Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 56

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Síða 56
stýrimannsherbengi. Ég skrifa stýrknannsher- bergi, en hundahús hefði verið hið rétta nafn. I herberginu var rúm, legubekkur, dragkista og þvottaskál, en óhreinindj»*^g vanhirðan var svo gífurleg, að ég var kominn á fremsta hlunn með að taka dótið mitt aftur og snúa við til Liverpool. Ég lét vökumanninn bera burtu allt rusl og hreinsa herbergið. A meðan á þessu stóð, kom ungur, glaðlegur maður niður og kynnti sig sem Slater, annan stýrimann. Sagði hann mér að hann hefði verið meira en 1 ár á skipinu, og væri lif- andi ennþá. Ég ákvað því að reyna að halda hér út í 2 mánuði. Við reyktum og röbbuðum saman um stund, og innan klukkustundar var ég lagst- ur fyrir í rúminu, í sátt við allt og alla. Klukkan 6 morguninn eftir kom gamall maður og vakti mig. Var hann með rostungsskegg og sagðist heita Billy, og væri hann brytinn. „Ég hef verið á skipinu í 20 ár. Og þetta er mesta happafleyta,“ bætti hann við. Þetta var hughreystandi. Drakk ég síðan eina könnu af sterku te, en flýtti mér síðan á fætur og fór að litast um. Á Caliban var stuttur en djúpur þilfarsbrunn- ur að framan, en grunnur og langur að aftan. Skipstjóri, stýrimennirnir og Billy bjuggu undir skutpalh, en yfirvélstj óri ásamt 2 vélstjórum öðr- um og matsveini bjuggu miðskipa, nálægt véla- rúminu. Allir aðrir bjuggu fram í, en það voru 6 fullgildir hásetar, 6 kyndarar og timburmaður. Skipið var 30 ára gamall ryðkláfur og var her- bergið mitt ágætt sýnishom af heildarástandi þess. Undir stjómpialli miðskipa var stýrisvélinni komið fyrir. Frá henni lágu leiðslur, ýmist úr keðjum eða jámteinum aftur eftir skipshliðinni og öldustokknum, aftur í kvaðrantinn. Því nánar sem ég kynntist skipinu, því meir hraus mér hugur við vetrarsjóferð yfir Atlantshafið á slíku skrapatóli. Ég snæddi morgunverð ásamt stýrimanni og vélstjórunum, því næst gekk ég á fund skipstjór- ans, en hann snæddi ætíð einn í káetu sinni. Gamble skipstjóri var stór og klunnalegur maður um fimmtugt. Hann var mjög rauður í andliti. Augun voru blá og útstandandi. Hendumar stórar og þvalar, og yfilrleitt bar allt útlit hans vott um gigtveiki. Þegar við höfðum heilsast, sagði hann: „Ég lét fyrirrennara þinn fara vegna drykkj uskapar. Ef þú ert reglusamur maður, þá ætti okkur að geta komið vel saman, en ef svo er ekki, þá læt ég þig fara að lokinni þessari ferð.“ Ég fullvissaði hann um reglusemi mína, en hvað það snerti að fara af skipinu eftir þessa ferð, var ég búinn að ákveða með sjálfum mér, en það nefndi ég ekki. Um morguninn lögskráði ég skipshöfnina og um hádegisbilið lögðum við af stað áleiðis til Barry Dock. Að fylgjast með færslu skipsins út úr höfninni var hreinasti gamanleikur, því að Gamble skipstjóri hafði það fyrir sið, að hrópa óteljandi fyrirskipanir gegnum kallara, bæði í tíma og ótíma, og voru því flestar þessara fyrir- skipana látnar sem vindur urn eyru þjóta. Þrátt fyrir þetta tókst með aðstoð hafnsögumanns og dráttarbáts að snúa skipinu réttu fyrir. Var nú slegið í hann, og farið með fullri ferð eða 7 sjó- mílna hraða út úr hafnarmynninu. Ég komst brátt að raun um það, að hásetarnir voru hinir mestu letingjar. Á leiðinni til Barry reyndi ég að láta þá vinna að því að koma ýmsu í það horf um borð, að skipið liti út eins og skipi sæmdi, en þetta þoldu þeir ekki, því að áður en við komum í höfn, sögðu þeir upp stöðum sínum, tóku saman pjönkur sínar og þegar búið var að binda skipið fóru þeir alfarnir í land. Þótt það mundi reynast erfitt að ráða aftur 5 háseta, þá varð ég feginn því, að losna við þessa menn. Ferðalagið til Northumberland Straits í nóvem- bermánuði var allt annað en eftirsótt, og reynsla okkar sannaði síðar að það var engin skemmti- ferð. Að lokum tókst mér með aðstoð ráðningar- skrifstofu í landi að ráða roskinn mann að nafni Roberts, og 4 unga fiskimenn, sem aldrei áður höfðu komið um borð í gufuskip. Skipið var bundið við baujur í 4 daga, en síðan var það flutt þangað, sem fe'rma átti kolin, og innan 24 klukkustunda var hleðslunni lokið og skipið tilbúið til að sigla. Um leið og byrjað var að leysa skipið hófst hin venjulega leiksýning með skipstjóra í aðalhlutverkinu, en okkur hina í þeim minni. Hafnsögumaður yfirgaf okkur og við sigldum til hafs. Eftir að skipstjóri hafði gefið fyrirskipanir um stefnuna fór hann inn í „korta- klefann“ og lagði sig þar. „Kortaklefinn", sem var áfastur stýrisvélarhúsinu með dyrum á milli, var fullur af gufu, og ef dæma skyldi eftir ástandi sjókortanna og siglingabókanna, þá hlaut klefinn að hafa verið fullur af gufu árum saman. En svo 36 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.