Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 37
N. Kv. SVEINN SKYTTA 115 „Guð minn góður!“ sagði frúin og and- varpaði. „Hvað á þá til bragðs að taka?“ Ib var hugsi um lníð. Honum hafði skyndilega dottið nokkuð í hug. „Með yðar leyfi, frú Elsebeth,“ sagði hann, „þá get ég gefið yður gott ráð og vísað yður á tvo menn, sem gætu ef til vill betur en Jörgen lénsmaður verndað yður og kom- ið á friði heima lijá yður.“ „Ó, segið mér, hverjir það eru!“ „Þekkið þér Svein Gjönge nokkuð?“ „Skyttuna á Jungshoved?" Anauðugur maður, sem livorki ber skjöld né aðals- merki.“ „Hefur þá skjöldur eða aðalsmerki megn- að að vernda yður til þessa, náðuga frú?“ spurði Ib móðgaður. „En móðir mín góð!“ sagði Karen hressi- lega. „Segðu ekki þetta. Sveinn Gjönge er mín hetja, og allir tala um hann um þessar mundir. Æ, við skulum fara til lians, mig langar svo til að sjá hann, og ef til vill mun hann lijálpa okkur, þegar hann heyrir, hve illa við erum staddar." „Já, það gerir hann sennilega," svaraði Ib, og var ákveðinn sannfæringarhreimur í röddinni, „því að ég hef aldrei þekkt þann mann, sem gæti neitað ungfrú Karenu um neitt.“ „Hver var þá hinn maðurinn, sem þér höfðuð í huga?“ „Hans nafn þori ég ekki að nefna, fyrst þér höfnuðuð Sveini." „Segið það nú samt, Ib Abelsson,11 mælti Karen brosandi. „Þér getið sagt mér það.“ „Hinn er lítilfjörlegnr náungi, sem hefur orðið það Ijóst í dag, að hann er til einskis nýtur, sé Sveinn ekki með honum." „Það er víst þú sjálfur,“ sagði Karen bros- andf. „Já, náðuga ungfrú mín góð!“ sagði II) hlédrægur. „Það er ég sjálfur, því að ég þekki engan betri.“ „Við skulum þá fara og hafa tal af þessunr Sveini Gjönge,“ mælti frú Elsebeth. „í neyð sinni grípur maður jafnvel eftir hálm- strái.“ „Já, en það reynist engin björg í liálm- stráinu," sagði Ib. „Hér þarf traustari hand- festi en svo.“ Hefðarkonurnar riðu nú af stað, og Ib gekk með þeim. „Vilji náðug-frúin fara að mínum ráð- um,“ mælti Ib, „ættuð þér að ávarpa Svein blíðlega og gætilega. Hann getur stundum verið stuttur í spuna, og er svo ber undir, fer hann ekki í neitt manngreinarálit.“ „Eg vona þó, minn góði varðstjóri, að honum sé ljóst, hverja virðingu honum ber að sýna yfirboðurum sínum og háttsettum persónum,“ svaraði frúin yfirlætislega. „Einnig virðist mér, að við auðsýnum hon- um mikla hylli með því að fela honum mál- efni vort.“ „Ja, nei, nei,“ svaraði Ib brosandi. „Hann er því svo vanur löngu áður. Hans Hátign Kongurinn sendi meira að segja mann af stað í vetur til að finna Svein Gjönge og fela honum á hendur mikilvægt málefni ríkis- ins.“ „Jæja, og hvað gerði svo Sveinn?“ „Jú, Sveinn sendi manninn lieim aftur, þegar hann ætlaði að fara að segja lionnm fyrir, hvernig hann ætti að fara að.“ „Og það áræddi hann!“ hrópaði frúin upp forviða. ,,fá, sendimaðurinn ætlaði að leyfa sér ])að.“ „Nei, þorði Sveinn það?“ „O, Sveinn!“ sagði Ib hlæjandi. „Hann sagði við sendimanninn, sem var maður hárrar stéttar, að í næsta sinn sem konung- urinn og ríkisráðið liefði þörf fyrir sína hjálp, þá væri bezt fyrir þá annað hvort að treysta sér fyllilega, eða þá að svipast um eftir einhverjum öðrum. Að því loknu lióf- ust þeir handa, Sveinn og félagi hans, sem ég nefndi áðan. Þeir áræddu það, sem hinir höfðu ekki viljað hætta á, og Drottinn létti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.