Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 14
Hver stétt
á aðra að
styðja...
Fyrir fáeinum árum flaug sú saga
meöal útlendinga sem ræddu um ís-
land: — Ef þér ekki líkar veðrið á
íslandi þá bíddu í fimm mínútur.
Eitthvað svipuð þessu eru veðra-
brigðin í landhelgismálinu, þar
skipast á skin og skúrir, myrkur og
langir dagar og Ijósir.
Þetta var eitt af því sem kom upp
6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
í hugann, þegar þess var farið á leit
við Geir Hallgrímsson, forsætisráð-
herra og hann beðinn um viðtal
fyrir Sjómarinadagsblaðið, og þá
helst að ræða um landhelgismálið.
Hin snöggu veðrabrigði gætu orðið
til þess, að það sem fram kæmi í
viðtalinu, væri ekki í neinu sam-
hengi við líðandi stund þegar blaðið
kæmi fyrir almenningssjónir. Varð
því að ráði að fresta viðtalinu eins
lengi og mögulegt var, vegna út-
komu blaðsins, og það var ekki fyr-
en 5. maí síðastliðinn, sem við
lögðum leið okkar í forsætisráðu-
neytið, snemma dags — og sem við
var að búast komum við á ögur-
stund, níu klukkustundum áður
höfðu bresku togararnir siglt út úr
landhelginni en herskipin lónuðu
dapurlega við Hvalbak ásamt
birgðaskipi og dráttarkláfum.
í skrifstofu forsætisráðherra ríkti
ró og friður þrátt fyrir að óvissan
hefði aldrei verið meiri og eftir að
hafa heilsað og tekið hús, spurðum
við ráðherrann fyrst:
— Hver er staða okkar í land-
helgismálinu í dag hvernig er fram-
tíðin fyrir 200 mílurnar?
— Hvað snertir hafréttarráð-
stefnuna, sem nú situr að störfum í
New York, þá gerum við okkur
vonir um að texti væntanlegs haf-
réttarsáttmála hafi ekki tekið
breytingum okkur í óhag, en um
það er þó ekki unnt að fullyrða fyr-
en þessi texti, eða frumvarp hefur
séð dagsins ljós og hefur hlotið ná-
kvæma athugun. Rétt er að hafa
það í huga að umræður um frum-
varpið fara ekki fram fyren í fyrsta
lagi í júlí eða ágúst í sumar, en aðrir
vilja jafnvel draga þann fund enn
lengur, eða fram á næsta ár.
— Á hinn bóginn er erfiðara að
túlka atburðina á íslandsmiðum í
gær og í nótt, þegar bresku togar-
arnir sigldu burtu af íslandsmiðum.
Ef til vill koma togararnir fljótlega
aftur. í ljósi þeirrar reynslu, sem
við höfum af þessum málum verður
að telja það líklegt að breska
stjórnin muni reyna að styðja tog-
arana enn frekar bæði með aukinni
herskipavernd og fjárframlögum til
þess að fá þá til þess að halda áfram
ólöglegum veiðum á Islandsmiðum
undir herskipavernd. Svipaðar að-
stæður hafa áður komið upp og við
verðum að bíða átekta og halda
vöku okkar.