Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 21

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 21
Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til árs- ins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarver- tíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél. Eins og allir vita, liggur Grinda- vík fyrir opnu hafi, þar sem brim- aldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkast þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M.a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnar- skilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi. Fljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíð- uð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatzt upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endur- bætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð. ATVINNUVEGUR GRIND VlKIN G A I ágætri grein sem Eiríkur Alex- andersson, bæjarstjóri ritaði um Grind.avík í Sveitarstjórnarmál árið 1974 segir hann þetta um atvinnu Grindvíkinga; m.a.: „Upp úr síðustu aldamótum færð- Saltfiskur breiddur til þerris á stakstæði. Ljósmyndin er tekin í ágúst árið 1961. Nú ist landbúnaðurinn frekar í aukana, hefur stórhýsi Pósts og síma og Landsbankans risið á þessum stað. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 13 Elzta verzlunarhúsið í Grindavík, sem Einar G. Einarsson í Garðhúsum reisti um aldamótin. Nokkrir Grindvíkingar tóku sig saman sumarið 1974 og máluðu húsin í tilefni Þjóðhátíðarársins. Húsið fjær með rauða þakinu er kallað Ólaf- senshús. sinnar, þó að afskekkt væri og hafn- laust að kalla.“ Svona kemur hinum greinda norðlenska bónda Grindavík fyrir sjónir og má æda að svipuð hafi myndin verið í huga landsmanna fyrr á tímum. En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þetta var ritað. Grinda- vík, einsog hún er í dag, er nýtísku- bær, malbikaður vetur um Suðurnes og til Reykjavíkur, banki, sýslu- skrifstofa og hvaðeina, sem þarf til þess að reka nýtísku bæjarfélag og höfnin er bæði stór og fullkomin, þótt skip ráði nú ekki alltaf ferðum sínum inn og út, einsog fiskurinn forðum. En þrátt fyrir allt, þá er nú ekki lengra síðan en svo að menn báru fisk upp úr skipum við klappir og garða að menn á góðum aldri réru í sínu ungdæmi úr grýttri vör. og var þá farið að auka ræktun túna. Eftir 1920 þótti t.d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki. Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um 1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðar- hverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.