Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 37

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 37
hefði orðið að standa, hversu óhagstætt sem það hefði verið fyrir eigendur dráttarbátanna. Kerr hélt nú áfram að prútta við skipstjórann á Rescue, þar til hafnsögumaður þoldi ekki lengur mátið, en skipaði hásetunum að gefa út dráttar- taugina, og hrópaði til skipshafnar Eagle, að draga hana til sín. Af þessu varð Kerr skipstjóri svo reiður, að hann réðist á hafnsögumanninn og sló hann. „Þú ferð út fyrir valdsvið þitt,“ hrópaði hann. „Hypjaðu þig héðan framan af skipinu, annars kasta ég þér burtu.“ Blanchard hafnsögumaður snéri sér við og beindi orðum sínum til hinna óttaslegnu háseta. „Eins og þið sjáið sjálfir, þá er skipstjórinn drukkinn,“ sagði hann. „Þess vegna vil ég ráð- leggja ykkur, ef þið óskið að bjarga skipinu og ykkur sjálfum, að þið takið hann og lokið hann inni.“ Kerr skipstjóri var þegar umkringdur af 6 mönnum, sem reyndu að þoika honum að stigan- um. Hann mótmælti og ógnaði þeim, en að lok- um lét hann undan og gekk að kröfu þeirra um að hafnsögumaðurinn tæki við stjórninni. Tveir hásetanna fylgdu honum aftur í, og eftir að hann hafði fullvissað þá um, að hann skyldi ekki skipta sér af neinu, skildu þeir hann eftir frjálsan ferða sinna í káetunni. Meðan þessu fór fram var búið að festa drátt- artaugina um borð í Eagle, án þess að minnst væri frekar á björgunarlaunin. Dráttarbáturinn setunum að draga inn akkerin. Gufuþrýstingn- um hafði verið haldið uppi á þilfarskatlinum, en akkerisvindan fékkst ekki í gang þótt opnað væri fyrir gufuna. Kom nú í ljós að vindan var brotin. Hafði hún ekki þolað hin ofsalegu átök keðjanna. Var nú ekki um annað að velja en að sleppa keðjunum. Skipaði hafnsögumaður timburmann- inum að gera það. Timburmaðurinn neitaði því. Sagðist aðeins taka við fyrirskipunum frá skip- stjóra eða fyrsta stýrimanni. Annar stýrimaður reyndi að skrúfa sundur keðjulás, en hann var ryðgaður fastur, svo að það tókst ekki. Reynt var við fleiri lása, en allt fór á sömu leið. Reyndi nú dráttarbáturinn að draga skipið frá landi með keðjurnar og akkerin úti, en nú reyndi svo mjög á þilfarsþollana, sem dráttartaugin var fest í, að þeir rifnuðu upp úr þilfari Craigburn. Dráttarbáturinn Racer var nú kominn á vett- vang. Honum og Rescue tókst að fara aftur á bak, það nálægt barkskipinu, að unnt var að koma dráttartaugum á milli. Af einhverjum óskiljan- legum ástæðum var dráttartauginni frá Racer aldrei fest um borð í Craigbum, svo að þegar dráttarbáturinn tók áfram dróst taugin út í sjó, og flæktist síðan í skrúfu bátsins. Munaði minnstu að hann ræki í land áður en skipsmönn- um tókst að losa tógið úr skrúfunni. Rescue gerði nú hraustlega tilraun til að draga barkskipið út, en vegna akkeranna og hinna löngu keðja réði hann ekki við neitt, og áður en Eagle gæti komið honum til hjáípar, var komið myrkur. Var nú svo komið, að nema því aðeins að hjálp bærist frá landi, varð Craigburn að láta fyrir- berast upp á eigin spýtur. Dráttarbátarnir gátu ekkert aðhafst fyrr en með birtu morguninn eftir. Til þess að minnka átökin á akkerisvindunni voru „vírstroffur“ látnar til styrktar á keðjurnar. Blanchard hafnsögumanni varð nú gengið aftur á skipið. Sá hann þá að afturstafninn var kom- inn upp að yztu brotunum, en um 500 metrum ofar gnæfði hrjóstrug og klettótt ströndin næst- um þverhnýpt upp úr sjónum. Sennilegt er að dráttarbátarnir hafi komið hreyfingu á akkerin, og hafði skipið nú færzt hálfa sjómílu nær landi. Skipið rak ekki þessa stundina, en gat farið til þess þá og þegar. Hafn- sögumaðurinn fór því niður til að ráðfæra sig við skipstjórann. Þótt undarlegt megi virðast, þá var skipstjór- inn sofandi á legubekk í káetu sinni. Hafnsögu- maðurinn vakti hann og sagði: „Við erum næst- um komnir upp í brotin, skipstjóri. Staða skips- ins gæti ekki verið verri.“ „Og það eigum við þér að þakka,“ hreytti skipstjórinn út úr sér. „Ef þú hefðir ekki verið að láta þessa bölvaða dráttarbáta vera að þvæla okkur til og frá undir akkerum, myndi skipið ekki hafa farið að reka í annað sinn.“ „Ef keðjulásarnir væru í því ástandi, sem þeim ber að vera, hefðum við getað sleppt akkerun- um, og þá værum við nú komnir inn fyrir höfð- ana,“ svaraði hafnsögumaður í sama tón. „En það er gagnslaust að ræða um það núna, spurn- ingin er, hvað eigum við að gera?“ „Ég ætla mér að sofa vel í nótt,“ sagði Kerr skipstjóri, en þrjózka hans, að vilja ekki viður- kenna að skipið væri í hættu statt, er táknræn fyrir þetta slys. „Það er nógur tími að ræða um hvað gera skuli, þegar birtir í fyrramálið.“ SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1 7

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.