Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1959, Síða 28
14 SKÖPUNARSAGA SLÉTTUFYLKJANNA í CANADA N. kv. sem nú eru steinrunnin, eru skrásettir at- burðir, er þá gjörðust og hve lengi hvert tímabil stóð; þau telja, hve lengi hvert flóð varaði og hve mörg þau voru. Lög þessi geyma steingervinga, sem sýna eins og kennslubók með myndum, hvaða dýr og hvaða plöntur voru uppi á hverjum tíma. Hvert jarðfræðjtímahil er augljóst markað með komu nýs flóðs, sem flest hafa á ein- hvern hátt stuðlað að því að skapa landið eins og það er í dag. Síðari tímabil framleiddu Klettafjöllin. Þau settu fast form á veðurfar, sem jafnaði gróðurmoldinni. Mismunandi fyrri tímabil skildu eftir til rninja „dinosaura“ beinagrindur í Reed Deer héraðinu, gull í Plin Plan, úraníum í Atabaska, kol í Drumhellerdalnum og olíu og gas í Letuc. Alherta og Saskatchewan eru í dag sam- steypa jarðfræðilegra myndbreytinga, sem hafa gengið í gegnum mörg tímahil í sögu landsins. Ef til vill er nauðsynlegt, til að byrja með, að átta sig á hinum óramörgu árþús- undum í jarðfræðisögunni til þess að skilja þróun vesturlandsins að fullu. Fyrir rúmlega tvö hundruð árum komu hjnir fyrstu landnemar til Canada. Þá er al- mennt talið, að saga þess hefjist, en þetta land hafði þá verið til í mismunandi mynd- nm um aldalöng tímabil, en hvað lengi? Setjum svo, að við tækjum Robson fjall- ið sem dæmi, það er 1300 feta hátt, efsti tindurinn oftast hulinn þoku; látum hæðina tákna aldur berghellunnar, sem landið hvíl- ir á, tökum síðan pappírshlað og leggjum ofan á fjallstoppinn, þá eru hlutföllin þessi: ljallið táknar aldur basalthellunnar, en pappírsblaðið tímabilið síðan hinir fyrstu hvítu menn stigu fótum á landið. pirn oint-onv.pr.o-o vill til. pð hin nviiiatn vísindi, sem framleiddu atómsprengjuna, geta nú sannað aldur herglaga í jarðskorp- nnni. Samtímis því, að Canada er frá sögu- legu sjónarmiði hið yngsta land í heimi, er það elzt jarðfræðilega skoðað. Með skilningi á úraníum fannst hin ein- kennilega, svokallaða rafmagnsklukka, sem mælir tímann í milljónum ára í stað klukku- stunda. Með henni er sannað, að úraníum breytist í hlý á 7600 milljónum ára; þegar þessi mæling er fundin, kemur í ljós tíma- bilið frá því hið sama úraníum, umlukt og blandað ýmsum bergefnum, yfirgaf hin glóandi iður jarðar, til þess tíma, er það öðlaðist það form og eiginleika, sem það iiefir nú í dag. Samkvæmt þessari rannsóknaraðferð eru elztu berglög í Afríku 3 billjón ára gömul, þar næst að aldri eru önnur í Kirkland- vatni í Ontaríó, 2500 milljón ára; hin þriðju í röðinni eru samkvæmt rannsóknar- stofunni í Ottawa klettar við Winnipegvatn, 2300 miRjón ára gamlir. Þessi tegund bergs er á máli jarðfræðinn- ar nefnd „pre Cambrian“ eða: „áður en líf hófst“, vegna þess að þar hafa engir stein- gervingar neinna dýra fundizt. Saga vesturlandsins byrjar því fyrir 2300 milljónum ára, en fjóra fimmtu hluti þess líma verið eyðileg og gróðurlaus kletta- auðn, sundurrifið af gjám og gígum, er spúðu logandi bráðnu grjóti, samfara ægi- legum jarðskjálftum. Ekki er fyllilega ljóst, hverjar hamfarir þar skeðu á þessum eilífðar tíma til baka, vegna þess að rannsókn vísindamanna nær inn í myrkur fortíðarinnar, aðeins um 500 milljónir ára tímabil, nema í stórum aðal- dráttum, en á þessum tíma er talið, að hið ieyndardómsfulla og líflausa „Cambrian“ tímabil endi. Á bes=um tíma var Norður-Ameríka mik-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.