Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 60

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Side 60
5 mín. og 35,7 sek., en í vírasplæsningu Haraldur Ólafs- son á 8 mín. 26 sek. Kappróðrarnir fóru fram laugardaginn fyrir sjómanna- daginn. Mikil þátttaka var í íþróttunum þáða dagana. Nítján skipshafnir tóku þátt í kappróðrinum á Rauðarár- vík, þar á meðal skipshafnirnar af Arinbirni hersi og Karlsefni, sem komu í höfn rétt áður en róðrarnir skyldu hefjast. Sýnir þetta ljóslega þegnskap og áhuga sjómanna til að gera hátíðisdag sinn sem glæsilegastan. Um kvöldið var veizlufagnaður að Hótel Borg og í Oddfellowhúsinu. Sátu ríkisstjórahjónin hófið að Hótel Borg í boði Sjómannadagsráðsins. Þar afhenti formaður ráðsins honum gjöf til minningar um það að hann lagði hornsteininn að Sjómannaskólanum þennan dag. Var gjöfin múrsekið úr silfri með fílabeins handfangi. Um leið og formaður Sjómaimadagsráðsins afhenti ríkisstjóra gjöfina árnaði hann honum allra heilla og kvað það von og ósk allra sjómanna, að honum mætti auðnazt með landsföðurhendi sinni að múra festu og gæfu í íslenzku þjóðina og þar með leggja traustan hornstein að hinu endurreista íslenzka þjóðveldi. f þessu hófi heiðraði ríkisstjóri tvo þekkta sjómenn með því að veita þeim riddarakross fólkaorðunnar, þá Friðrik Ólafsson skólastjóra og Guðmund Markússon skipstjóra. Karlakórinn Vísir frá Siglufirði mætti í hófinu og hyllti sjómenn með söng, en sjómenn þökkuðu og hylltu kórinn ákaflega. Hátíðahöld sjómanna þennan dag voru kvikmynduð í eðlilegum litum, bæði af Óskari Gíslasyni ljósmyndara og Kjartani Bjarnasyni. Það ólán henti, að sjósmynd sj, er Óskar tók fyrir Sjómannadagsráðið, tapaðist með skipi á leið frá Ameríku, en kvikmynd Kjartans hefur Sjómannadagsráðið nú fengið til eignar og reynist hún hin prýðilegasta i alla staði og er talandi tákn þessara miklu hátíðahalda. Úrslit í kappróðri Sjómannadagsins 1944. 4 12 7 2. — Belgaum 4.213 3. — Venus 4.21.4 4. Ms. Freyja 4 24 2 5. Bv. Geir 4.24 2 6. — Ólafur Bjarnason 7. — fslendingur 8. — Armann 9. — Hafstein 10. Ms. Fiskaklettur 4.30.1 11. — Capitana 4.30.2 12. — Már 4.30.7 13. Bv. Egill Skallagrímsson 4.31.4 14. — Arinbjörn hersir 4.33.7 15. Ms. Ægir 4.35.4 16. Bv. Júpíter 4.36.4 4.37.5 18. — Esja .... 4.44.2 Sundkeppnin. Þátttakendur Stakkasund Björgunarsund Valur Jónsson nr. 2 2.57.8 0.45.2 nr. 1 Finnur Torfason nr. 3 2.58.8 1.06.5 Pétur Eiríksson 3.15.7 0.48.3 nr. 2 Vigfús Sigurjónsson 0.56.4 nr. 3 Jóhann Guðmundsson nr. 1 2.54.9 0.59.2 40 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.