Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 17
N. Kv. UM AUÐNIR OG ÁRHEIMA 135 sem hún iellur all þröngt. Mundi hann geta orðið traust undirstaða brúar, ef byggð yrði þarna. En líklega verður nokkur bið á því, þar eð hún kæmi fáum að notum. Ég stikla áfram eftir stórgrýtinu, og varð sums staðar að þræða fyrir hraunvik og voga, sem áin hefur myndað, og sækist frem- ur seint. Og betur hafa þau stikað niður með Jökulsá vestan rnegin, Grettir Ásmunds- son, með heimasætuna frá Garði við hönd sér, er þau fóru á einu dægri sunnan frá Herðubreið og norður til selja Keldhverf- inga, — að ekki sé nefndur Oddur í Hraun- höfn, sem hljóp á einni nóttu norðan úr Öx- arfirði og suður í Þjórsárdal. — Já, þjóð- trúin og skáldin áttu sínar hraðferðir löngu íyrr en þær urðu almenningseign. Eftir hartnær fjögurra stunda göngu fór ég að heyra þungan nið úr norðurátt. Vissi ég þá að ég var að nálgast Dettifoss, enda hjó í hamrabelti ekki langt undan, sem ég hugði að vera mundi í nánd við hann, og reyndist það rétt vera. Þar sem ég gekk undan vindáttinni, og hafði gnauðið úr ánni við hlið mér, þá heyrði ég síðar en mátt hefði vænta dyninn írá fossinum, þennan magnþrungna, eilífa fallnið, sem í senn er hávær, en þó svo und- arlega hljómvana og hás, sem berst að eyr- um manns, og blandast öræfaþögninni í þægilegu jafnvægi fyrst í stað, en með vax- andi þunga og þverrandi kyrrð eftir því sem nær dregur þessurn miklu dynheimum, unz orðin megna ekkert, hvorki að radd- styrk né lýsingarháttum á þessu fágæta fyr- irbæri. En Dettifoss er ekki einn að verki hér. Innan stundar kom ég að fossi einum, sem sjaldan er nefndur, enda af fáurn séður, en er þó vissulega sjónarverður við sérstök skil- yrði að minnsta kosti. Nefnist hann Selfoss á nýrri kortum. Hæð hans mun ekki vera nema um 14 til % af fallhæð Dettifoss. Nokkur hluti vatnsins fellur þarna nið- ur í langa, en all krappa þró í miðri ánni, og fer hún dýpkandi til norðurs. Hinn hlut- inn rennur áfram með stríðum straumi norður bakkana beggja megin, sem eru breiðar, flatar og slípaðar klappir, en lóð- réttir hamraveggir halda að þrónni, og fara þeir hækkandi að sama skapi sem hotn henn- ar lækkar norður. Steypist svo vatnið fram af þeim beggja vegna frá niður í álinn á leið sinni norður eftir, unz það er tæmt, urn 65—70 mtr. a. m. k. frá þróarfallinu. Þó mun þurfa nokkurn vöxt í ána til að sam- felld buna verði á þessari leið, en þegar svo er, þá er þarna um að ræða allt að 140 mtr. breitt skeifumyndað fosshaf. I þetta sinn íór aðeins lítið vatn út austurbakkann, enda mun lítill vöxtur hafa verið í ánni. Þó að augljóst væri nú orðið, að ég mundi lenda í tímaþröng með dagsverkið, þá eyddi ég samt nokkurri stund til að virða þennan foss fyrir mér. Frá þessum stað mun vera um U/2 km. út að Dettifossi. Þegar þangað kom var klukkan langt gengin 8. Dettifoss hafði ég áður séð, og stóð því stutt við þar. Má þó lengi virða hann fyrir sér, þennan jöfur íslenzkra fossa. Fjölmarg- ir hafa séð hann, því bílfært hefur verið að honum á annan tug ára. Og nú hefst Jökulsárgilið, hið nresta hamragil á Islandi. Nær það óslitið sunnan frá Dettifossi og norður að þjóðveginum við Jökulsárbrú í Öxarfirði eða allt að 30 krn. vegalengd- Alla þessa leið heldur það vexti sínum og stolti, þótt ekki sé það alls staðar jafn stórbrotið. Það er ekki ætlan mín að lýsa þessum heimkynnum Jökulsár, enda ekki á mínu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.