Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Síða 5
N. Kv. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON 51 vér eigum guði að þakka fyrir að senda oss einstöku sinnum slíka gesti inn í þessa ver- öld harms og trega. Mjög greinir menn á um eðli tónlistar eins og alla list og kemur ekki ávallt saman um, hvernig skilja beri og hvað ágætt er í þeim efnum. Ef til vill liggur listin utan við svið skilningsins. En um þetta held ég þó að flestum geti komið saman: Lög Björg- vins, sem kunn eru almenningi, hafa löng- um verið ástsæl og veitt fjölda fólks mikinn unað. Og það, sem mest einkennir tónlist hans er, að hún er umfram allt trúarlegs eðlis. Mikill fjöldi sálmalaga er til eftir hann og ýmis stórverk, sem fyrst og fremst eru trúarleg, svo að enginn efi er á því, að jressi var grunntónninn í sál hans. En skyldi ekki mega segja, að öll alvarleg list sé í hinzta eðli sínu trúarleg? í ágætri bók urn Tómas Guðmundsson skáld, sem kom út skömmu fyrir jólin, er þetta haft eftir honum: „F.g lief alltaf haft sterka trúarlega þörf. . . . Stundum finnst mér erfitt að greina þessa trúarþörf frá hrifningunni, sem fegurð vekur mér. Hún getur lýst sér í ríkri tilbeiðslukennd. Ég finn oft fyrir þessu, þegar ég kem út í bjart- an, fagran morgun. Á slíkum augnablikum getur guðleg tilvist orðið manninum mjög raunveruleg.“ Síðan segir hann frá því, er hann hafði legið lengi veikur og þungt haldinn, en var tekinn að frískast, að þá bar móðir hans hann eitt sinn út að glugga. Framundan blöstu við tugkílómetrar af sólglitrandi mjöll. Drengurinn hafði orð á því, hvað þetta væri fallegt. Þá sagði móðirin: „Já, það er fallegt, elskn drengurinn minn. Og úr því þér finnst það fallegt, gerir þú það fyrir mig að leggja þér það á minnið.“ „Og ég lagði það mér á minni,“ bætir þetta fagurskyggna skáld við. „Ég man Björgvin Guðmundsson tónskáld. marga daga, sem voru merkilegir fyrir það eitt, hvað þeir voru fallegir. Aldrei átti ég svo annríkt, að ég gæfi mér ekki tíma til að íhuga það og festa mér í minni, sem fallegt er.“ Skyldi nú ekki einmitt allur skáldskapur og öll list stafa frá þessari skyggni á það, sem fagurt er? Margur kynni að hafa horft á snæbreið- una sólglitrandi og ekki séð neitt fallegt við hana. Margur hefur gengið út í sólskinið á björtum rnorgni og ekki fundið til nálægðar guðs. Það þarf skáld til að skynja þetta. Fegurðin er alltaf til staðar. Vér höfum

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.