Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 36

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1959, Page 36
154 N.Kv. Einar Guttormsson frá Ósi: Þrír frá§íög:iiþættir 8. Sofnað, þegar sízt skyldi. Þegar gest bar að garði, meðan samgöng- ur voru strjálar og farartæki ófullkomin, var oft spjallað um óskyld efni, sérstaklega ef hinn ókunnugi þurfti næturgistingar við. Kvöldvakan leið þá oft fljótt, að manni fannst, einkum er hinn framandi var bæði fréttafrjór og sögufróður. Þegar svo bar undir var aðkomumaður sannarlega au- íúsiígestur Það er því ekki að ófyrirsynju, að ég heimsæki „Nýjar kvöldvökur“, segi þeim fátt eitt af því, sem fyrir mig hefur komið á lífsleiðinni, ef ske kynni, að það stytti kvöldvökuna hjá einhverjum, sem þetta les. Eg er alinn upp á Osi í Hörgárdal við Eyjafjörð. Þaðan var litræði af svo kölluð- um Ós-naustum; mun hafa verið þar all- snemma á tíma, því að sagnir gengu um, að þangað hefðu munkar frá Möðruvöllum sótt skreið og fleira. Þegar hér er komið sögu, mun ég hafa verið á ellefta árinu. I þann mund bjó á bæ einum uppi undir fjalli, Ytra-Brekkukoti, bóndi sá, er Guðmundur hét Magnússon. Hann átti bát, fékk leigt uppsátur í Hvamms- landi, skannnt sunnan við býlið Sjávar- bakka. Stundaði hann sjóróðra þaðan á haustin aðallega; komið gat þó fyrir, að hann færi róður og róður, að sumrinu, ef beita var fyrir hendi. Að þessu sinni höfðu íoreldrar mínir beðið bónda um að lofa mér að fljóta með, ef svo vel tækist til, að liann gæti útvegað sér beitu. Lofaði bann því, og jafnframt að láta vita, þegar að því kæmi. Líður nú og bíður. Kom þó að því, að orð bárust til foreldra minna um, að ég mætti koma í róðurinn. Var ég búinn út með nesti og hélt síðan til sjávar, kvöldið fyrr en róður skyldi farinn. Bjóst ég við að geta iegið inni í „Gvendarbúð“; svo var verbúð Guðmundar ætíð kölluð.Þegar ég kom að búðinni, var hún harðlæst, sömuleiðis voru allir fallnir í fasta svefn á næsta býli. Ekki vildi ég fara heim aftur, því að ég þóttist þess fullviss, að formaðurinn mundi koma einhvern tíma um nóttina. Tók ég þann kost- inn að vaka og bíða. Ég hafði þó ekki beðið lengi, þar til annar drengur kom í ljós, sem einnig átti að fá að fara róður þenna. Pilt- ur sá, er þarna var kominn, var dóttursonur Þórðar Sigfússonar frá Hvammkoti. Var hann tveimur eða þremur árum eldri en ég. „Sætt er sameiginlegt skipbrot,“ segir mál- 1ækið. Reyndist okkur það, félögunum og höfðumst ýmislegt að okkur til dundurs. Tíminn leið. Loksins um klukkan finnn kom svo formaðurinn. Var þá tekið til ó- spilltra málanna og farið að beita. Þegar beitingunni var lokið og fara átti að leggja línuna, kom í ljós að bátur Guðmundar var ekki á sínum vanalega stað. Varð hann því að fá lánaðan bát á Sjávarbakka til lagning- arinnar. Bát sinn ætlaði hann þó að hafa við línudráttinn. Nú stóð þannig á með fjarveru bátsins,

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.