ber saman námstíma minn og þeirra, sem nú stunda iðnnám, virðist mér, að ég muni hafa lært meira á þremur árum heldur en þeir, sem nú stunda fjögurra ára nám. Að vísu er þetta að sumu leyti ekki sambærilegt, þar sem aðstæður allar eru svo gerólíkar. Snorri Jónsson lagði aðaláherzluna á að kenna dugnað, hagsýni og reglusemi. Og sérstaklega að kenna mönnum að bjarga sér sjálfir, þegar Jreir ættu ekki kost Jress að fá hjálp annarra. En það hef ég margsinnis fundið síðan, að þetta hefur orðið mér mik- ils virði. Næstu árin eftir námið tók ég að mér húsabyggingar víðs vegar um landið, og hafði ég þá oft litla aðstoð. En aldrei kom J^að að sök. Það sem helzt bagaði mér var kunnáttuleysi í reikningi og teikningu. En á námsárum mínum var Jtess enginn kostur að fá tilsögn í þeirn efnum. Ég flutti til Reykjavíkur 1904, og fyrstu veturna þar gekk ég á teikniskóla hjá Stefáni Eiríkssyni. Á þeim skóla var ég tvo vetur, 2 stundir á hverju kvöldi. Nú er námstími við iðnnám 4 ár, og vinnu- tími aðeins 8 stundir á dag á sumrum, og minna á vetrum. En Jrar við bætist kvöld- skóli alla veturna. Þrátt fyrir það mun ég hafa unnið um 800 stundum meira á þrem- ur árum en Jreir, sem nú stunda fjögurra ára nám. Vitanlega er iðnskólagangan ómetan- leg undirstaða. En verklega námið er ein- hæfara. Allt erfiðasta verkið er nú unnið í vélum, og fjöldinn af nútíðarsmiðum þekk- ir ekki Jrau verkfæri, sem við urðum að vinna með, t. d. klósög, fótsög, fellhefil o. 1:1. Nú munu heldur ekki vera aðrir en gömlu smiðirnir, sem kunna að byggja timburhús; en Jress ber sennilega ekki að sakna, því að líklega verða þau ekki byggð í framtíðinni. (Hér enda samfelldar endurminningar Kristjáns S. Sigurðssonar). Vitjað nafns. (Skráð af Guðjóni Jónssyni eftir sögn Sigríðar Jóns- dóttur á Hjöllum.) Húsfrú Sigríði Jóndóttur á Hjöllum, konu Jóns hreppstjóra Finnssonar, dreymdi árið 1869, að Jón skáld Thoroddsen kæmi til sín og falaði gistingar, en hann var vanur að gista hjá þeim í þingaferð- unurn, meðan hann var sýslumaður í Barðastrand- arsýslu. Sigríður kvaðst því miður ekki geta lofað honum að vera. En liann kvað hana geta það, ef hún vildi. Þetta sagði hann með nokkurri þykkju. En er liér var komið, vaknaði hún, og varð ekki draumurinn lengri. Þegar þetta gerðist, var Sigríður ófrísk og eign- aðist þá piltbarn 8. febrúar 1870. Þótti henni, sem Jón hefði leitað nafns og gaf sveininum nafnið Guðjón.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.