Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 22

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 22
S'tra fakob fónsson: í minningu þeirra, sem féllu Hvað er um þá að segja annað en það, sem alltaf er sagt? Þeir fórust. Þeirra er saknað og minnzt. Þeir voru hetjur hafsins. Þjóðin þakkar þeim og rís úr sætum sínum, þegar nöfn þeirra eru lesin. En Guð huggar syrgjenduma og himinninn tekur við hinum dánu. Þetta er það, sem oftast nær er sagt. Það er búið að segja þetta svo oft, að sumir virðast halda, að í því sé ekkert annað en meiningar- leysa, endurtekin af vana. Margt fólk er svo undarlegt, að það heldur, að allt, sem sagt er oft, sé ekki sagt af öðru en meiningarlausum vana. Það lítur á þakkarorðin til þeirra, sem féllu, og huggunarorðin til þeirra, sem eftir eru, eins og ávöxt augnabliks stemningar, sem hvorki eigi sér djúpar rætur né langan aldur. Og þetta fólk, sem sjálft er óraunhæft og meiningarlaust, virðist halda, að það, sem hugsað er og sagt á döprustu augnablikum þjóðarinnar, eigi sér enga stoð í veruleikanum sjálfum. En nú skulum við athuga dálítið nánar, hvað felst í hinum hversdagslegu og venjubundnu orð- um sorgardaganna. Þeir fórust, sumir af völdum náttúruaflanna, en flestir af völdum mannanna. I þeim hópi voru bæði konur og lítil böm. A heimilum og í vina- hópi er söknuðurinn sár og hlýr. Minningunni er síðan við haldið með ótal aðferðum, svo að sumir hverjir halda áfram að hafa áhrif á líf og venjur heimilanna eftir sem áður. En í minningu þjóðarinnar eru sjófarendurnir hetjur. Yfirleitt er sjómönnunum ekki ver við nokkurt orð í málinu en þetta. Þeim finnst kenna smjaðurs í því að heyra þetta síendurtekið af okkur, sem aldrei dýfum hendi í kalt vatn. Auk þess vita þeir það vel, að sjómenn eru ekki frekar en aðrir þeir dýrlingar, að þeim einum sómi helgigloría eða sigursveigur. Og þeir kæra sig ekki hót um að vera tignaðir og tilbeðnir. Sjó- menn eru líkir hafinu, sem fóstrar þá. Það veltur á ýmsu í lífi þeirra og hugsun. Þeir eru hrif- næmir, örir, glaðværir og stundum glannalegir, en niðri í djúpunum er huliðskyrrð, sem þeir einir verða varir við, sem fá að kynnast þeim vel. Þar undir niðri býr jafnvægi og stilling. Hægur undirstraumur sterkrar trúar. Oftast nær er það forlagatrúin gamla, tekin að erfðum alla leið frá fjarlægri forneskju víkingaaldarinnar, en göfguð af tilfinningu kristninnar fyrir föðurum- hyggju Guðs. Forlög og forsjón runnin saman í eitt. Slík trú hefur á öllum tímum skapað hetjur, hugrakka menn, sem tóku hættunni með ró. Auð- vitað kemur það fyrir sjómenn sem aðra, að þeir missi kjarkinn. En hitt virðist vera augljóst mál, að það þurfi kjarkgóða og dáðrakka menn til sjó- ferða eins og nú standa sakir, án þess að ég ætli mér hér að fara að lýsa þeim atburðum, sem ég veit, að hafa gerzt á hafinu. Þess hefur líka stundum verið getið í frásögnum, að menn hafi ekki aðeins sýnt rósemi og traust, heldur fórn- arlund og hugrekki, þar sem meir var hugsað um að bjarga öðrum en sjálfum sér. Þegar við dáumst að slíkum hetjum og þökkum þeim, þá gerum við það ekki til að skjalla einn né neinn, heldur til þess að fagna yfir því, að göfugur hugs- unarháttur og sálarþrek kemur fram í mönnum, sem okkur stendur ekki á sama um. Við fögnum yfir því, að það er til hjá íslenzkri þjóð, miklu oftar og miklu víðar en sögur fara af. Þess vegna rísa menn úr sætum sínum. En hvað er þá um hina hliðina að segja, þá, sem snýr að syrgjendunum? Það er sagt, að íslendingar séu trúlítil þjóð. Kirkjuræknin er að vísu vaxandi, ekki sízt hjá æskulýðnum. En menn mega þó vara sig á því að draga of víðtækar ályktanir af því, þótt menn séu ekki alltaf með trú sína á vörunum né ræki hana eftir ytri reglum. Ég hygg, að við prest- arnir höfum allgóð. skilyrði til þess að þekkja hugsunarhátt fólksins, þegar allt kemur til alls. Og okkar niðurstaða er sú, að hvorki íslenzkir sjómenn né ástvinir þeirra taki blindandi þeirri reynslu, sem starfi þeirra og atvinnu fylgir. Og 2 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.