Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 24
Ásgeir Sigurðsson:
Yegamót
Allir, sem mi'kið ferðast, hafa rekið sig á, að
víða liggja vegamót. Eigi er ávalt jafn auðvelt
að ákveða hvert vegurinn liggur eða hver sé
hinn rétti vegur. Sérstaklega gætir villugimi á
sMkum tímum, er vér nú lifum á, þegar öll vega-
merki eru ýmist numin á brott eða þeim snúið í
aðrar áttir en þær réttu.
En þjóð, sem er í vissum skilningi að fæðast á
ný, er mikil nauðsyn þess, að rata hinn rétta veg,
því að fyrstu sporin verða oft úrslitasporin. Hvert
það spor, sem stigið er nú, við upphaf uppbygg-
ingarstarfsins, verður að vera „gengið til góðs
götuna fram eftir veg.“
íslenzka þjóðin er nú stödd á vegamótum. Hún
hefur heimt frelsi sitt aftur eftir margra alda
áþján fyrri tíma. Þótt sambúð hinna síðari tíma
við hina erlendu þjóð hafi verið mjög sómasam-
leg, þá var það ekki í samræmi við íslenzkan
rétt og þurfti því að leysast.
Nú geisar hinn grimmilegasti ófriður, sem háður
hefur verið í sögu þjóðanna. Hann er auk þess
háður nú næstum við bæjardymar hjá okkur.
Við verðum fyrir slysum, tilfinnanlegum mjög,
fyrir fámenna þjóð. Daglega eru stórviðburðir að
gerast, þótt ekki nema fæstir þeirra snerti oss
tilfinnanlega, sem betur fer. En nú eru tímar
mikilla og skjótra breytinga, og þjóð, sem er svo
fámenn, sem raun ber vitni um oss íslendinga,
er mikil nauðsyn að taka réttar ákvarðanir og
átta sig í tíma á því, sem er að gerast, svo að
henni verði kleift, þar sem vegamerkin hafa verið
numin á brott, að rata hina réttu leið, leiðina til
samstarfs og öryggis fyrir hið nýstofnaða lýðveldi.
Við viturn það, að innanlands hefur verið mesta
skálmöld, því segja má að barizt hafi verið með
öllum hugsanlegum vopnum — Ijótt en satt. Hins
vegar er það mörgum orðið ljóst, að svo má eigi
henda þjóð vora, að hún eyði kröftum sínum í
innanlandsdeilur. Þegar allt bendir til þess, að
hver sú þjóð, sem ekki er sjálfri sér samkvæm,
verði þurrkuð út sem sjálfstæð og frjáLs heild.
Til þess að von sé um sigur í hinni raunveru-
legu frelsisbaráttu, sem nú er að hefjast, og hlýtur
að ná hámarki sínu við lok styrjaldarinnar, verð-
ur þjóðin að vera samhent inn á við og sterk út
á við. Saga undanfarinna ára er ljós mynd af því,
hvílíkar tafir og töp geta hlotizt af sundrungu,
og það, sem áunnizt hefur, Ijóst dæmi þess,
hversu m-iklu meira mætti til vegar koma með
samstarfi og einbeittum vilja. Það, sem hefur
verið sagt um þjóðarheildina, á að sjálfsögðu
einnig við um innbyrðis samheldni stétta innan
þjóðfélagsins.
Nú dregur að leikslokum, styttist nú óðum sá
tími, sem hinn grimmi djöfladans geisar á norð-
urhjara heims. Nú fara þjóðirnar bráðlega að
hugsa til eftirstríðsáranna. Hvar stöndum við þá?
Er þjóðin svo samhent og einhuga sem skyldi,
eða skal enn fliotið sofandi og við illa drauma að
feigðarósi?
Er ekki lýðveldisstofnunin það ljós og sá afl-
gjafi, sem lýst getur þjóðinni út úr ógöngum og
villu sundrungarinnar og leyst úr læðingi þá
krafta, sem beztir eru og með henni búa. Verk-
efni eru mörg, sem bíða úrlausnar.
Hvað hefur t. d. verið gert til þess að kynna
fyrir þjóðum þeim, er vér höfum skipti við, það
framlag, er íslenzka þjóðin hefur lagt til lífsfram-
færis bandamaxma, og þá sérstaklega skerf sjó-
mannanna íslenzku? Væri ekki nú einmitt tími
kominn til þess, en ekki seinna, að láta fara fram
óhlutdræga rannsókn í því efni? Hafa menn al-
mennt bæði hérlendis og þeir, sem ráða erlendis
meðal bandamanna, gert sér það ljóst, hverju
þessi fámenna þjóð hefur áorkað í þessu efni á
stríðstímanum og hver afhroð hún hefur goldið
miðað við mannfjölda og skipákost af þessum
orsökum? Er ekki einmitt nú verið að tala um
hverjir séu haefir og hverjir ekki hæfir til þess
að taka þátt í viðræðum um skipan heimsmál-
anna eftir stríðið? Er það nokkur mælikvarði á
hæfni þjóðanna til þessa, hve stórar eða mann-
margar þær eru? Skiptir það ek'ki mestu máli,
hvemig þjóðin hefur staðið sig? Hvað hefur hún
lagt á metaskálarnar?
Vér minnumst þess, að oss var með samning-
um heitið skipum og vélum eftir þörfum. Við
vitum einnig, að ennþá er slfkt ekki komið til
4 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ