Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 38

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 38
kyxmtu að skipið væri komið inn á milli brot- anna. Hafnsögumaður fór þá þegar upp á þilfar og sá að skipið var umlukt freyðandi brotsjóum á alla vegu og skerjum á bæði borð. „Það er ekki um annað að gera en að fara í björgunarbátana,11 sagði hann við hásetana, sem höfðu safnazt saman á skutpallinum. I sama mund kom Kerr skipstjóri að. Tók hann þegar að gagnrýna þessa uppástungu. „Fyrir alla muni, ef þið viljið endilega drukkna, þá skuluð þið fara í björgimarbátaan,“ sagði hann. „En hafið mín ráð og verið kyrrir í skip- inu þar til birtir.“ „Við munum ekki sjá dagsins ljós framar, nema því aðeins, að við yfirgefum skipið nú þegar,“ hreytti hatfnsögumaðurinn út úr sér, og var hann nú orðinn allreiður. „Skipið mim brotna í spón á svipstundu jafnskjótt og það strandar, og þess verður ekki iangt að bíða.“ „Ætli björgunarbátEimir brotni ekki fyrr í spón, heldur en skipið,“ sagði Kerr og snéri máli sínu til skipshafnarinnar. „Samt sem áður, þið ráðið hvað þið gerið í þessu efni. Þið hafið heyrt uppástungur okkar beggja. Veljið nú. Eg skipti mér ekki frekar af þessu.“ Það brakaði og brast í rá og reiða, og skipið sveigði sig til á báða bóga. Hásetarnir ræddu nú um sín á milli, hvað gera skyldi. Að lokum tók einn þeirra til máls. „Við förum í bátana, eins og hafnsögumaður hefur stungið upp á,“ sagði hann við skipstjórann. „Agætt,“ svaraði Kerr, „en þið megið ekki segja að ég hafi skipað svo fyrir.“ Björgunarbátamir héngu tilbúnir í bátsuglun- um til þess að.síga í sjóinn. Hafnsögumaður og annar stýrimaður ákváðu að fara í stjómborðs- bátinn og með þeim 13 menn aðrir. Hinir skyldu fara í bakborðsbátinn. Allir settu á sig björgunar- belti. Skipshöfn stjórnborðsbátsins settist upp í hann, en skipsfélagar þeirra létu hann síga niður á sjóinn. í nokkrar sekúndur lamdist báturinn við skipshliðina og allir héldu að hann mundi brotna í spón þá og þegar, en áður en varði tókst bátsmönnum að ýta sér frá skipshliðinni og róa fram fyrir skipið. Augnabliki síðar var báturinn horfinn út í sortann. 16 menn, þar á meðal skipstjóri og stýrimaður, voru nú eftir um borð í skipinu. Flestir þessara manna vildu sem fyrst fara í bakborðsbátinn, en skipstjórinn taldi þá á að bíða. Kveikt var á blys- um og flugeldum var skotið upp, en ekkert svar kom frá ströndinni. Um 10-leytið náði veðurofsinn hámarki, og skömmu síðar var skipið strandað. Hallaðist það strax á bakborðshlið og barðist ákaft á skerinu. Kerr skipstjóri, — en enginn efaðist um hugrekki hans, — hélt áfram að eggja menn sína á að halda kyrru fyrir í skipinu. Bátsmaðurinn ásamt 11 skipverjum öðrum flýttu sér þó að korna bak- borðsbátnum á flot og hentust þeir ofan í hann skelfingu lostnir. Það var ekki fyrr búið að losa blakkarkrókana úr bátnum en honum hvolfdi. Allt lauslegt flaut út úr honum og 3 af áhöfninni drukknuðu. Ann- ar brotsjór rétti bátinn við aftur og 9 menn kom- ust aftur upp í hann. Hraktist báturinn nú stjóm- laus í brimgarðinum, því að bæði árar og rek- akkeri hafði flotið út þegar honum hvolfdi. Að öðru sinni hvolfdi bátnum á kletti og 2 menn drukknuðu, en hinum tókst að komast aftur upp í bátinn, eftir að hann komst á réttan kjöl, og hanga í honum, þar til hann litlu síðar rak brotinn og fullur af sjó upp á sandrifið neðan imdir klettabeltinu. 4 menn voru ennþá um borð í hinu dauða- dæmda barkskipi. Það voru skipstjóri, stýri- máður, timburmaður og ungur Skoti, háseti að nafni Mackenzie. Kerr hafði ekki viljað yfirgefa skipið, af því að hann áleit öruggast að dvelja í því. Stýrimaður hefði sjálfsagt farið með björg- unarbátnum, ef einhver hefði hjálpað honum ofan í hann, en enginn hafði tekið sig fram um það. Þess vegna var hann nú þar, sem hann var, eng- um til gagns eða gleði. Ástæðan fyrir því að timburmaðurinn var ennþá um borð, var sú, að hann var alltaf á sama máli og skipstjórinn. Að Maokenzie kaius að dvelja á skipinu, var vegna þess, eins og hann síðar sagði björgimarmönnum sínum: „Eg vildi ekki fara í bátana með mönn- unum, því að mér líkaði ekki félagsskapurinn.“ Skipið lá nú flatt í brimgarðinum og steytti þimgt á klettunum. Klukkan 2 um nóttina skreiddist timburmaðurinn niður á milliþilfarið, og sá þá að undirlestin var hálffulll af sjó. Borð- stokkur skipsins brotnaði nú, og sjórinn fékk því greiðari gang yfir skipið. Skipstjórinn, timbur- maðurinn og Mackenzie héldu áfram að skjóta flugeldum af skutpallinum. Brátt sáu þeir blys loga á ströndinni, sem gaf til kynna að þar væru vinir á ferð. 18 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.