Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Side 9
N. Iív. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Kirkjukór Akureyrar undir stjórn Björgvins Guðmundssonar. Á myndinni er einnig sr. Friðrik J. Rafnar og Sigurður Birkis söngrnálastjóri. örvuðu hann til starfa. Allt þetta féll eins og dögg yfir sál hins unga listamanns. Eink- um var hann hrifinn af oratoriustílnum, og samdi liann fyrsta helgikór sinn, „í upphafi var orðið“, árið 1914. En nú dundi yfir heimsstyrjöldin fyrri og irieð henni kreppa á atvinnusviðinu. Þegar kom frarn á sumarið 1915 mátti heita, að Winnipeg væri orðin gersamlega danð borg, hyggingarnar stóðu hálfreistar, en livergi beyrðist hamarshögg. Höfðu Björgvin og bræður hans einkum stundað byggingar- vinnu, en sáu nú, að annað livort yrðu þeir að ganga í herinn eða flýja út á landsbyggð- ma. Völdu þeir seinni kostinn og ltófu bú- sbap í svonefndum Vatnabyggðum, í Leslie, Sask. Þarna átti Björgvin heima um sjö ára skeið. A þessum árum samdi hann tónverkin við hina miklu Ijóðaflokka Guðmundar Guðmundssonar, Strengleikar og Friður á jörðu. Skrifaði hann þau við borð úr óhefl- uðum kassafjölum, er hann hafði rekið sam- an á frumbýlingsárum sínum, milli þess sem hann sinnti gegningum og annarri sveita- vinnu. Tóku nú sveitungar hans að veita tónlistarstarfsemi lians vaxandi atliygli, og var hann brátt fenginn til að æfa kóra og stjórna söng við öll hátíðleg tækifæri þar í byggðinni. Mesta uppörvun fékk hann þó við það, er vinir hans í Elfros létu sér detta það í hug að senda píanósnillingnum Percy Granger sýnishorn af tónsmíðum lians. En þessi frægi maður lét svo um mælt, að þessi tónverk hans væru betri en flest nútíma- tónskáld gætu samið. Gáfu þessi lofsamlegu ummæli tónskáldinu byr í seglin og stæltu sjálfstraust hans, sem stundum hafði fengið ágjöf og verið hikandi. Einnig var nú farið að syngja tónverk hans á samkomum meira en áður, og vöktu þau athygli söngvinna manna með þrótti sínum og þokka. # # * Eftir að Björgvin fluttist aftur á ný til

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.