Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Síða 22
140 N. Kv. Björn R,. Árnason: $ökku- O0 Sjfðro-Hvorfs-flettir Á ofanverðri 18. öld og til ársins 1810, bjuggu á Sökku í Svarfaðardal hjónin Jón Jónsson og kona hans, Þórunn Þorvaldsdótt- ir. Okunn er mér ætt Jóns Jónssonar, en Þór- unn var einn af mörgum afkomendum Þor- valdar Hríseyings Gunnlaugssonar, er lengi íraman af ævinni bjó í Hrísey, og eftir það við hana kenndur, en síðast hjó hann í Fagraskógi við Eyjafjörð, og víst er það, að þar bjó Þorvaldur Hríseyingur mann- talsárið 1703 og þá talinn 99 ára gamall. Gunnlaugur faðir Þorvaldar drukknaði í skreiðarfcrð á Grímseyjarsundi og þá ekki gamull maður. Þorvaldur Hríseyingur var þríkvæntur og átti mörg hörn með konum sínum. Er sá ætt- bálkur mikill, enda víða dreifður og margt þeirra ættmanna, konur og karlar, verið og reynzt liæfiléika- og atgervisfólk. Er og í sögnum að Þorvaldur gamli Hríseyingur væri um flest hinn mesti garpur. Hin svo- r nefnda Krossaætt af Arskógsströnd er ein grein af ætt Þorvaldar Hríseyings Gunn- laugssonar, og er stutt frá að segja, að á síðari tímum hafa risið á leggina meðal þeirra frænda yfirburðamenn um andlegt og líkamlegt atgervi, svo sem skáld og rit- höfundar, hagleiksmenn og srniðir, skip- rtjórar og sjófaramenn miklir, atorkusamir bændur og konur og karlar, búið lífsþrótti miklum, einhug og þori. Ekki er mér kunnugt um, hve mörg voru börn' þeirra Sökku-hjóna, Jóns og Þórunnar, En fyrir víst voru 2 synir þeirra, er upp komust, Rögnvaldur og Halldór. Rögnvaldur bjó á Sökku eftir foreldra sína. Kona h^ns var Sigurlaug Jónsdóttir. Sonur þ'eirra var Jóhann Rögnvaldsson, er mjög lengi bjó á Sökku, eða um 40 ára skeið. Hann átti Ástríði Hallgrímsdóttur frá Hámundarstöðum. Nokkur voru börn þeirra, þó ekki vrðu öll gömul. Eitt þeirra var Sig- urlaug, er átti fyrst Þorvald á Krossum á Árskógsströnd og síðar Gunnlaug Jónsson, skipstjóra, báðir bændur á Krossum. Jó- hann Rögnvaldsson og kona hans Ástríður Hallgrímsdóttir, voru ætíð talin í röð helztu búenda í Svarfaðardal. lÉess er hér að framan getið, að Rögn- valdur Jónsson'byggi á Sökku eftir þau for- eldra sína, Jón Jónsson og Þórunni Þor- valdsdóttur Halldór Jónsson, bróðir Rögn- valdar, virðist hafa byrjað búskap á Sökku, en aðeins 1—2 ár. Árið 1820 kemur hann að Bakka í Svarfaðardal og þá kvæntur Helgu Björnsdóttur frá Syðra-Hvarfi. Hall- dór og Helga bjuggu á Bakka aðeins um 5 ára skeið, eða til ársins 1825. Þá mun Hall- dór hafa látizt og þá kornungur að aldri. Ekki er þeim sem þetta ritar í lófa lagið að íá vitneskju um persónu eða manngildi Hall- dórs Jónssonar. Saga þeirra, er ungir deyja, er ælíð stutt. Þeir hafa um skamma ævi ekki íengið tækifæri til þess að leysa af höndum mikil eða erfið viðfangsefni. En á einhverj- um stað hefi ég séð Halldór nefndan „lista-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.