Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Blaðsíða 22
140 N. Kv. Björn R,. Árnason: $ökku- O0 Sjfðro-Hvorfs-flettir Á ofanverðri 18. öld og til ársins 1810, bjuggu á Sökku í Svarfaðardal hjónin Jón Jónsson og kona hans, Þórunn Þorvaldsdótt- ir. Okunn er mér ætt Jóns Jónssonar, en Þór- unn var einn af mörgum afkomendum Þor- valdar Hríseyings Gunnlaugssonar, er lengi íraman af ævinni bjó í Hrísey, og eftir það við hana kenndur, en síðast hjó hann í Fagraskógi við Eyjafjörð, og víst er það, að þar bjó Þorvaldur Hríseyingur mann- talsárið 1703 og þá talinn 99 ára gamall. Gunnlaugur faðir Þorvaldar drukknaði í skreiðarfcrð á Grímseyjarsundi og þá ekki gamull maður. Þorvaldur Hríseyingur var þríkvæntur og átti mörg hörn með konum sínum. Er sá ætt- bálkur mikill, enda víða dreifður og margt þeirra ættmanna, konur og karlar, verið og reynzt liæfiléika- og atgervisfólk. Er og í sögnum að Þorvaldur gamli Hríseyingur væri um flest hinn mesti garpur. Hin svo- r nefnda Krossaætt af Arskógsströnd er ein grein af ætt Þorvaldar Hríseyings Gunn- laugssonar, og er stutt frá að segja, að á síðari tímum hafa risið á leggina meðal þeirra frænda yfirburðamenn um andlegt og líkamlegt atgervi, svo sem skáld og rit- höfundar, hagleiksmenn og srniðir, skip- rtjórar og sjófaramenn miklir, atorkusamir bændur og konur og karlar, búið lífsþrótti miklum, einhug og þori. Ekki er mér kunnugt um, hve mörg voru börn' þeirra Sökku-hjóna, Jóns og Þórunnar, En fyrir víst voru 2 synir þeirra, er upp komust, Rögnvaldur og Halldór. Rögnvaldur bjó á Sökku eftir foreldra sína. Kona h^ns var Sigurlaug Jónsdóttir. Sonur þ'eirra var Jóhann Rögnvaldsson, er mjög lengi bjó á Sökku, eða um 40 ára skeið. Hann átti Ástríði Hallgrímsdóttur frá Hámundarstöðum. Nokkur voru börn þeirra, þó ekki vrðu öll gömul. Eitt þeirra var Sig- urlaug, er átti fyrst Þorvald á Krossum á Árskógsströnd og síðar Gunnlaug Jónsson, skipstjóra, báðir bændur á Krossum. Jó- hann Rögnvaldsson og kona hans Ástríður Hallgrímsdóttir, voru ætíð talin í röð helztu búenda í Svarfaðardal. lÉess er hér að framan getið, að Rögn- valdur Jónsson'byggi á Sökku eftir þau for- eldra sína, Jón Jónsson og Þórunni Þor- valdsdóttur Halldór Jónsson, bróðir Rögn- valdar, virðist hafa byrjað búskap á Sökku, en aðeins 1—2 ár. Árið 1820 kemur hann að Bakka í Svarfaðardal og þá kvæntur Helgu Björnsdóttur frá Syðra-Hvarfi. Hall- dór og Helga bjuggu á Bakka aðeins um 5 ára skeið, eða til ársins 1825. Þá mun Hall- dór hafa látizt og þá kornungur að aldri. Ekki er þeim sem þetta ritar í lófa lagið að íá vitneskju um persónu eða manngildi Hall- dórs Jónssonar. Saga þeirra, er ungir deyja, er ælíð stutt. Þeir hafa um skamma ævi ekki íengið tækifæri til þess að leysa af höndum mikil eða erfið viðfangsefni. En á einhverj- um stað hefi ég séð Halldór nefndan „lista-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.