Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 28
106 SVEINN SKYTTA N. Kv. gat unnið við fyrstu sýn, en skorti þann and- lega þroska, sem nauðsynlegur var til að geta haldið föstum, þó ekki væri nema einum af sigurvinningum hennar. í þessu athafna- leysi æsku sinnar hafði hún til uppbótar skapað sér ævintýralegan draumaheim, og þar hafði Sveinn Gjönge lengi verið draumahetja hennar. Hann hafði verið svo ólíkur öllum öðrum, bæði í sínu eigin og einnig hennar umhverfi. Hann var hugrakk- ur og kjarkmikill og ævintýralegur ofur- hugi, og auk þess ljómandi fallegur. Og það var einmitt það, sem vóg mest í hennar aug- um. Júlía Parsberg liafði þekkt Svein frá bernsku sinni og orðið þess brátt áskynja, hve hann tignaði hana og dáði. Æskuævin- týri þeirra var því orðið allgömul saga. En hún myndi hafa roðnað af blygðftn yfir sjálfri sér, hefði nokkurn grunað þessa tilhneigingu hennar og stungið upp á Sveini senr mannsefni hennar. Jafnvel þær stundir, sem Júlía var nrest skotin í Sveini, höfðu atlot hennar og trún- aður aldrei náð lengra en til liýrs auga, hlý- legs orðs og trausts og mjúks handtaks að skilnaði. Sveinn hafði ætíð verið feiminn og lilé- drægur gagnvart henni, og hann var sling- ari að verja sig gegn sverðshöggum og stung- um en gegn svörtum augum Júlíu. Honum hafði því ætíð orðið orðavant til að tjá lienni það, sem hún fyrir löngu hafði lesið í .svip hans og augum. En hún vildi nota sér ást hans og aðdáun til að stytta sér stundir í einverunni og bregða birtu og hlýju yfir tilveru sína. — Það var eins og Ib sagði við Svein eitt kvöldið: Júlía elskaði með höfði sínu, en ekki hjarta. Þegar Sveinn kom aftur heim í veiði- mannahúsið, var hann þögull og rólegur. Hann bældi niður tilfinningar sínar og breiddi yfir hugsanirnar kaldan kæruleysis- svip. En ól hann þó von í brjósti. Ástin slokknar sem sé ekki, þótt hún valdi örvænt- ingu, heldur styrkist hún og þroskast við kvölina. Sveinn beið nú í þrjá daga árangurslaust eftir að sjá Júlíu bregða fyrir, eða fá ein- hverja sönnun fyrir því, að hún rnyndi enn eftir honum. Fjórða daginn lagði hann af stað að heiman og fór til Jungshoved. Hann gat ekki lengur borið kveljandi efa sinn og vildi því fá vissu sína. Jörgen Reedtz hafði ætíð tekið Sveini með góðlátlegri virðingu. Á heimili lrans gleymdist auðveldlega, að skyttan væri skör lægra settur, hann var því fremur sem vinur en þjónn, og var því mjög eftirsóttur í út- reiðar og skemmtiferðir. Og að þessu sinni virtist lénsmaðurinn taka á móti honum með enn meiri hugul- semi og viðhöfn en nokkru sinni áður. Frétt- ir af afrekum hans á þessum slóðum höfðu fyrir löngu borizt út um allar sveitir, og í augum lénsmannsins urðu þau enn mikil- vægari og veglegii sökum náðar þeirra, er Sveinn hafði notið lijá konungi. Höfðu fréttir þessar borizt til Jungshoved með Lykke höfuðsmanni, sem kom í lieimsókn ásamt Körbitz riddara þegar eftir burtför Sparre ofursta. O geins og áður fyrr hittust þessir tveir aðalsmenn hér sem keppinautar í einu og sama erindi: að ná hylli hefðar- meyjar. Júlía Parsberg lét ekki sjá sig sem lnin var þó ætíð vön að gera, er Sveinn kom til hallarinnar. Og þó var henni kunungt um komu hans, þar sem hann lrafði séð lrenni bregða fyrir í glugga, er hann kom yfir vindubrúna. Sveinn kvaddi síðan og hélt af stað. Síðasta von hans var þorrin. Á heim- leiðinni brá hann sér inn í runna vinstra megin við stíginn fyrir neðan hallarbrekk- una. Veður var óvenju fagurt og hlýtt. Sól skein í heiði, og fínka og þröstur kvökuðu í skóginum. Sveini var kunnugt, að svona \ eður ginnti Júlíu oft út undir kvöldið. Og nú beið hann eftir lrenni. Lénsmaðurinn og Kai Lykke riðu burt

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.