Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 41
N. Kv. SVEINN SKYTTA 119 „Ánauðugur!" endurtók riddarinn og skildi ekki almennilega merkingu orðsins. „Það er að segja, að þér eruð þá ekkert skyldar honum?“ Sveinn brosti og þagði framvegis. „Hann er þjónn,“ sagði frúin, „og við leyfðum honum að ríða samhliða okkur sök- um þess, að hann gumaði af því að hann gæti verndað okkur gegn móðgunum þeim og dónaskap, er við óttuðumst, að við kynn- um að mæta á leiðinni." „Jæjá, sé svo,“ sagði riddarinn, „þá hef ég góða samvizku, og ég er að hugsa um að taka báðar þessar litlu kvenpersónur með mér, hina ungu vegna snoppufegurðar, og þá gömlu vegna fallegu fatanna, sem hún ber. Þér skuluð vera vottar mínir, góðu menn, þegar félagar mínir koma, að ég hef gert þær báðar upptækar.“ „Hvað hafið þér gert af félögum yðar?“ spurði Ib. „Ja, ég skil ekkert í, hvað tefur þá,“ svar- aði riddarinn og stöðvaði hest sinn og leit aftur. „Við riðum fjórir saman út úr þorp- inu, en ég lilýt að vera kominn á undan þeim. Uss, þegiðið! Ég heyri einhvem kalla inni í skóginum, þar eru þeir víst að koma.“ Niðri á skógarveginum komu nú þrír riddarar ríðandi í hægðum sínum og sungu hástöfum. „Hve margir voruð þið alls, er þið lögðuð af stað frá Vordingborg?" spurði Sveinn. „Fyrst vorum við tólf, en höfuðsmaður- inn lét fjóra okkar svipast um hérna í ná- grenninu, en reið sjálfur til herrasetursins, því að þangað var förinni heitið.“ „Tólf!“ tók Sveinn upp aftur og einnig Ib, báðir í einu, og liorfðust í augu. „Hinn snjalli og mæti höfuðsmaður vildi, að við skyldum allir vera glaðir og fá okkar hluta í herfanginu. Ef þér vilduð nú þókn- ast mér, góða gamla kona!“ sagði hann og greip í tauminn á hesti frúarinnar, „Jdú haf- ið þér vonandi ekkert á móti því, að við bregðum okkur hérna inn á bak við trén, meðan ég færi yður úr fallegu kápunni yðar og geng frá lrenni, áður en félagar mínir reka augun í hana. Upp á æru og trú, þegar þeir sæju Jænnan dýrmæta klæðnað yðar, myndu Jaeir tína af yður hvert plaggið eftir annað, svo að loks myndi ekkert vera eftir handa mér. Komið þér nú, gamla mín, kom- ið nú!“ sagði liann og kippti í taum hestsins. „Þessu skal verða lokið í hvelli, og þér skul- uð svo fá karlmannskufl til að bregða yður í til bráðabirgða.“ Frúin mændi bænaraugum á Svein Gjönge. Hræðslan hafði að lokum bælt nið- ur stolt hennar og særilæti, og hún mælti: „Ætlið þér ekki að hjálpa mér, Sveinn?“ „Þér eruð frú Elsebeth Buchwald á Höf- dingsgaard," svaraði hann, „og þér eigið því að leita hjálpar hjá hinum háa aðli, en ekki hjá ánauðugum.“ „Æ, góði Sveinn Gjönge! Þér megið ekki misvirða orð mín og telja mér þau til ámæl- is!“ hvíslaði hún grátandi. „Náðuga frúin gleymir sér gagnvart ókunnugum," mælti Sveinn, „þjónn og ánauðugur getur ekki verið „yðar góði“, og sú vernd, sem ég hét yður, var aðeins skrum og skvaldur." „Komið þér þá ekki?“ kallaði riddarinn, sem var að ríða af stað. „Ég get bjargað yður,“ sagði Ib, „ef þér viljið játa öllu, sem ég segi, og kannist við allt, eftir því sem orð kunna að falla.“ „Ó, Guð minn góður! Ég skal gera allt, sem Jaið heimtið af mér.“ „Þá er allt gott,“ mælti Ib. „Þá getur maðurinn komið.“ „Jæja, riddari minn góður!“ sagði Ib. ,,Nú hættum við þessu þvaðri, og frúin þarna fer alls ekki með yður.“ „Hvað segirðu lagsmaður! Hver ætti að aftra því?“ „Ég er eiginmaður náðugrar frúarinn- ar.“ „Þér getið bara spurt hana sjálfa.“

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.