Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 9

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1952, Blaðsíða 9
N. Kv. VALGERÐUR 87 sen leit clrýgindalega til Önnu, um leið og Jiann settist niður. „Er það hjúkrunarkonan?" „Já, einmitt liún. Hún er ung og fríð og stórrík, eftir því sem gerist með kvenfólk." „Það er nú nrikið gott, en ekki er ég hrifin af henni, og ég lief alltaf liugsað mér lijúkrunarkonur sem allra leiðinlegustu manneskjur. En veiztu riokkuð, ltvernig Skúla lízt á liana? Því að undir því er allt komið." „Ég lief nú ekki spurt hann að því, en sé samt, að svo muni vera. Ég hef nokkrum sinnum séð þau á gangi saman, og gæti bezt trúað, að það væri meira að segja komið vel á veg.“ „Þá lield ég ekki þurfi að óttast þetta ólukku bréf, því að varla kemst þetta strax í alla. En auðvitað væri bezt, að þau væru opinberlega trúlofuð, áður en nokkuð kvis- aðist.“ „Já, það þætti mér líka. — En hvernig ætti að koma þessu í kring? Hafa ofurlítið boð Jiérna á lieimilinu og snúa því síðan upp í trúlofunargildi?“ „Já, það væri ekki svo vitlaust, bjóða til dæmis sýslumanninum okkar og frú hans og syni, og svo hjúkrunarkonunni, — við skul- unr segja næsta laugardag. En þú verður að undirbúa Skúla með þetta!“ „Já, ég tauta yfir honum, ekki skal það vanta. Hann er vanur að fara að mínum orðum, enda held ég honum sé það fyrir beztu.“ „Já, ég held nú það. Þín ráð reynast víst ætíð bezt, hvar sem þau korna fram.“ Anna stóð upp, tók saman bollana á borðinu og gekk síðan fram með stól Jenssens á leið- inni fram. Hann stóð einnig upp og laut henni: „Þakka þér nú fyrir kaffið og samtalið." Hún leit: á liann brosandi og þau kysstust mnilega. Anna var ekkert að roðna við sv°na lit.il vinahót, þau voru svo algeng úr þessari átt. Skúli var einn í herbergi sínu eftir sam- talið við föður sinn. Hann gekk um gólf, fölur og óstyrkur. Aldrei áður hafði faðir hans verið jafn þungorður, og aldrei hafði honum sjálfum fallizt meira til um neinar fréttir. Hvers vegna hefði honum ekki verið gefin harka og hyggindi föður sins? Nei, hann hefði líklega erft veiklyndi og stað- festuleysi móður sinnar, því að þannig sagði faðir hans honum, að hún hefði verið. En gömul kona hafði eitt sinn sagt við hann: „Þú ert víst blíðlyndur, Skúli minn, eins og blessunin hún rnóðir þín sálaða.“ Og kannske hefði það verið ólán hans, að hún fékk ekki að vera með honum til full- orðinsára og sýna honum þá ástúð, sem hann hafði alltaf farið á mis við lijá föður sínum, og blíðlyndi hans því birzt í alls konar vitleysu. Gunna Karls! Sú var sleip að taka af honum skriflegt vottorð um, að hann væri faðir að barni hennar, sem hann hélt þá að væri alls ekki til. Já, hún var honum slungn- ari og hafði víst aldrei búizt við, að hann mundi giftast sér. Það var allt öðru máli að gegna með Ellu. Hún var þess fullviss, og samt hlaut það að bregðast. — Hann barði hnefanum í borðið og tautaði hálfhátt: „Ég skal nú samt eiga Ellu,“ en hvíslaði svo lágt á eftir: ,,— ef ég missi af Valgerði; en það verður nú ekki, sem betur fer. Pabbi gandi lætur það ekki dragast úr höndum sér, sem liann ætlar að klófesta." Hann hrökk upp við ofurlítið þrusk fyrir framan og sá, að hurðin var ólæst, og nú opnaðist hún alveg, og Ella kom inn til hans með bók í hendi. „Hérna er bókin, sem þú lánaðir mér. En ertu nú farinn að tala við sjálfan þig og hefur mig að umtalsefni?" Hann horfði á hana rannsóknaraugum: „Og stendur þú á hleri, þegar ég er að tala við skynsaman mann?“ Svipurinn var glett- inn og hálfögrandi. „Til allrar hamingju heyrði ég ekki, hvað

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.