Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 14

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 14
Hver stétt á aðra að styðja... Fyrir fáeinum árum flaug sú saga meöal útlendinga sem ræddu um ís- land: — Ef þér ekki líkar veðrið á íslandi þá bíddu í fimm mínútur. Eitthvað svipuð þessu eru veðra- brigðin í landhelgismálinu, þar skipast á skin og skúrir, myrkur og langir dagar og Ijósir. Þetta var eitt af því sem kom upp 6 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ í hugann, þegar þess var farið á leit við Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra og hann beðinn um viðtal fyrir Sjómarinadagsblaðið, og þá helst að ræða um landhelgismálið. Hin snöggu veðrabrigði gætu orðið til þess, að það sem fram kæmi í viðtalinu, væri ekki í neinu sam- hengi við líðandi stund þegar blaðið kæmi fyrir almenningssjónir. Varð því að ráði að fresta viðtalinu eins lengi og mögulegt var, vegna út- komu blaðsins, og það var ekki fyr- en 5. maí síðastliðinn, sem við lögðum leið okkar í forsætisráðu- neytið, snemma dags — og sem við var að búast komum við á ögur- stund, níu klukkustundum áður höfðu bresku togararnir siglt út úr landhelginni en herskipin lónuðu dapurlega við Hvalbak ásamt birgðaskipi og dráttarkláfum. í skrifstofu forsætisráðherra ríkti ró og friður þrátt fyrir að óvissan hefði aldrei verið meiri og eftir að hafa heilsað og tekið hús, spurðum við ráðherrann fyrst: — Hver er staða okkar í land- helgismálinu í dag hvernig er fram- tíðin fyrir 200 mílurnar? — Hvað snertir hafréttarráð- stefnuna, sem nú situr að störfum í New York, þá gerum við okkur vonir um að texti væntanlegs haf- réttarsáttmála hafi ekki tekið breytingum okkur í óhag, en um það er þó ekki unnt að fullyrða fyr- en þessi texti, eða frumvarp hefur séð dagsins ljós og hefur hlotið ná- kvæma athugun. Rétt er að hafa það í huga að umræður um frum- varpið fara ekki fram fyren í fyrsta lagi í júlí eða ágúst í sumar, en aðrir vilja jafnvel draga þann fund enn lengur, eða fram á næsta ár. — Á hinn bóginn er erfiðara að túlka atburðina á íslandsmiðum í gær og í nótt, þegar bresku togar- arnir sigldu burtu af íslandsmiðum. Ef til vill koma togararnir fljótlega aftur. í ljósi þeirrar reynslu, sem við höfum af þessum málum verður að telja það líklegt að breska stjórnin muni reyna að styðja tog- arana enn frekar bæði með aukinni herskipavernd og fjárframlögum til þess að fá þá til þess að halda áfram ólöglegum veiðum á Islandsmiðum undir herskipavernd. Svipaðar að- stæður hafa áður komið upp og við verðum að bíða átekta og halda vöku okkar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.