Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 17
-N. Kv. ÖÐRUVÍSI EN ,\ÐRAR, OG ÞÓ. . . . 95 bæði ultu um koll, og augu og munnur Grétu fylltust af snjó. Þegar hún gat aftur litið upp, sá liún fyrir sér lititekið andlit og tvö grá augu neðan við dökka loðhúfu. — Þér hafið vonandi ekki meitt yðtir? sagði rödd, sem Grétu féll mæta vel í geð. — Þeirri spurningu get ég ekki svarað, fyrr en ég hef stigið í fæturna. — Þetta var skynsamlegar svarað, en hægt var að l)úast við af ungri stúlku sem yður, sagði ungi maðurinn glaðlega. Gréta vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið og sat áfram í snjónum. — Hvað vitið þér um mig? — Margt og mikið, sagði ungi maðurinn hlæjandi, og strauk mikla, Ijósa hárið aftur frá enninu. — Ég hef séð yður á skíðum hina síðustu morgna. Og ég hef tekið eftir því, að þér hafið fullkomið \ald yfir þeim. Og eftir því, sem ég hef heyrt, eruð þér sagð- ar eftirlætisgoð allra á þessu mikla skíða- móti, sem halda á að hálfum mánuði liðn- um. — Svo framarlega sem þér hafið ekki komið í veg fyrir það, sagði Gréta og gretti sig, því að hún vildi láta það líta svo út, að hún gæli þessum gullhömrum engan gaum. — Ég vona sannarlega, að það hafi ekki komið neitt fyrir yður, sagði ungi maðurinn og rétti henni höndina, til þess að hjálpa henni á fætur. Bæði röddin og augnatillitið greindu frá, hversu honum var órótt. Gréta stökk upp til þess að ganga úr skugga um, hvort hún hefði meitt sig. Ann- að hnéð virtist dálítið aumt, að öðru leyti var ekkert að henni. Ungi maðurinn varp öndinni feginsamlega. — Getum við ekki orðið samferða inn í bæinn? spurði hann, allt að því auðmjúkur, þegar hann rétti henni skíðastafinn, sem hún hafði misst. — Þolinmæði fyrirfinnst ekki á meðal ódyggða minna, sagði Gréta brosandi, — og þar að auki var þetta eins mín sök. — Ef til vill! Þér eruð sannarlega mjög óhlutdrægar af stúlku að vera. — Af stúlku að vera. Þessi setning vakti þegar vígahug hjá Grétu. Hún leit framan í förunaut sinn og sagði dálítið þrákelknis- lega: — Hví skyldi ekki stúlka hafa sömu tök á að nota skynsemi sína eins og piltur? — Unt möguleikana veit ég ekki, hvað segja skal, en hinu vil ég halda fram, að mér virðast ungu stúlkurnar nú á dögum að því leyti ekki nota tækifærin sem skyldi. Stúlk- ur beita svo sjaldan rökum. En þér eruð sjálfar ef til vill undantekning frá reglunni. — Já, nú hafið þér gert mér það ókleift að bera hönd fyrir höfuð kynsystra minna, sagði Gréta og hló við. — Það er nákvæm- lega sarna eins og að rétta hundi kjötbein til að lialda honum í skefjum. Hún leit snögglega á úrið sitt og sagði svo dálítið stúrin: — Jæja, nú hef ég staðið hérna og masað við yður, svo að ég get ekki komið í tæka tíð til að máta á mig nýja kjólinn minn fyrir morgunverð. En það gildir einu, því að mér er meinilla við að máta kjóla. — Ég hélt nú einmitt að stúlkum þætti vænt um nýja kjóla, sagði ungi maðurinn dálítið ertnislega. — Má vera. Ég er ef til vill aftur undan- tekning frá reglunni. Ég vil helzt af öllu ætíð ganga í buxum með síðum skálmum; en það á sjálfsagt ekki við í danssal. — Auðvitað ekki. En þar Iveld ég að þér munduð verða töfrandi, ef þér klæddust kjóli úr léttu, sægrænu efni. Mig minnir efnið, sem gerir ungar stúlkur svo kvenleg- ar, heiti Tyll. — Að ég verði kvenleg? Nú gerið þér gys að mér, sagði Gréta og gretti sig. — Geri gys? Hví þá það? Ef þér eruð ekki kvenlegar, nteð slíkan vöxt og yfirbragð, að ég nú ekki tala um hár yðar, þá veit ég sann- arlega ekki, hver gæti talizt kvenleg. Þér

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.