Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 15
N. Kv. ÖÐRUVÍSI EN AÐRAR, OG ÞÓ. . . . 93 arlega sem ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir. — Eins og til dæmis, að þú fótbrytir þig í einliverri skíðabrekkunni, sagði Mary og hló við. — Já, ég get aldrei skilið í henni móður þinni, að hún skuli leyfa þér að stunda þess- ar íþróttir, sagði frú Lundberg og hristi höf- uðið. — Ég mundi verða með lífíð í lúkun- um á hverjum degi, ef ég vissi af Mary við slíkar æfingar. Já, það mundi verða taugum mínum ofraun. Ég er sannarlega glöð yfir að eiga dóttur, sem er viðráðanlegxi, bætti hún við og brosti góðlátlega. — Ég eftirlæt karlmönnunum að færa okkur íþróttavinningana, og læt mér nægja að dást að þeim, — skaut Mary inn í. — Ein- hverjir verða að vera til að gera það. Jæja, mamma, nú verðum við að flýta okkur. — Já, ég sem liefi pantað hárgreiðslu klukkan þrjú. — Þá pyntingu er ég að minnsta kosti laus við, — sagði Gréta og hló. — Já, þii ert hamingjusöm, — sagði Mary og andvarpaði lítið eitt. — En ég held að þín hárgreiðsla mundi ekki fara mér vel, — bætti hún við um leið, og hún renndi augunum að hárinu á Grétu. — Pig verð að vera á sama máli og Mary, — sagði frú Lundberg með tvíræðu brosi, sem kom Grétu til að roðna. Eftir að liafa kvatt frú Lundberg með tilhlýðilegri kurteisi hélt Gréta með saman- kfemmdum vörum áfram ferð sinni niður eftir götunni. Hún heyrði, að Mary kallaði á eftir henni. — Sjáuinst aftur á laugardag- inn kemur, — en hún leit ekki við. Jæja, svo að frú Lundberg þótti ástæða til að kenna í brjósti um móður hennar. En það var nú vissulega ekki eingöngu vegna þess, að lnin iðkaði íþróttir, líklega frekar það, að frú Bergmann átti svo ókvenlega dóttur, sem hafði ekki liinn minnsta áhuga fyrir klæðnaði sínum og útliti. Nú, jæja, svo að Mary vildi með ánægju láta piltunum eftir íþróttavinningana. Hvílík liáðung, hugsaði Gréta, og augu hennar skutu gneist- um. Eins og stúlka geti ekki staðið á skíðum, eins og karlmaður. Eða hafði hún ekki sýnt Juað, að vandalítið var að keppa við piltana. En Mary, sem var of löt til að vilja leggja mikið á sig, náði þess vegna aldrei neinum árangri; og Jregar Mary gat ekki verið sú fyrsta, dró hún sig í hlé. Þá vildi htin heldur reyna á annan liátt að öðlast aðdáun pilt- anna. Við þessa hugsun komu lítilsvirðing- ardrættir um munninn á Grétu. Gréta komst aftur í gott skap, þegar hún var komin í skólann. Margir af ungu mönn- unum í skólanum voru liennar klúbbfélag- ar, og þeir slógu þegar hring um hana til að heyra álit hennar um hvers árangurs hún vænti sér á skíðamótinu. Þegar hún hafði lokið tímunum, komu þeir til henanr, klöppuðu kumpánlega á öxi hennar og hældu henni. Jörgen, sem einnig var góður skíðamaður, sagði fullur aðdá- unar: — Það er ekki ein einasta stúlka í öllum Stenby, sem stendur þér á sporði, Rauð- hetta. Rauðhetta var uppnefni á Grétu frá skóla- árunum. Þegar hún var í neðri bekkjunum, kom Jjað ekki ósjaldan fyrir, að hún lenti í handalögmáli við þá stráka, sem uppnefndu hana, en nú stóð henni alveg á sarna um nafnið. Að öllu athuguðu skildist henni, að í Jdví fólust nokkurs konar gullhamrar. En meðan hún var lítil, hafði háralitur hennar valdið iienni mörgum tárum. Þá hafði Jrað verið hennar heitasta ósk, að hún fengi Ijóst, silkimjúkt hár. Mary þurfti að láta lita og liða á sér hárið, en þess háttar var Grétu ekki að skapi. Þegar Gréta kom heim úr skólanum, kom hún að móður sinni, þar sem hún var niður- sokkin í að athuga tízkublnð. Og án þess að líta upp úr Jieini, sagði frt'i Bergmann: — Ég var einmitt rétt í Jnessu að tala við ungfrú Nyman, og hún hefur lofað mér að

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.