Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 30
108
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
segi ég, að þér munuð svíkja liann, eins og
þér liafið svikið mig.“
Ákafi Sveins hleypti aftur upp í Júlíu og
hún svaraði yfiiiætislega og yppti öxlum:
,,() nei, Sveinn Gjönge! Eg hef ekki svik-
ið yð’ur, ég sveik aðeins sjálfa mig.“
Að svo mæltu reis Júlía upp frá bekkn-
um, hún kvadcli hann með tignarlegum
kulda og gekk síðan upp til hallarinnar.
Sveinn stóð örlitla stund og starði á eftir
henni. Því næst hélt hann af stað heirn á
leið.
Hann var bæði sorgbitinn og þungt liugs-
andi.
XXVII. Formœlandinn.
Morguninn eftir hittust þeir Sveinn og
Ib í kofanum í Ronekleif. Sveinn stóð við
gluggann og horfði á trén í skóginum. Ib
sat við borðið og hafði breitt út heilmikið af
prentuðum blöðum fyrir framan sig á borð-
ið. Blöð þessi voru rifin úr bók, og Ib
klippti úr þeim ýrnsa stafi, er hann síðan
raðaði saman í orð og límdi svo á blað með
klístri. Hann liafði sett upp eina af svuntum
Önnu Maríu til þess að bletta ekki fallega
einkennisbúninginn sinn, sem hann gekk
nú stöðugt í.
Hvorugur þeirra mælti orð, og þótti Ib
þögnin ærið óskemmtileg. Honum varð því
oft litið til Sveins, og tók honum þar sárt að
verða þess var, hve dapur hann var.
Er honum að lokum þótti þögnin óbæri-
leg, tíndi hann saman blöð sín, þurrkaði
bréf sitt fyrir framan arininn og mælti síð-
an:
,, Jæja, þá er ég nú búinn.“
„Hvað ertu að fást við?“ spurði Sveinn.
„Ég er að búa til kærustubréf til Ingu
minnar, svo að hún muni eftir mér. Viltu
kannske heyra, hvað ég hef sett saman
hérna?"
»J>“
„Ég elska þig svo innilega, elsku góða
vina mín. — Þetta ætla ég að senda henni
á morgun, og þá verður hún glöð.“
Sveinn svaraði ekki.
„Hvar er Anna María í dag?“ spurði Ib.
„Hún fór yfir í þorpið í gærkvöldi til að
vaka yfir sjúklingi."
„Æ, vertu nú ekki svona stúrinn! I.íttu
heldur á mig og gleddu þig við fallega eiu-
keunisbúninginn minn. Við tveir þurfum
ekkert að vera stúrnir.“
„Þú hefur ef til vill rétt að mæla, Ib.“
„Já, er Jtað ekki. Hver er Jiað annars, sem
hefur móðgað þig eða sært? Var kannske
ekki kóngurinn og hið háa ríkisráð nógu
artarlegt við Jrig Jrarna inni í Kaupinhöfn?"
„Jú, — langt fram yfir Jrað, sem ég hef
verðskuldað."
„Er jtá nokkur misklíð milli ykkar Önnu
Maríu?“
„Nei.“
„Þá hlýtur það að vera einhver snurða á
jjræðinum milli jn'n og hennar þarna uppi,“
sagði Ib og leit á Svein rannsóknaraugum.
— „Jæja, það er þá ekki J:>að,“ mælti hann,
er Sveinn hristi höfuðið. „O, sei-sei, jú,
mágur góður! Nú heldurðu, að Jrér takist að
leyna mig sannleikanum, en það dugir nú
ekki lengur. Það er skömm fyrir Jrig, að
bráðókunnugir skuli bera meira traust til
mín en Jdú. Kóngurinn áræddi að gera mig
að varðstjóra, en ]>ú áræðir ekki að trúa mér
fyrir sorg jtinni, Jjótt mér sé vel kunnugt
um hana áður. Nú langaði mig aðeins til að
komast að raun um, hve vænt þér þætti um
mig, þess vegna ginnti ég þig fyrst ofurlítið
áleiðis með allri lagni; en nú ætla ég að
segja þér sannleikann, að ég veit miklu
meira um þetta en ]i>ú sjálfur."
„Það var ekkert smáræði."
„Og nei, þú veizt aðeins ofurlítið af Jressu.
í gærkvöldi, er ég fann dyr þínar aflæstar,
læddist ég upp að höllinni til að afla mér
frétta. Inni í garðinum faldi ég mig, og Jrá
komu þau frú Elsa Parsberg og glæsiriddar-
inn herra Körbitz fram hjá, þar sem ég lá,