Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 10
88
VALGERÐUR
N. Kv.
þú varst að segja urn mig.“ Hún gekk fast
að honum: „Veit pabbi þinn nokkuð? Mér
heyrðist þú nefna hann. Og hann var svo
þungbúinn, þegar hann konr út frá þér
áðan.“
„Ónei, hann veit ekkert og má ekkert
vita fyrst um sinn. Allt hefur sinn gang og
tíma. En nú verðurðu að lrorga mér það,
senr þú heyrðir af eintali nrínu, með reglu-
lega góðum kossi!“ Hann gi'eip hana í faðnr
sér, og hún rétti fram rjóðar varimar með
innilegri blíðu og trúnaðartrausti.
I fyrsta sinn á ævinni fann Skúli til sanr-
vizkubits: Þetta saklausa barn ætlaði hann
■ að svíkja, og ósjálfrátt hratt lrann henni frá
sér. Hún leit á hann hálfforviða. „Það er
einhver að koma,“ hvíslaði hann og gekk
út að glugganunr, en hún snreygði sér létti-
Iega fram fyrir. Þar var enginn maður sjáan-
iegur náiægt.
A laugardaginn konr snrádrengur nreð
bréf til Vaigerðar og sagðist eiga að taka
svar við því. Hún lét hann koma inn í her-
bergið og las síðan bréfið. Það var frá Jens-
sen kaupmanni, og í því bað hann Valgerði
að gera sér þá ánægju að koma heinr til sín
í kvöld klukkan átta og drekka kaffi með
sér og nokkrunr góðvinum sínunr, sem ný-
konrnir væru. Þetta væri fyrsta bón sín til
liennar, og vonaðist hann til, að hún þekkt-
ist hana.
Valgerður leit til drengsins. „Eru nokkrir
gestir konrnir í kaupmannshúsinu?" spurði
hún hann svo.
„Já, sýslumannshjónin og sonur þeirra,“
svaraði drengurinn.
Valgerður leit aftur á drenginn unr hríð,
tók síðan pappírsörk og skrifaði: „Ég nrun
koma, láti enginn sjúklingur vitja nrín
til næturvöku. — Aíeð þökk og kveðju,
Valgerður." Síðan stakk lrún nriðanum í
umslag, skrifaði utan á það og fékk síðan
drengnum og rétti lionum unr leið epli fyrir
ónrakið.
Er lrún var ein á ný, velti liún þessu fyrir
sér og hugsaði sem svo: „Það býr sennilega
eitthvað sérstakt undir þessu heimboði
núna, og tæplega getur það staðið í nokkru
sambandi við komu sýslumannsins. En það
þýðir víst ekki að reyna að ráða þá gátu að
svo stöddu,“ og Valgerður tók aftur saum-
ana, er hún liafði lagt frá sér.
Sýsluinaðurinn og Jenssen sátu í skrif-
stofu lians. Þeir liöfðu verið að ræða um
verzlunarmál og voru í bezta skapi. Sýslu-
maður tók bréf Valgerðar, sem lá upprifið
á borðinu, og leit á utanáskriftina.
„Ja hérna, vinur minn, ertu þá hér með
bréf frá ungri stúlku? Þú ert þó aldrei að
hugsa um að skipta á ráðskonu og — eigin-
konu?“
Jenssen brosti: „Nei, það er nú langt frá
því. En hvernig ferðu að sjá, að bréfið sé
frá ungri stúlku?"
„Það er nú fljótséð,“ mælti sýslumaður,
„og meira að segja get ég sagt þér nokkuð
um skaplyndi hennar: Hún hefur nokkuð
öra, viðkvænra lund, en járnfastan vilja, svo
að hún verður tæplega höfð ofan af því, sem
hún ætlar sér.“
„En þú sérð þó vænti ég ekki á skrift-
inni, að hún sé kvenna fríðust og vel fjáð?“
spurði Jenssen og glotti íbyggilega.
„Nei, nú gerirðu mig forvitinn," mælti
sýslumaður, „en mig fer að langa til að sjá
og kynnast þessari, sem Jrú ert svona lirif-
inn af.“
Jenssen hló borginmannlega: „Innan
fárra mínútna mun þér veitast sú ánægja.
Hún er nýja hjúkrunarkonan okkar Skaga-
búa og kemur hingað í kvöld.“
Sýslumaður néri saman höndum: „Það er
fyrirtak," mælti hann. „Hún er máske heit-
mey Skúla sonar Jríns?“
„Ekki er það nú ennþá opinberlega. En
Jiau eru góðir vinir, svo mikið er víst.“
„Ég gratúlera af heilum hug!“ rnælti
sýslumaður. „En nú skulum við fara að