Nýjar kvöldvökur - 01.04.1961, Qupperneq 19
ÞORMÓÐUR SVEINSSON:
Síðasta orrustan á íslandi
700 ára minning
Hinn 19. júlí 1955 voru réttar 7 aldir
liðnar frá því að síðasta orrustan var háð hér
á landi, þar sem verulegt manntjón varð.
En það var bardaginn á Þveráreyrum, hin-
um ytri, í Eyjafirði.
Liðsafnaður, og nokkur átök, átti sér að
vísu stað í landi voru eftir þetta, og allt
fram að siðaskiptum a. m. k., en blóðsút-
hellingar urðu engar þar, svo að orð sé á
gerandi.
Skal nú þessi atburður rifjaður ofurlítið
upp, við þessi tímamót, og má vera, að
einhverjum þyki nokkur fróðleikur í því.
Og þó að hér væri að vísu um ljótan leik
að ræða, þá má þó minnast þess, að hingað,
og ekki lengra, var haldið þeirri skálmöld
sem hér hafði skapazt og staðið all langa
stund.
Heimildirnar eru að sjálfsögðu hin
uierku og sannfróðu 13. aldar rit.
Er þá rétt að hefja frásögnina á því, að
Eynna lítillega þá menn sem fyrir þeim
flokkum stóðu, er áttust þama við.
Fyrirliðar annars þeirra, og þess, sem
telja verður að hafi sótt á, voru þrír: Þor-
varður Þórarinsson frá Valþjófsstað, og var
hann aðalsóknaraðilinn, Þorgils Böðvarsson
»skarði“ frá Stað á Ölduhrygg, nú Staða-
stað, og Sturla Þórðarson, hinn merki sagna-
fitari, einnig ættaður frá Stað, enda föður-
bróðir Þorgils.
Þorvarður var af merkum skaftfellskum
°g austfirzkum ættum kominn, og héldu
þeir frændur sig fyrst í stað utan við róst-
Ur þeirra tíma, en drógust þó síðar inn í
þær. Hann hafði nú bú að Hofi í Vopna-
fixði, er talinn mikilhæfur maður, vopn-
finaur svo að af bar, — en á þeim tímum var
það talið mönnum til gildis að kunna að
beita vopnum, — en hafði ekki alþýðuhylli,
að því er virðist. — Hinir tveir voru ná-
komnir Sturlungum, en þó ólíkir menn að
ýmsu leyti. Þorgils var þrályndur maður og
ærið skapmikill, en þó stundum vinsæll af
undirmönnum sínum, enda veitull ef hann
komst yfir fé og völd. Hann hafðist nú við
í nánd við æskustöðvar sínar vestra. Sturla
mun að eðlisfari hafa verið friðsamur mað-
ur, og að mestu laus við grimmd þeirra
tíma, enda þótt atvikin höguðu því svo, að
hann tók þátt í flestum stærri deilum, og
mörgum vígamótum, er gerðust hér um
hans daga, en slapp lítt meiddur í gegnum
það allt, til ómetanlegs happs fyrir bók-
menntir vorar. Hann mun nú hafa verið
búsettur í Hítardal, fremur en Staðarhóli í
Saurbæ, en á báðum þeim stöðum átti
hann bú.
Fyrir hinum flokknum voru þeir Eyjólf-
ur „ofsi“ Þorsteinsson frá Hvammi í Vatns-
dal, og Hrafn Oddsson frá Söndum í Dýra-
firði, hvorir tveggja vaskir menn og vel
gefnir, framgjarnir og all vanir vopnagný.
Voru þeir svilar, tengdasynir Sturlu Sig-
hvatssonar, sem, ásamt bræðrum sínum
þremur og föður, féll fyrir liðssveitum
Gissurar Þorvaldssonar og Kolbeins unga,
á Örlygsstöðum í Skagafirði árið 1238.
Eyjólfur hafði um stund farið með stjórn
mála í Skagafirði, í umboði Þórðar kakala,
áður en Gissur Þorvaldsson tók völd þar
veturinn 1252—3, en þá vísaði hann Eyjólfi
úr héraðinu. Fluttist hann þá að Möðru-
völlum í Hörgárdal. — Upp af þessum at-
burðum, aðallega, kviknaði Flugumýrar-
brenna haustið 1253, en Eyjólfur Þorsteins-
son var fremstur þeirra manna sem kyntu
það bál. Mun hann hafa verið geðríkur