Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 51

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Qupperneq 51
Jón Björnsson Þegar Slysavarnafélag íslands heyrði um það, að ungur maður á Isafirði, Jón Bjömsson Jónssonar skóla- stjóra, hefði bjargað félaga sínum úr sjó í náttmyrkri og auk þess gert á honum lífgunartilraunir, sem báru árangur, bað félagið Jón Björnsson að senda nánari frá- sögn af slysinu og björguninni. Nú hefur Sjómannadags- blaðið óskað eftir að birta skýrslu J. B. og er oss það ánægjuefni, því hún sýnir, að hér hefur verið um óvenju- legt snarræði og kunnáttu að ræða, sem ætti að sanna mönnum hvilík nauðsyn það er að kunna bæði sund og lífgun. J. O. J. „Seint að kvöldi 2. febr. hitti ég Samúel Ólafs- son, og var hann að bíða eftir Djúpbátnum, en ég var að bíða eftir Esju; bæði skipin voru vænt- anleg um kvöldið, og ætluðum við að sækja far- angur um borð í þau. Við vorum svo á gangi saman og ætluðum að hjálpa hvor öðrum með farangurinn. Koma skipanna dróst lengur en við höfðum búizt við. Ég var kluikkulaus, en ég held það hafi verið á öðrum tímanum, að við gengurn fram bryggjuna. Allt í einu stanzar Samúel, en ég held áfram. Þegar ég er kominn fram á bryggju- hausinn, heyri ég skvamp, lít við og sé Samúel hvergi. Grunar mig þegar, að ekki sé allt með felldu og hleyp þangað, sem ég hafði séð hann síðast. Von bráðar sé ég honum skjóta upp nærri bryggjunni. Fyrst hvarflaði að mér að sækja hjálp, en enginn var á ferli og mér varð strax ljóst, að hjálpin varð að koma tafarlaust. Þegar ég sá hann hverfa aftur, kiæddi ég mig úr frakkanum og jakkanum og staikk mér. Ég svip- aðist nú um eftir Samúel, þegar ég kom úr kaf- Bgörgun og lífgun Afre\ Jóns Björnssonar frá ísafirði inu, en sá hann hvergi. Ég sá nú, að ég var nokkra faðma frá staðnum, þar sem ég hafði séð honum skjóta upp og reyndi að miða staðinn. Ég var staddur þama í talsverðu krapi og sá að erfiðlega mundi ganga að synda í gegnum það. Ég kafaði því undir krapið og synti ca. 2 m. undir yfirborðinu. Eftir að hafa synt þannig nokkra stund í kafi, þóttist ég sjá einhverja dökka þúst til hliðar við mig og örlítið neðar. Þetta gat reyndar alveg eins verið einn bryggju- staurinn, en ég synti þangað samt. Sem betur fór reyndist þetta vera Samúel, og fann ég strax, að hann var meðvitundarlaus. Þegar ég hafði synt með hann upp á yfirborðið, fór ég að athuga, hvar hægt væri að komast upp á bryggjuna og sá þegar, að ekki mundi önnur leið fær en að komast að stiganum, sem var hinum megin við bryggjuna. Ég reyndi nú að synda með Samúel gegnum krapið, ef sund skyldi kalla, því við og við fórum við í kaf, en ég missti hann samt aldrei. Þegar við komum undir bryggjuna, var þar auður sjór og gekk nú betur að komast áfram, það sem eftir var leiðarinnar að stiganum. Ég náði í neðstu tröppuna, sem var í kafi. Ég hélt með vinstri hendi í tröppuna, en með þeirri hægri gat ég mjakað Samúel upp í tröppurnar, þangað til hann var kominn hálfur upp úr sjó, en þá fór ég með herðarnar undir hann og gat lyft honum svolítið hærra og komst hann við það með annað hnéð í neðsta þrepið, en þá tók ég hann á herðarnar og bar hann upp á bryggjuna. Mér fannst það örð- ugur hjalli eftir bjástrið í sjónum og mátti ég taka á öllu því, sem ég átti til. Ég ákvað nú að byrja strax lífgunartilraunir á Samúel, því þær kunni ég og vissi, hve hættulegt það var, að láta það dragast, meðan ég væri að SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.