Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 34
112
SVEINN SKYTTA
N. Kv..
yðar, þar seni þér munuð ætíð hafa svo
mikla ástæðu til að virða hann.“
„Svo mikla ástæðu?“ endurtók hún.
,,]á, hvernig mynduð þér annars áræða
að trúa honum fyrir svo mörgum leyndar-
málum yðar? En þér vitið auðvitað, hvað
þér sjálfar gerið,“ mælti hann ákafur, „er
þér treystið mönnum eins og okkur, sem er-
um alltof lítilsgildir til að vera yðar jafn-
ingjar, en samt nógu máttugir til að halda
velferð yðar og lífi í höndurn vorum.“
„Sannarlega?“
,,]á, eins og við Sveinn gerum.“
„Nú segið þér mér sannarlega nýjar frétt-
ir og óvæntar og hafið samtímis í hótunum
við mig.“
„Nei,“ svaraði Ib rólega, „ég kom aðeins
til að hiðja, og fer nú þegar aftur, er mér
er orðið ljóst, að það stoðar ekkert.“
„Og þetta bréf?“ sagði Júlía og tók upp
bréfið, sem Körbitz hafði fært henni.
„Nú, jæja,“ svaraði Ib kæruleysislega.
„Það' var aðeins tæki til að ná tali af yður.“
„Hvernig hafið þér komizt yfir það?“
„Það er eins og ég sagði,“ svaraði Ib. „Ör-
lögin hafa liagað því þannig, að ég og skyld-
menni mín liöfum orðið handhafar að öll-
um leyndarmálum yðar, og bréfið það arna
sannar aðeins, að hann, sem þér nú veitið
þá náð, sem Sveini bar áður, hefur áður
viljað láta sér nægja langtum lítilmótlegri
hylli án þess þó að hlotnast hana.“
„Langtum lítilmótlegri?* ‘endurtók Júlía
æst, en reyndi þó að stilla sig.
,,]á, fátæk vinnukona. Hún neitaði bæn-
um lians og beiðni sökum þess, að henni var
það ljósara en Sveini, að það veldur ætíð að-
eins kvöl og kvíða í hvert sinn, sem vor stétt
leggur lag sitt við yðar stétt.“
„Hver var það?“
„Systir mín. Hún þjónaði á einum af
lierragörðum Kai Lykke, og var siðprúð og
heiðarleg stúlka og fríð sýnum. Svo gekk
Kai Lykke á eftir henni í laumi og gaf
henni gjafir og sló henni gullhamra, og er
hún vildi ekki láta að vilja hans, rak hann
hana burt úr vistinni. Vesalings stúlkan!
Hún var svo góð og frómlunduð, að böl
manna og andstreymi var henni einnig sorg-
arefni, og hún átti því ekki lieima hér hjá
oss, og Guð var því svo góður að taka hana
til sín.“
„Og þér hafið fleiri bréf en þetta?“ spurði
Júlía.
„O, sei-sei já,“ svaraði Ib og tók upp
bréfaböggul þann, sem hann hafði minnst á
við Önnu Maríu forðum. er hann sasrði
O
lienni frá sorglegum ævilokum systur þeirra.
Úr böggli þessum leitaði hann að bréfi
nokkru með rauðum krossi og rétti svo júlíu
það.
„Hérna sjáið þér bréf, sem er meira virði
en hitt.“
]úlía las bréfið.
Það var þetta bréf, er síðar varð svo ör-
lagaríkt fyrir Kai Lykke. í því reyndi hann
að láta skína í kvennahylli sína, og að jafn-
vel voldugasta kona landsins hefði ekki neit-
að honum um þá hylli, er hann nú sóttist
árangurslaust eftir hjá Soffíu Abelsdóttur.
„Þér skiljið sennilega, við hvaða konu
höfuðsmaðurinn á, og yður mun ljóst,
hvernig þessu myndi tekið af hinni háu
frú.“
„Ég skil bara, að það mundi kosta þig líf-
ið, kæmist þetta upp.“
„Þér meinið víst líf hans,“ svaraði Ib.
„Ég hugsaði einmitt það sama. Bæði líf hans
og heiður yðar liggur þannig í okkar
hendi.“
„En ég ætla að halda bréfinu því arna,“
sagði Júlía og lagði í flýti hvíta hönd sína
olan á bréfið.
Ib steig feti nær henni og sagði ákveðið,
um leið og hann lagði stóran hramm sinn
yfir hönd henanr: „Nei, það gerið þér ekki.“
Júlía hörfaði undan.
„Þess gerist heldur ekki þörf,“ mælti Ib
og stakk bréfinu á sig. „Ég hef varðveitt
bréf þessi hingað til og get gert það frarn-