Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 25
:n. Kv.
BÆKUR
103
Eggert Stefánsson: Lifið og ég
II. ísafoldarprentsmiðja. Rvík
1952.
Annað bindið af sjálfsævisögu Eggerts
Stefánssonar er nýkomið út. Segir hann þar
frá heimför sinni frá Ítalíu og dvöl heima í
Reykjavík 1920, vetrardvöl í Berlín, söng-
sigrum í Reykjavík 1922, ferðalögum á ís-
landi og loks Ameríkuför. Ævisaga Eggerts
hefur verið kölluð „íslenzkasta bók ársins“,
er það rétt að því leyti, að bókin er gegn-
sýrð af ást á íslandi og öllu því sem íslenzkt
er. Höfundur fyrirgefur það sem miður fer,
þótt hann sjái gallana, en er hrifinn af hinu
og dáir íslenzka náttúru, svo að fáir hafa bet-
ur gert. En á hinu leitinu er ævisaga Egg-
ert óíslenzka ævisaga, sem nokkur íslend-
ingur hefur skráð. Hvarvetna mætir þar les-
andanum maður, sem hefur laugað sig í
lindum menningarinnar, sem gefið hefur
honum víðari yfirsýn en títt er um landa
vora. Yfir hverri síðu bókarinnar leikur
suðrænn blær og sólhlýja. Af því þessar and-
stæður mætast svo greinilega verður bókin
óvenju hugðnæm aflestrar. Og þótt lesanda
þyki höf. stundum vera nokkuð uppi í skýj-
unum fyrirgefst honum það, og fæstir munu
leggja bókina frá sér fyrr en að loknum
lestri, og bíða framhaldsins með eftirvænt-
ingu. Það er triia mín að ævisaga Eggerts
Stefánssonar verði langlíf í íslenzkum bók-
menntum. Hún er eitt þeirra ævintýra, senr
gerzt hafa með þjóð voni um karlssoninn,
sem fór út um lönd, og gæfudísimar leiddu
heim í kóngsríki og gáfu honum þar glæstar
lendur.
Ingólfur Davíðsson: Litmyndir
af íslenzkum jurtum. ísafoldar-
prentsmiðja. Reykjavík 1952.
Fyrsta hefti myndasafns þessa kom út fyr-
ir nokkrum árum. í þessu hefti eru 22 lit-
myndir algengra íslenzkra plantna. Nú hef-
ur verið horfið að því ráði að nota nær ein-
göngu teikningar í stað ljósmynda í fyrra
heftinu. Er það til stórra bóta, til þess að
þekkja plönturnar eftir. Eru myndirnar
teknar eftir hinu ágæta riti: Billeder af
Nordens Flora, sem er ágætast myndaverk af
plöntum, sem út hefur komiðáNorðurlönd-
um. Mætti prentun sumra myndanna þó
vera betri. Mistök hafa orðið um myndina
af þúfusteinsbrjót, sem ekki er af þeirri teg-
und, heldur af kornasteinbrjót, sem einung-
is hefur fundizt á einum stað hér á landi.
Vafasamt er, hvort rétt hefur verið að birta
Maríustaksmyndina, Jrar sem hún er ekki af
neinni íslenzkri tegund. Stuttir og greina-
góðir textar fylgja myndunum. Myndasafn
þetta er hinn ágætasti fengur fyrir alla sem
unna blómum og gróðri, og mikils virði
fyrir skóla og kennslu. Hver skóli ætti að
eiga mörg eintök þeirra til afnota við
kennslu.
Erla Þórdis Jónsdóttir: Bernska
í byrjun aldar. Reykjavík 1951.
ísafoldarprentsmiðja.
Þetta er unglingabók og lýsir lífi og at-
höfnum unglinga, einkum í Reykjavík í
byrjun þessarar aldar. F.nda þótt söguefni
sé ekki stórt né skáldskapur mikill á fæstum,
þá er þetta aðlaðandi barnabók, og hefur
einkum gildi sakir þess, að þarna er lýst
horfinni tíð og háttum, að því er virðist af
hófsemi og á réttan hátt.
Jack Londin: Óbyggðirnar kalla.
Ólafur Friðriksson íslenzkaði. —
Isafoldarprentsmiðja.
Þetta er saga af gulllandinu Klondike,
eins og fleiri sögur höf. En sögulietjan
er hundurinn Buk. Frásögnin er lifandi,
lýsingarnar á tilfinningum og hátterni
hundanna svo sannfærandi, að lesandinn
sér þá fyrir sér og fylgist með þeim í þraut-
um þeirra, sigrum og ósigrum eins og um
inenn væri að ræða. Mun öllum, sem dýrum
unna, þykja fengur í þessari bók.
St. St.