Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 86

Sjómannadagsblaðið - 03.06.1945, Page 86
Halldór Kiljan Laxness ritar: „Þó Þjóðviljinn sé ekki alltaf prentvillulaus og margt megi að honum finna, þá er hann þó ef til vill bezta eignin í hverju smáu húsi á landinu. Þetta virðist ekki trúlegt í fyrstu, en þegar við gætum að, sjáum við fljótt, að fá vopn voru sterkari en hann í þeirri baráttu, sem háð hefur verið til þess að bæta gengi vinn- andi manna á Islandi. Alltaf stóð hann fremstur, þegar bárizt var um líf og afkomu launþiggjandi verkamanna, vissulega gat hon- um skjátlazt í mörgu atriði, en stefnan var alltaf rétt af því tak- markið var að hefja alþýðuna í landinu til betra lífs, vegsamlegri kjara. Sumu fékkst framgengt, öðru varð afstýrt af því Þjóðviljinn gekk fram fyrir skjöldu. Hvenær sem átti að svipta alþýðuna einhverjum góðum hlut, var Þjóðviljanum að mæta. Og hvenær sem alþýðan var þess umkomin á einhverjum stað að hefja baráttu fyrir öflun góðs hlutar, var Þjóðviljinn sterkasta vopnið í höndum hennar. Ekkert er jafnauðvelt og benda á galla hans, en aldrei í nokkurt skipti brást hann í máli, sem varðaði velferð alþýðunnar og eflingu verkalýðsstéttarinnar." ÞJODVILJINN hlnð íslenzkrar alþýðu AlþýSumenn! / Gerist áskrifendur Þjóðviljans með því að skrifa eða hringja til afgreiðslunnar, Skólavörðustíg 19, Reykjavík, sími 2184. — Verðið er 6 krónur á mánuði í Reykjavík, 5 krónur úti á landi. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.