Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 46

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 46
Grímur Þor\clsson: Sjómannadagur sameiningardagur íslenzkra sjómanna, er upp runninn í 8. sinn. Síðan farið var að halda upp á þennan sameiginlega dag virðist stemningin, sem læsir sig um hugskot manna, ekki fjara út strax og sá dagur er að kvöldi kominn, en áhrifin end- ast, sem betur fer, til margra fleiri daga ársins. Þetta lýsir sér í vaxandi sjálfstrausti og áhuga fyrir afdrifum mála þar sem heildin hefur sam- eiginlegra hagsmuna að gæta. Menn öðlast þá til- finningu, að þeir vegna atvinnu sinnar hafa viss- um skyldum að gegna við þjóðfélagið, skyldum, sem engir aðrir en þeir geta leyst af hendi svo að í lagi sé. Menn finna það að þeir eiga að bera höfuðið hátt og kappkosta af fremsta megni að láta sem mest gott af sér leiða. Bkki þarf að l’eita langt eða lengi til að reka sig á áþreifanleg áhrif sjómannadagssamheldninnar, því lofsverður skrið- ur hefur komizt á ýms meiri háttar mál, sem áður fengu lítinn byr, en sjávarútveg og siglingar varða, einmitt á þeim árum, sem liðin eru síðan fyrsti sjómannadagurinn var haldinn. Sú staðreynd þarf heldur engum að dyljast, Þingmenn, .. . (Frh. af bls. 23.) gjafir og sýndu honum á ýmsan annan hátt að þeir virtu það við hann, sem hann hafði fyrir þá gert, og að hann hafði aldrei brugðizt málstað þeirra á alþingi. Plimsoll er löngu liðinn, en hefur getið sér ódauðlegt nafn fyrir störf sín í þágu sjómanna. Sigurjón Á. Ólafsson er aðeins sextugur og starf- ar enn af fullum krafti, nú meðal annars að því að semja fullkomna siglinga- og öryggislöggjöf fyrir íslendinga ásamt öðrum þar til völdum full- trúum sjómannastéttarinnar. Vonandi á sigurjónskan eftir að ná enn full- komnari tökum á íslenzkum skipum og útbúnaði þeirra. sem augu hefur til að sjá með og eyru til að heyra með, að sameinaður vilji sjómannanna get- ur miklu fengið áorkað sé hann leystur úr viðj- um afskiptaleysis og minnimáttarkenndar og hon- um beitt að ákveðnu marki. Enginn þarf að efast um það, að áhrifa sjómannadagsins er þegar farið að gæta og á eftir að gæta betur í atvinnu- vegum þeim, sem sjómennimir stunda. Hvemig þetta hefur orðið og mun verða skal þó ekki rakið hér. En jákvæð og uppbyggileg starfsemi í sambandi við Sjómannadaginn er fyrir allra hluta sakir eftirsóknarverð fyrir sjávarútveginn. Island hefur sérstöðu meðal þjóðanna á margan hátt. Tvennt nægir að nefna í þessu sambandi. Hnattstaða þess er sMk, að það liggur langt frá öðrum löndum mnflotið sjó á alla vegu og það á engar hráefnahndir, sem teljandi eru aðrar en fiskimiðin, en þau eru líka ein hin beztu í heimi. Af þessu leiðir að fyrir íslendinga eru siglingar nauðsynlegar eða að minnsta kosti æskilegar, því kannske má halda því fram, að notast mætti við leigusikip til þeirra hluta eins og gert hefur verið að öðrum þræði nú í stríðinu. Varla þarf þó að gera ráð fyrir að þjóðin léti bjóða sér s'líkt ófremdarástand, ef hún á annað borð vill halda hinu nýfengna og torsótta sjálfstæði sínu. En hvað sem þessu líður, þá verður ekki komizt fram hjá því, að fiskveiðar eru bráðnauðsynlegar, því þær eru sú máttarstoð, sem öll velmegun þjóðarinnar hvílir á. Það segir sig sjálft, að fiski- miðin verðum við sjálfir að starfrækja af fremsta megni. Sé landinu jafnframt stjórnað á mannúð- legan hátt með hag almennings fyrir augum, þá mun allt annað veitast okkur. Til þess að starf- rækja fiskimiðin þarf margra hluta við. Tvennt má ekki vanta. Mörg góð fiskiskip og marga duglega fiskimenn. Hvernig farið verður að því að útvega og reka fiskiskipin er náttúrlega ekki á dagskrá í Sjómannadagsblaðinu, enda er að- ferðin ágreiningstilefni, en þó ekki aðalatriði. En vegna þess hversu áríðandi er, að duglegir menn flykkist til fiskveiða, en þær hættulegt starf og útslítandi fyrir heilsu og krafta, þá er bæði sann- gjarnt og í samræmi við alþjóðarheill að svo verði búið um hnútana, að það borgi sig betur fjárhagslega að stunda fiskveiðar en nokkra aðra atvinnu. En til þess að fá þetta sjónarmið viður- kennt bæði í orði og verki, þurfa sjómennimir að taka höndum saman bæði á sjómannadaginn og endranær þar til markinú er náð. 26 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.